Man United samdi við tvo leikmenn í dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2023 23:30 Estelle Cascarino er gengin í raðir Man United út tímabilið. Manchester United Lið Manchester United í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta styrkti leikmannahóp sinn til muna í dag þegar liðið samdi við tvo leikmenn. Önnur kemur á láni frá franska liðinu París Saint-Germain á meðan hin kemur frá Kanada. Þó Man United sé með bestu vörn ensku úrvalsdeildarinnar ásamt Arsenal – sex mörk á sig í 10 leikjum – hefur Marc Skinner, þjálfari liðsins, samt ákveðið að auka breiddina í varnarlínu liðsins. Liðið samdi í dag við tvo varnarmenn sem eiga að hjálpa liðinu í baráttunni um enska meistaratitilinn. Saturday signings #MUWomen pic.twitter.com/J2FdsXCzEm— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 21, 2023 Hin 25 ára gamla Estelle Cascarino kemur á láni frá PSG en hún skrifaði undir þriggja ára samning við Parísarliðið í júlí 2021. Hún mun nú leika með Man United út leiktíðina þar sem tækifærin hafa verið af skornum skammti hjá PSG að undanförnu. Cascarino á að baki 5 A-landsleiki fyrir Frakkland ásamt því að hafa leikið fyrir öll yngri landsliðin á sínum tíma. This one's for you, Reds! #MUWomen pic.twitter.com/ImN36IORPL— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 21, 2023 Jayde Yuk Fun Riviere, sem verður 22 ára á morgun – sunnudag, leikur vanalega sem bakvörður og lék síðast með Michigan Wolverines í bandaríska háskólaboltanum. Hún gekkst undir aðgerð í september og hefur nú náð sér að fullu. Riviere er þrátt fyrir ungan aldur reynslumikil landsliðskona sem hefur spilað 36 leiki fyrir A-landslið Kanada og varð til að mynda Ólympíumeistari með liðinu árið 2020. And we're excited to have you @JaydeRiviere#MUWomen pic.twitter.com/lZupsiKS5A— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 21, 2023 Manchester United er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig að loknum 10 leikjum líkt og Arsenal. Bæði lið eru þremur stigum á eftir toppliði Chelsea en eiga leik til góða. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Sjá meira
Þó Man United sé með bestu vörn ensku úrvalsdeildarinnar ásamt Arsenal – sex mörk á sig í 10 leikjum – hefur Marc Skinner, þjálfari liðsins, samt ákveðið að auka breiddina í varnarlínu liðsins. Liðið samdi í dag við tvo varnarmenn sem eiga að hjálpa liðinu í baráttunni um enska meistaratitilinn. Saturday signings #MUWomen pic.twitter.com/J2FdsXCzEm— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 21, 2023 Hin 25 ára gamla Estelle Cascarino kemur á láni frá PSG en hún skrifaði undir þriggja ára samning við Parísarliðið í júlí 2021. Hún mun nú leika með Man United út leiktíðina þar sem tækifærin hafa verið af skornum skammti hjá PSG að undanförnu. Cascarino á að baki 5 A-landsleiki fyrir Frakkland ásamt því að hafa leikið fyrir öll yngri landsliðin á sínum tíma. This one's for you, Reds! #MUWomen pic.twitter.com/ImN36IORPL— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 21, 2023 Jayde Yuk Fun Riviere, sem verður 22 ára á morgun – sunnudag, leikur vanalega sem bakvörður og lék síðast með Michigan Wolverines í bandaríska háskólaboltanum. Hún gekkst undir aðgerð í september og hefur nú náð sér að fullu. Riviere er þrátt fyrir ungan aldur reynslumikil landsliðskona sem hefur spilað 36 leiki fyrir A-landslið Kanada og varð til að mynda Ólympíumeistari með liðinu árið 2020. And we're excited to have you @JaydeRiviere#MUWomen pic.twitter.com/lZupsiKS5A— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 21, 2023 Manchester United er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig að loknum 10 leikjum líkt og Arsenal. Bæði lið eru þremur stigum á eftir toppliði Chelsea en eiga leik til góða.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Sjá meira