Þjóðverjar sæta miklum þrýstingi vegna málsins og hafa ítrekað verið hvattir til að sjá Úkraínumönnum fyrir skriðdrekum, eða í það minnsta greiða fyrrir því að önnur ríki fái að senda þeim þýska skriðdreka í sinni eigu.
Morawiecki sagði framgöngu Þjóðverja óafsakanlega; næstum ár væri liðið frá því að innrás Rússa hófst og sprengjum rigndi á borgir Úkraínu og konur og börn væru myrt.
Sagðist forsætisráðherrann jafnan reyna að vanda orð sín en hann vildi vera skýr; Úkraína og Evrópa myndu hafa sigur í stríðinu, með eða án aðstoðar Þjóðverja.
Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að ákvörðunar væri að vænta. Stjórnvöld vildu hins vegar ekki flýta sér um of og margt væri að athuga, meðal annars öryggi Þjóðverja sjálfra.