Hafa nú verið í vélinni í um tólf klukkustundir Árni Sæberg skrifar 22. janúar 2023 12:19 Flugvélinni var lent í slæmu veðri. Myndin er úr safni, líkt og áhugamenn um flug sjá. Vísir/Vilhelm Farþegar í flugi Icelandair frá New York í nótt hafa nú varið um tólf klukkustundum um borð í flugvélinni, þar af sex á flugbraut í Keflavík. Einn farþeganna segir stemninguna í vélinni merkilega góða miðað við aðstæður. Aftakaveður og glerhálka er á Keflavíkurflugvelli, sem hefur orðið til þess að ekki hefur verið unnt að tæma flugvélar sem lentu þar í morgun. Helga Hlín Hákonardóttir er einn farþega í flugi Icelandair sem fór frá New York í nótt. Vélin lenti um sexleytið í morgun eftir um sex klukkustunda flug. Það gerir um hálfan sólarhring um borð í flugvélinni. Hún segir í samtali við Vísi að í þann mund sem vélinni var lent hafi gert mikið kóf og því séu farþegar ánægðir með að hafa náð að lenda yfir höfuð. Síðan hafi það gerst að önnur flugvél hafi þverað flugbrautina eftir að hafa fokið til í hálkunni. Það hafi gert það að verkum að vélin tafðist á leið sinni að flugstöðinni. Rúntuðu um í hálftíma Þá hafi flugvélinni verið ekið um flugvöllinn í um hálftíma þar til ljóst var að ekki yrði unnt að koma henni að flugstöðinni. Síðan þá hefur vélin setið kyrr. Helga Hlín segir að farþegar séu samstilltir í þeirri skoðun að um óviðráðanlegar aðstæður sé að ræða og áhöfn vélarinnar standi sig með mikilli prýði. Hins vegar segir hún það ákveðið ergelsi að flugvöllurinn hafi ekki verið sandaður í tæka tíð þegar lá fyrir að hált og hvasst yrði á vellinum. Farþegar rólegir Helga Hlín segir að farþegar séu ótrúlega rólegir miðað við biðina löngu og flugliðar sömuleiðis. Hún segir nokkur börn vera um borð og að farþegar vinni saman að því að hafa ofan af fyrir þeim. Varla hafi heyrst í þeim allar klukkustundirnar sex. Hún segir þó að biðin sé að verða erfið þeim farþegum sem glíma við líkamlega kvilla og eiga erfitt með kyrrsetuna. Þarf að komast norður í brúðkaup á morgun Helga Hlín segir engar upplýsingar liggja fyrir um það hvenær verður unnt að rýma flugvélina en að farþegar hafi verið ánægðir með að lesa að björgunarsveitir væru komnar í málið. Þá segir hún einnig óvissu vera uppi um það hvað tekur við þegar úr vélinni er komið. Hvort Reykjanesbrautin haldist opin og þar fram eftir götum. Sjálf þarf hún að komast norður til Akureyrar sem allra fyrst enda stendur til að dóttir hennar gifti sig þar á morgun. Fréttir af flugi Veður Keflavíkurflugvöllur Icelandair Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Aftakaveður og glerhálka er á Keflavíkurflugvelli, sem hefur orðið til þess að ekki hefur verið unnt að tæma flugvélar sem lentu þar í morgun. Helga Hlín Hákonardóttir er einn farþega í flugi Icelandair sem fór frá New York í nótt. Vélin lenti um sexleytið í morgun eftir um sex klukkustunda flug. Það gerir um hálfan sólarhring um borð í flugvélinni. Hún segir í samtali við Vísi að í þann mund sem vélinni var lent hafi gert mikið kóf og því séu farþegar ánægðir með að hafa náð að lenda yfir höfuð. Síðan hafi það gerst að önnur flugvél hafi þverað flugbrautina eftir að hafa fokið til í hálkunni. Það hafi gert það að verkum að vélin tafðist á leið sinni að flugstöðinni. Rúntuðu um í hálftíma Þá hafi flugvélinni verið ekið um flugvöllinn í um hálftíma þar til ljóst var að ekki yrði unnt að koma henni að flugstöðinni. Síðan þá hefur vélin setið kyrr. Helga Hlín segir að farþegar séu samstilltir í þeirri skoðun að um óviðráðanlegar aðstæður sé að ræða og áhöfn vélarinnar standi sig með mikilli prýði. Hins vegar segir hún það ákveðið ergelsi að flugvöllurinn hafi ekki verið sandaður í tæka tíð þegar lá fyrir að hált og hvasst yrði á vellinum. Farþegar rólegir Helga Hlín segir að farþegar séu ótrúlega rólegir miðað við biðina löngu og flugliðar sömuleiðis. Hún segir nokkur börn vera um borð og að farþegar vinni saman að því að hafa ofan af fyrir þeim. Varla hafi heyrst í þeim allar klukkustundirnar sex. Hún segir þó að biðin sé að verða erfið þeim farþegum sem glíma við líkamlega kvilla og eiga erfitt með kyrrsetuna. Þarf að komast norður í brúðkaup á morgun Helga Hlín segir engar upplýsingar liggja fyrir um það hvenær verður unnt að rýma flugvélina en að farþegar hafi verið ánægðir með að lesa að björgunarsveitir væru komnar í málið. Þá segir hún einnig óvissu vera uppi um það hvað tekur við þegar úr vélinni er komið. Hvort Reykjanesbrautin haldist opin og þar fram eftir götum. Sjálf þarf hún að komast norður til Akureyrar sem allra fyrst enda stendur til að dóttir hennar gifti sig þar á morgun.
Fréttir af flugi Veður Keflavíkurflugvöllur Icelandair Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira