Sungu fyrir farþega sem sátu fastir í vél Icelandair Bjarki Sigurðsson skrifar 22. janúar 2023 21:46 Farþegar tóku vel í sönginn og bættust nokkrir við hljómsveit kvennanna. Hljómsveit sem var um borð í vél Icelandair á leið til Keflavíkur frá Toronto söng fyrir farþega sem voru fastir með þeim í vélinni. Flugstjórinn segir alla hafa gengið úr vélinni með bros á vör. Á Keflavíkurflugvelli var aftakaveður og glerhálka í morgun og í dag sem olli því að ekki var unnt að tæma flugvélar sem lentu þar í morgun. Í vél sem kom hingað til lands frá Toronto í Kanada gripu farþegar til söngs til að stytta biðina. Flugstjóri vélarinnar, Óskar Tryggvi Svavarsson, segir í samtali við fréttastofu að stelpurnar í hljómsveitinni hafi fyrst nefnt þetta í gríni við flugfreyjurnar. Óskar Tryggvi Svavarsson var flugstjóri vélarinnar og tók myndbandið upp. Aðsend „Ég frétti af þessu og var á röltinu að ræða við fólkið og láta vita af mér. Ég kom þarna aftur í og spurði þær hvort það væri ekki einhver hljómsveit hérna um borð. Þær spruttu upp og við forum eitthvað að spjalla. Þá segði ég þeim bara að kýla á þetta. Það var bara fínt að fá eitthvað til að létta andann um borð,“ segir Óskar. Því voru hljóðfæri rifin upp, gítar og fiðla sem konurnar höfðu verið með í handfarangri. Þá var þriðji meðlimurinn að syngja og bættust tveir aðrir farþegar við. Einn sló taktinn með skeiðum og önnur söng með. Klippa: Sungið um borð í vél Icelandair „Þetta var bara geggjað. Þær tóku nokkur lög og röltu um vélina. Flugvél er ekki besta tónleikahöllin þannig þær gengu fram og baka svo það fengu allir að njóta,“ segir Óskar. Hann segir að allt hafi gengið rosalega vel um borð og þakkar farþegum fyrir að hafa tekið aðstæðum með æðruleysi og að skilja aðstæðurnar sem voru í gangi, enda ekki eftir hverja einustu flugferð sem fólk þarf að bíða í tíu tíma eftir lendingu til að komast úr vélinni. „Þegar fólk fór loksins úr vélinni eftir að hafa verið þarna í sautján tíma þá voru allir brosandi. Ég var rosalega ánægður með hvernig þetta gekk,“ segir Óskar. Hljómsveitin sem var um borð í vélinni heitir Jessica Pearson and the East Wind. Í myndbandinu hér fyrir ofan er lagið Better Bad Decisions sungið og er af plötunni On the Line sem kom út í fyrra. Fréttir af flugi Tónlist Keflavíkurflugvöllur Icelandair Grín og gaman Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Á Keflavíkurflugvelli var aftakaveður og glerhálka í morgun og í dag sem olli því að ekki var unnt að tæma flugvélar sem lentu þar í morgun. Í vél sem kom hingað til lands frá Toronto í Kanada gripu farþegar til söngs til að stytta biðina. Flugstjóri vélarinnar, Óskar Tryggvi Svavarsson, segir í samtali við fréttastofu að stelpurnar í hljómsveitinni hafi fyrst nefnt þetta í gríni við flugfreyjurnar. Óskar Tryggvi Svavarsson var flugstjóri vélarinnar og tók myndbandið upp. Aðsend „Ég frétti af þessu og var á röltinu að ræða við fólkið og láta vita af mér. Ég kom þarna aftur í og spurði þær hvort það væri ekki einhver hljómsveit hérna um borð. Þær spruttu upp og við forum eitthvað að spjalla. Þá segði ég þeim bara að kýla á þetta. Það var bara fínt að fá eitthvað til að létta andann um borð,“ segir Óskar. Því voru hljóðfæri rifin upp, gítar og fiðla sem konurnar höfðu verið með í handfarangri. Þá var þriðji meðlimurinn að syngja og bættust tveir aðrir farþegar við. Einn sló taktinn með skeiðum og önnur söng með. Klippa: Sungið um borð í vél Icelandair „Þetta var bara geggjað. Þær tóku nokkur lög og röltu um vélina. Flugvél er ekki besta tónleikahöllin þannig þær gengu fram og baka svo það fengu allir að njóta,“ segir Óskar. Hann segir að allt hafi gengið rosalega vel um borð og þakkar farþegum fyrir að hafa tekið aðstæðum með æðruleysi og að skilja aðstæðurnar sem voru í gangi, enda ekki eftir hverja einustu flugferð sem fólk þarf að bíða í tíu tíma eftir lendingu til að komast úr vélinni. „Þegar fólk fór loksins úr vélinni eftir að hafa verið þarna í sautján tíma þá voru allir brosandi. Ég var rosalega ánægður með hvernig þetta gekk,“ segir Óskar. Hljómsveitin sem var um borð í vélinni heitir Jessica Pearson and the East Wind. Í myndbandinu hér fyrir ofan er lagið Better Bad Decisions sungið og er af plötunni On the Line sem kom út í fyrra.
Fréttir af flugi Tónlist Keflavíkurflugvöllur Icelandair Grín og gaman Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira