Innlent

Fjögur útköll vegna vatnstjóns

Samúel Karl Ólason skrifar
Rör sprakk á skemmtistaðnum Kíkí í nótt og var það eitt af fjórum vatnstjónsútköllum hjá slökkviliðinu.
Rör sprakk á skemmtistaðnum Kíkí í nótt og var það eitt af fjórum vatnstjónsútköllum hjá slökkviliðinu.

Starfsmenn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fóru í fjögur útköll vegna vatnstjóns í nótt. í Heildina voru sex útköll á dælubíla.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu tók hvert verkefni frá hálftíma til klukkutíma. Eitt þessara verkefna var á skemmtistaðnum Kíkí, þar sem vatnsrör mun hafa sprungið.

Álag á viðbragðsaðila hefur verið mikið vegna asahlákunnar síðustu daga. Fólk hafði verið hvatt til að hreinsa vel frá niðurföllum og tryggja svalir en nokkuð var um leka á þökum.

Sjá einnig: Aukið álag þegar líður á daginn

Mikill leki kom á Fossvogsskóla í gær og þurfti að senda börn heim vegna hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×