Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynningin um klukkan sjö í morgun.
„Þetta eru flötu þökin að valda vandræðum,“ segir varðstjóri hjá slökkviliði. „Það hefur snjór verið að safnast saman á þakinu, niðurföll eru óvirk og þá hefur lekið inn.“
Þetta er annað útkall slökkviliðsins í morgun vegna leka inn í íbúð en slökkvilið er enn að störfum í íbúð við Kolagötu í miðborg Reykjavíkur þar sem lekið hafði inn.
Reikna má með að nóg verði að gera hjá slökkviliði í dag vegna asahláku.