Hægfara bylting á Íslandi í 30 ár Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2023 19:20 Á aðeins um 20 árum hefur erlendum ríkisborgurum fjölgað um 55 þúsund manns, nánast álíka marga og búa í Kópavogi og Hafnarfirði til samans. Vísir/Vilhelm Íslenskt samfélag hefur gerbreyst frá því samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tók gildi fyrir tæplega þrjátíu árum og með auknum hraða síðasta áratuginn. Fyrir gildistökuna voru erlendir íbúar aðeins um þrjú prósent þjóðarinnar en eru nú um sautján prósent. Þegar EES samningurinn tók gildi árið 1994 leit Evrópa töluvert öðruvísi út en hún gerir í dag. Ísland, Noregur og Liechtenstein gengu í bandalag með tólf aðildarríkjum Evrópusambandsins sem öll tilheyrðu vestur Evrópu. Ári síðar fjölgaði ríkjum sambandsins um þrjú vestræn ríki þegar Austurríki, Finnland og Svíþjóð gengu í sambandið. Þegar Ísland gerðist aðili að EES 1994 voru 12 ríki í Evrópusambandinu en nú eru ríkin 27 eftir útgöngu Breta árið 2021.Grafík/Sara Stóra breytingin verður hins vegar þegar Kýpur og níu ríki gömlu austur Evrópu gengu til liðs við sambandið árið 2004 og síðan tvö önnur árið 2007 og eitt til viðbótar árið 2013. Þá hafði Evrópusambandið vaxið úr tólf aðildarríkjum í 28. Þessi stækkun sambandsins átti eftir að hafa afgerandi áhrif á samsetningu mannfjöldans á Íslandi. Grundvöllur innri markaðar EES samningsins var að innleiða svo kallað fjórfrelsi. Það er frjálst flæði vöru, fólks, þjónustu og fjármagns á milli ríkjanna. Fjórfrelsi EES samningisns opnaði bæði 500 milljóna markaðssvæði fyrir Ísland og frjálst flæðis vöru, fólks, þjónustu og fjármagns til og frá landinu. Grafík/Sara Þetta opnaði íslenskum fyrirtækjum og almenningi stórkostleg tækifæri og lagði grundvöllinn að þeim mikla hagvexti sem hér hefur verið mörg undanfarin ár. En þetta opnaði líka Ísland fyrir hálfan milljarð íbúa Evrópu sem hefur gjörbreytt samsetningu mannfjöldans í landinu. Stökk frá margra alda einsleitni mannfjöldans Mannfjöldinn á Íslandi hafði verið mjög einsleitur í aldir áður en EES samningurinn kom til sögunnar. Framan af tuttugustu öldinni voru íbúar með erlent ríkisfang undir einu prósenti og eftir 1960 var hlutfallið í kringum tvö prósent íbúa og innan við þrjú prósent allt til síðustu aldamóta. En það er ekki fyrr en 2002 sem erlendir ríkisborgarar ná því verða fleiri en tíu þúsund manns. Það verður hins vegar greinileg breyting eftir mikla stækkun Evrópusambandsins og þar með Evrópska efnahagssvæðisins til austurs árið 2004. Erlendum ríkisborgurum á Íslandi fjölgar hratt eftir það að undanskildum árunum eftir hrun. Grafík/Sara Frá árinu 2017 þegar erlendir ríkisborgarar voru um þrjátíu þúsund og tæplega 9 prósent mannfjöldans hefur fjöldi þeirra rúmlega tvöfaldast til loka síðasta árs, þegar 65 þúsund erlendir ríkisborgarar bjuggu á Íslandi eða tæplega 17 prósent íbúa landsins. Nánast jafn margir og búa í Kópavogi og Hafnarfirði til samans. Kallar á mikla innviðauppbyggingu Þetta fólk sem að langmestu leyti kemur frá austurhluta Evrópu er auðvitað ekki komið hingað til að sóla sig, heldur til að vinna. Gífurlegur vöxtur ferðaþjónustunnar, fiskvinnslan og byggingariðnaðurinn hafa kallað eftir miklum innflutningi á vinnuafli undanfarna tvo áratugi.Vísir/Vilhelm Íslendingar standa ekki undir eftirspurninni eftir vinnuafli. Launin hér eru aftur á móti töluvert mikið hærri en í flestum ríkjum austur Evrópu og freista því fólks til að koma hingað. Í byrjun síðasta árs sagði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins þörf fyrir enn meira erlent vinnuafl á næstu árum til að halda uppi hagvexti í landinu. Því þyrfti strax að hefja átak til að styrkja innvið landsins, eins og heilbrigðisþjónustu, menntakerfi, opinbera þjónustu, húsnæðismál og íslenskukennslu svo eitthvað sé nefnt. Halldór Benjamín Þorbergsson segir að styrkja þurfi innviði á mörgum sviðum til að hægt sé að taka á móti miklu fjölda af erlendu vinnuafli.Vísir/Vilhelm Mannfjöldaspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir að erlendum ríkisborgurum fjölgi um 15 til 20 þúsund á næstu fimm árum. „Ég held að það verði veruleg áskorun á næstu árum. En ég legg áherslu á að þetta er lífskjaramál fyrir okkur öll. Við þurfum fleiri hendur á vinnandi aldri og við erum ekki að fjölga okkur sem skyldi. Ef við ætlum að standa undir þeim lífskjarabata sem við erum öll sammála um að við viljum sjá á næstu árum er alveg ljóst að við þurfum vinnandi hendur. Það þarf að hefja undirbúning að því ekki seinna en strax," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson Evrópusambandið Efnahagsmál Kjaramál Húsnæðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Erlendum ríkisborgurum á Íslandi gæti fjölgað um tæp 30 þúsund á næstu fimm árum Íslendingar fjölga sér ekki nóg um fyrirsjáanlega framtíð til að anna eftirspurn eftir vinnuafli á öllu sviðum samfélagsins. Erlendum íbúum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum til að bæta þetta upp og hlutfall þeirra af mannfjölda landsins á eftir að aukast hratt á næstu árum. 6. febrúar 2022 19:21 Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. 3. september 2022 20:30 Fimmtíu og sex þúsund erlendir ríkisborgarar búa á Íslandi Í byrjun apríl voru 55.982 erlendir ríkisborgarar skráðir með fasta búsetu á Íslandi eða um fimmtán prósent þeirra sem búa á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá. 19. apríl 2022 18:27 Mikilli spennu á vinnumarkaði mætt með innflutningi á fólki Gífurleg eftirspurn er eftir vinnuafli á Íslandi um þessar mundir og fjölgaði starfandi fólki á vinnumarkaði um átta þúsund manns frá febrúar til mars. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna frá hruni en aukinni eftirspurn eftir vinnuafli hefur verið mætt með auknum innflutningi á fólki. 11. maí 2017 12:59 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Þegar EES samningurinn tók gildi árið 1994 leit Evrópa töluvert öðruvísi út en hún gerir í dag. Ísland, Noregur og Liechtenstein gengu í bandalag með tólf aðildarríkjum Evrópusambandsins sem öll tilheyrðu vestur Evrópu. Ári síðar fjölgaði ríkjum sambandsins um þrjú vestræn ríki þegar Austurríki, Finnland og Svíþjóð gengu í sambandið. Þegar Ísland gerðist aðili að EES 1994 voru 12 ríki í Evrópusambandinu en nú eru ríkin 27 eftir útgöngu Breta árið 2021.Grafík/Sara Stóra breytingin verður hins vegar þegar Kýpur og níu ríki gömlu austur Evrópu gengu til liðs við sambandið árið 2004 og síðan tvö önnur árið 2007 og eitt til viðbótar árið 2013. Þá hafði Evrópusambandið vaxið úr tólf aðildarríkjum í 28. Þessi stækkun sambandsins átti eftir að hafa afgerandi áhrif á samsetningu mannfjöldans á Íslandi. Grundvöllur innri markaðar EES samningsins var að innleiða svo kallað fjórfrelsi. Það er frjálst flæði vöru, fólks, þjónustu og fjármagns á milli ríkjanna. Fjórfrelsi EES samningisns opnaði bæði 500 milljóna markaðssvæði fyrir Ísland og frjálst flæðis vöru, fólks, þjónustu og fjármagns til og frá landinu. Grafík/Sara Þetta opnaði íslenskum fyrirtækjum og almenningi stórkostleg tækifæri og lagði grundvöllinn að þeim mikla hagvexti sem hér hefur verið mörg undanfarin ár. En þetta opnaði líka Ísland fyrir hálfan milljarð íbúa Evrópu sem hefur gjörbreytt samsetningu mannfjöldans í landinu. Stökk frá margra alda einsleitni mannfjöldans Mannfjöldinn á Íslandi hafði verið mjög einsleitur í aldir áður en EES samningurinn kom til sögunnar. Framan af tuttugustu öldinni voru íbúar með erlent ríkisfang undir einu prósenti og eftir 1960 var hlutfallið í kringum tvö prósent íbúa og innan við þrjú prósent allt til síðustu aldamóta. En það er ekki fyrr en 2002 sem erlendir ríkisborgarar ná því verða fleiri en tíu þúsund manns. Það verður hins vegar greinileg breyting eftir mikla stækkun Evrópusambandsins og þar með Evrópska efnahagssvæðisins til austurs árið 2004. Erlendum ríkisborgurum á Íslandi fjölgar hratt eftir það að undanskildum árunum eftir hrun. Grafík/Sara Frá árinu 2017 þegar erlendir ríkisborgarar voru um þrjátíu þúsund og tæplega 9 prósent mannfjöldans hefur fjöldi þeirra rúmlega tvöfaldast til loka síðasta árs, þegar 65 þúsund erlendir ríkisborgarar bjuggu á Íslandi eða tæplega 17 prósent íbúa landsins. Nánast jafn margir og búa í Kópavogi og Hafnarfirði til samans. Kallar á mikla innviðauppbyggingu Þetta fólk sem að langmestu leyti kemur frá austurhluta Evrópu er auðvitað ekki komið hingað til að sóla sig, heldur til að vinna. Gífurlegur vöxtur ferðaþjónustunnar, fiskvinnslan og byggingariðnaðurinn hafa kallað eftir miklum innflutningi á vinnuafli undanfarna tvo áratugi.Vísir/Vilhelm Íslendingar standa ekki undir eftirspurninni eftir vinnuafli. Launin hér eru aftur á móti töluvert mikið hærri en í flestum ríkjum austur Evrópu og freista því fólks til að koma hingað. Í byrjun síðasta árs sagði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins þörf fyrir enn meira erlent vinnuafl á næstu árum til að halda uppi hagvexti í landinu. Því þyrfti strax að hefja átak til að styrkja innvið landsins, eins og heilbrigðisþjónustu, menntakerfi, opinbera þjónustu, húsnæðismál og íslenskukennslu svo eitthvað sé nefnt. Halldór Benjamín Þorbergsson segir að styrkja þurfi innviði á mörgum sviðum til að hægt sé að taka á móti miklu fjölda af erlendu vinnuafli.Vísir/Vilhelm Mannfjöldaspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir að erlendum ríkisborgurum fjölgi um 15 til 20 þúsund á næstu fimm árum. „Ég held að það verði veruleg áskorun á næstu árum. En ég legg áherslu á að þetta er lífskjaramál fyrir okkur öll. Við þurfum fleiri hendur á vinnandi aldri og við erum ekki að fjölga okkur sem skyldi. Ef við ætlum að standa undir þeim lífskjarabata sem við erum öll sammála um að við viljum sjá á næstu árum er alveg ljóst að við þurfum vinnandi hendur. Það þarf að hefja undirbúning að því ekki seinna en strax," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson
Evrópusambandið Efnahagsmál Kjaramál Húsnæðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Erlendum ríkisborgurum á Íslandi gæti fjölgað um tæp 30 þúsund á næstu fimm árum Íslendingar fjölga sér ekki nóg um fyrirsjáanlega framtíð til að anna eftirspurn eftir vinnuafli á öllu sviðum samfélagsins. Erlendum íbúum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum til að bæta þetta upp og hlutfall þeirra af mannfjölda landsins á eftir að aukast hratt á næstu árum. 6. febrúar 2022 19:21 Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. 3. september 2022 20:30 Fimmtíu og sex þúsund erlendir ríkisborgarar búa á Íslandi Í byrjun apríl voru 55.982 erlendir ríkisborgarar skráðir með fasta búsetu á Íslandi eða um fimmtán prósent þeirra sem búa á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá. 19. apríl 2022 18:27 Mikilli spennu á vinnumarkaði mætt með innflutningi á fólki Gífurleg eftirspurn er eftir vinnuafli á Íslandi um þessar mundir og fjölgaði starfandi fólki á vinnumarkaði um átta þúsund manns frá febrúar til mars. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna frá hruni en aukinni eftirspurn eftir vinnuafli hefur verið mætt með auknum innflutningi á fólki. 11. maí 2017 12:59 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Erlendum ríkisborgurum á Íslandi gæti fjölgað um tæp 30 þúsund á næstu fimm árum Íslendingar fjölga sér ekki nóg um fyrirsjáanlega framtíð til að anna eftirspurn eftir vinnuafli á öllu sviðum samfélagsins. Erlendum íbúum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum til að bæta þetta upp og hlutfall þeirra af mannfjölda landsins á eftir að aukast hratt á næstu árum. 6. febrúar 2022 19:21
Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. 3. september 2022 20:30
Fimmtíu og sex þúsund erlendir ríkisborgarar búa á Íslandi Í byrjun apríl voru 55.982 erlendir ríkisborgarar skráðir með fasta búsetu á Íslandi eða um fimmtán prósent þeirra sem búa á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá. 19. apríl 2022 18:27
Mikilli spennu á vinnumarkaði mætt með innflutningi á fólki Gífurleg eftirspurn er eftir vinnuafli á Íslandi um þessar mundir og fjölgaði starfandi fólki á vinnumarkaði um átta þúsund manns frá febrúar til mars. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna frá hruni en aukinni eftirspurn eftir vinnuafli hefur verið mætt með auknum innflutningi á fólki. 11. maí 2017 12:59