Gunna Tryggva færir Selfyssingum veglega gjöf með skýrum skilyrðum Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 13:43 Verkið sem um ræðir heitir Kafarinn eftir myndlistarkonuna Gunnu Tryggva. Gunna Tryggva Myndlistarkonan Guðrún Arndís Tryggvadóttir hefur fært sveitarfélaginu Árborg málverkið Kafarann að gjöf og óskar þess að verkið verði sett upp á gangi sundlaugarbyggingar Sundhallar Selfoss. Bæjarráð Árborgar hefur ákveðið að þiggja gjöfina – sem sögð er „höfðingleg“ – og gangast við þeim skilyrðum sem Guðrún Arndís setur. Verkið muni sóma sér vel í Sundhöll Selfoss. Sagt er frá málinu í fundargerð bæjarráðs en fundað var í morgun. Þar kemur fram að bæjarráði hafi borist erindi frá Gunnu Tryggva í upphafi árs þar sem hún býður sveitarfélaginu verkið. Er þess óskað að verkið Kafarinn verði sett upp í gangi byggingar Sundhallarinnar sem snúi út að útilauginni og „fái lýsingu sem geri það betur sýnilegt í gegnum gluggarúðurnar“. Inngangur Sundhallar Selfoss. Vísir/Magnús Hlynur Verkið sem um ræðir er í raun eitt verk málað með olíu á tvo hörstriga sem hvor um sig er 150 sentimetrar á breidd og tveir metrar á hæð. „Ef færa á verkið annað, af einhverri ástæðu, á einhverjum tímapunkti, áskilar höfundur/afkomendur rétt til að fá verkið til baka, gjöfinni verði rift enda sé ástæða gjafarinnar sú að sundlaugargestir fái notið þess við heimsókn í laugina. Myndlistarkonan Gunna Tryggva.Facebook Höfundur óskar ennfremur eftir að á veggnum nálægt verkinu verði merking sem segi frá höfundi, titli og að um gjöf sé að ræða. Höfundur mun gjarnan hanna slíka merkingu,“ segir í erindi myndlistarkonuna. Í bókun bæjarráð kemur fram að Gunnu sé þakkað fyrir höfðinglega gjöf sem muni sóma sér vel í Sundhöll Selfoss. „Bæjarráð gengst að skilmálum gjafagerningsins með þeim fyrirvara að sveitarfélagið getur ekki ábyrgst verkið í almenningsrými í sundlauginni, þ.e. tryggt það sérstaklega fyrir skemmdum.“ Myndlist Árborg Sundlaugar Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sagt er frá málinu í fundargerð bæjarráðs en fundað var í morgun. Þar kemur fram að bæjarráði hafi borist erindi frá Gunnu Tryggva í upphafi árs þar sem hún býður sveitarfélaginu verkið. Er þess óskað að verkið Kafarinn verði sett upp í gangi byggingar Sundhallarinnar sem snúi út að útilauginni og „fái lýsingu sem geri það betur sýnilegt í gegnum gluggarúðurnar“. Inngangur Sundhallar Selfoss. Vísir/Magnús Hlynur Verkið sem um ræðir er í raun eitt verk málað með olíu á tvo hörstriga sem hvor um sig er 150 sentimetrar á breidd og tveir metrar á hæð. „Ef færa á verkið annað, af einhverri ástæðu, á einhverjum tímapunkti, áskilar höfundur/afkomendur rétt til að fá verkið til baka, gjöfinni verði rift enda sé ástæða gjafarinnar sú að sundlaugargestir fái notið þess við heimsókn í laugina. Myndlistarkonan Gunna Tryggva.Facebook Höfundur óskar ennfremur eftir að á veggnum nálægt verkinu verði merking sem segi frá höfundi, titli og að um gjöf sé að ræða. Höfundur mun gjarnan hanna slíka merkingu,“ segir í erindi myndlistarkonuna. Í bókun bæjarráð kemur fram að Gunnu sé þakkað fyrir höfðinglega gjöf sem muni sóma sér vel í Sundhöll Selfoss. „Bæjarráð gengst að skilmálum gjafagerningsins með þeim fyrirvara að sveitarfélagið getur ekki ábyrgst verkið í almenningsrými í sundlauginni, þ.e. tryggt það sérstaklega fyrir skemmdum.“
Myndlist Árborg Sundlaugar Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira