Ómar hirtur af úrskurðarnefnd: „Gegndarlaus og marklaus vitleysa“ Árni Sæberg skrifar 21. janúar 2023 15:01 Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem um ræðir í TikTokmálinu. Getty/Aðsend Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem var á dögunum hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að krefja konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar á TikTok. Ómar segir úrskurðinn til marks um að nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. Vísir greindi frá því í morgun að ónefndur lögmaður hefði fengið skammir í hattinn vegna máls sem varðaði ásakanir um kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlinum TikTok. Ómar R. Valdimarsson setti sig skömmu síðar í samband við Vísi og steig fram sem umræddur lögmaður. Í yfirlýsingu hans segir að niðurstaða úrskurðarnefndarinnar sé gengdar laus og marklaus vitleysa, sem gefi til nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. „Aðfinnslur nefndarinnar byggja á því, að sá tími sem konan fékk til þess að bregðast við hafi verið of skammur, eða tveir sólarhringar, þar sem dagarnir tveir féllu utan almenns opnunartíma lögmannsstofa. Þessi nálgun hefði kannski átt við þegar sveitasíminn var og hét. Í dag eru boðleiðir endalausar og það að ekki sé hægt að ná í lögmann eftir kl 16:00 á föstudegi er þvæla sem ekki er hægt að taka alvarlega,“ segir Ómar. Hafi orðið að bregðast skjótt við Ómar segir að í umræddu máli hafi skipt miklu máli að bregðast snarlega við, til þess að takmarka skaðann sem ávirðingar konunnar ollu umbjóðanda hans. „Alvarleika ummælanna verður einnig að vega á móti frestinum sem konan fékk, enda ljóst að netníð og árásir á vefnum ganga manna á millum á ljóshraða,“ segir Ómar. Íhugar að fara með niðurstöðuna fyrir dómstóla Þá segir Ómar það umhugsunarefni hvort hann geti látið úrskurð nefndarinnar, sem hann kallar steypu, standa óhaggaðan. „Það er ansi margt óskiljanlegt sem kemur úr þeim fílabeinsturni. Ég hlýt að velta því fyrir mér hvort ekki eigi að láta reyna á ógildingu bullsins fyrir dómi,“ segir hann að lokum. Lögmennska Samfélagsmiðlar Stéttarfélög Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að ónefndur lögmaður hefði fengið skammir í hattinn vegna máls sem varðaði ásakanir um kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlinum TikTok. Ómar R. Valdimarsson setti sig skömmu síðar í samband við Vísi og steig fram sem umræddur lögmaður. Í yfirlýsingu hans segir að niðurstaða úrskurðarnefndarinnar sé gengdar laus og marklaus vitleysa, sem gefi til nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. „Aðfinnslur nefndarinnar byggja á því, að sá tími sem konan fékk til þess að bregðast við hafi verið of skammur, eða tveir sólarhringar, þar sem dagarnir tveir féllu utan almenns opnunartíma lögmannsstofa. Þessi nálgun hefði kannski átt við þegar sveitasíminn var og hét. Í dag eru boðleiðir endalausar og það að ekki sé hægt að ná í lögmann eftir kl 16:00 á föstudegi er þvæla sem ekki er hægt að taka alvarlega,“ segir Ómar. Hafi orðið að bregðast skjótt við Ómar segir að í umræddu máli hafi skipt miklu máli að bregðast snarlega við, til þess að takmarka skaðann sem ávirðingar konunnar ollu umbjóðanda hans. „Alvarleika ummælanna verður einnig að vega á móti frestinum sem konan fékk, enda ljóst að netníð og árásir á vefnum ganga manna á millum á ljóshraða,“ segir Ómar. Íhugar að fara með niðurstöðuna fyrir dómstóla Þá segir Ómar það umhugsunarefni hvort hann geti látið úrskurð nefndarinnar, sem hann kallar steypu, standa óhaggaðan. „Það er ansi margt óskiljanlegt sem kemur úr þeim fílabeinsturni. Ég hlýt að velta því fyrir mér hvort ekki eigi að láta reyna á ógildingu bullsins fyrir dómi,“ segir hann að lokum.
Lögmennska Samfélagsmiðlar Stéttarfélög Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira