„Hafði áhyggjur þangað til Hilmar fór og sturtaði einum alvöru í traffík“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2023 00:37 Maté Dalmay, þjálfari Hauka. Vísir / Hulda Margrét Mate Dalmay, þjálfari Hauka, var ánægður með sína menn eftir þriðja sigur liðsins í röð. „Lykillinn var að vera á pari við þeirra einbeitingu og ákefð sem við vorum helvíti langt frá í fyrri hálfleik,“ sagði Mate. „Ég sagði svo margt í hálfleik, mjög mikið af hvatningarorðum,“ sagði Mate sem vildi ekki nefna neitt sérstakt. „Ég er ánægðastur með að eiginlega allt sem við þurftum að laga eftir fyrri hálfleikinn náðist að laga strax í þriðja leikhluta. Með því fylgdu mjög mikil gæði, við opnuðum þá ítrekað með auðveldum fléttum. Við tókum miklu fleiri góðar ákvarðanir heldur en rangar.“ Mate var ánægður að margir komu með eitthvað að borðinu þó að þeir hafi ekki allir skorað stig í leiknum. Hann nefndi sérstaklega Breka Gylfason sem átti mun betri seinni hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik. Hann var spurður hvort hann hafði áhyggjur af því að vörðu skot heimamanna, sem voru alls sex í leiknum, myndu fara í hausinn á sínum mönnum. „Ég hafði áhyggjur af því þangað til Hilmar fór og sturtaði einum alvöru í traffík.“ Mate á þar við hörkutroðslu frá Hilmari Smára Henningssyni í seinni hálfleiknum. Daníel Ágúst Halldórsson var að spila sinn fyrsta leik fyrir Hauka eftir að hafa komið frá Þórsurum á dögunum. „Danni spilaði miklu meira út af meiðslum hjá Róberti. Einhvern tímann kallaði einhver kerfi sem hann kunni ekki og menn voru eitthvað að garga á hann. Það er mjög erfitt að spila leik þar sem andstæðingurinn verður að ná sigri og þú ert búinn að æfa tvisvar sinnum með liðinu. Mér fannst hann spila í góðu „comfort-zone-i“ og lofar mjög góðu.“ Haukar eru í fjórða sæti deildarinnar með níu sigra eins og tvö lið fyrir ofan þá. Eru Haukar með eitthvað annað markmið en að ná heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar? „Eigum við ekki að byrja á því að halda okkur í topp fjórum og ná sigri gegn KR sem tók sigur í kvöld,“ sagði Mate að lokum. Subway-deild karla Haukar Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 88-97 | Haukar höfðu betur í tilþrifamiklum leik í Þorlákshöfn Þórsarar tóku á móti Haukum í lokaleik 13. umferðar Subway-deildarinnar í kvöld og unnu gestirnir níu stiga sigur, 88-97, í Icelandic Glacial hölllinni. 20. janúar 2023 00:22 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
„Lykillinn var að vera á pari við þeirra einbeitingu og ákefð sem við vorum helvíti langt frá í fyrri hálfleik,“ sagði Mate. „Ég sagði svo margt í hálfleik, mjög mikið af hvatningarorðum,“ sagði Mate sem vildi ekki nefna neitt sérstakt. „Ég er ánægðastur með að eiginlega allt sem við þurftum að laga eftir fyrri hálfleikinn náðist að laga strax í þriðja leikhluta. Með því fylgdu mjög mikil gæði, við opnuðum þá ítrekað með auðveldum fléttum. Við tókum miklu fleiri góðar ákvarðanir heldur en rangar.“ Mate var ánægður að margir komu með eitthvað að borðinu þó að þeir hafi ekki allir skorað stig í leiknum. Hann nefndi sérstaklega Breka Gylfason sem átti mun betri seinni hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik. Hann var spurður hvort hann hafði áhyggjur af því að vörðu skot heimamanna, sem voru alls sex í leiknum, myndu fara í hausinn á sínum mönnum. „Ég hafði áhyggjur af því þangað til Hilmar fór og sturtaði einum alvöru í traffík.“ Mate á þar við hörkutroðslu frá Hilmari Smára Henningssyni í seinni hálfleiknum. Daníel Ágúst Halldórsson var að spila sinn fyrsta leik fyrir Hauka eftir að hafa komið frá Þórsurum á dögunum. „Danni spilaði miklu meira út af meiðslum hjá Róberti. Einhvern tímann kallaði einhver kerfi sem hann kunni ekki og menn voru eitthvað að garga á hann. Það er mjög erfitt að spila leik þar sem andstæðingurinn verður að ná sigri og þú ert búinn að æfa tvisvar sinnum með liðinu. Mér fannst hann spila í góðu „comfort-zone-i“ og lofar mjög góðu.“ Haukar eru í fjórða sæti deildarinnar með níu sigra eins og tvö lið fyrir ofan þá. Eru Haukar með eitthvað annað markmið en að ná heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar? „Eigum við ekki að byrja á því að halda okkur í topp fjórum og ná sigri gegn KR sem tók sigur í kvöld,“ sagði Mate að lokum.
Subway-deild karla Haukar Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 88-97 | Haukar höfðu betur í tilþrifamiklum leik í Þorlákshöfn Þórsarar tóku á móti Haukum í lokaleik 13. umferðar Subway-deildarinnar í kvöld og unnu gestirnir níu stiga sigur, 88-97, í Icelandic Glacial hölllinni. 20. janúar 2023 00:22 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 88-97 | Haukar höfðu betur í tilþrifamiklum leik í Þorlákshöfn Þórsarar tóku á móti Haukum í lokaleik 13. umferðar Subway-deildarinnar í kvöld og unnu gestirnir níu stiga sigur, 88-97, í Icelandic Glacial hölllinni. 20. janúar 2023 00:22
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn