Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 112-109 | Lífsnauðsynlegur sigur heimamanna Kári Mímisson skrifar 19. janúar 2023 23:26 KR-ingar unnu afar mikilvægan sigur í kvöld. vísir/bára KR marði sigur á Breiðablik 112-109 í Frostaskjólinu í Subway-deild karla í körfubolta. Þetta var aðeins annars sigur KR í vetur sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. Þetta var fyrsti leikur KR án EC Matthews sem hefur yfirgefið liðið. Í stað hans hefur KR sótt leikstjórnandan Antonio Williams sem lék með liðinu í fyrsta sinn nú í kvöld. Antonio átti fínan leik skoraði 18 stig og var með þrjár stoðsendingar þar að auki. Finninn Aapeli Alanen var svo mættur aftur í liðið eftir að hafa misst af leiknum gegn Grindavík 6. janúar. Blikar sem ekki höfðu sigrað í síðustu þremur leikjum byrjuðu leikinn betur og gerðu fyrstu 9 stigin. KR náði að snúa þessu við og hafði yfirhöndina 28-26 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta var hraðinn orðinn mikill og alltaf þegar maður hélt að KR ætlaði að stinga af þá klóraði Breiðablik í bakkan. Staðan í hálfleik 60-58 fyrir KR í frábærum leik. Þessar tölur héldu sér svo nokkuð óbreyttar alveg þar til lokaflautið gall. KR alltaf með yfirhöndina en Blikar aldrei langt á undan. Loka sekúndurnar voru svo æsispennandi. Þegar 50 sekúndur voru eftir af leiknum var KR 9 stigum yfir. Þeir fóru hins vegar illa að ráði sínu og þegar 10 sekúndur voru eftir var munurinn bara þrjú stig og Blikar með boltan. Jeremy Smith tók lokaskotið en það fór ekki niður og þétt setin KR-stúkan fagnaði sigrinum sæta vel og innilega. 112-109 voru lokatölurnar. Afhverju vann KR? Við fengum að sjá eitthvað annað KR-lið hér í kvöld en við höfum fengið að sjá í vetur. Andinn í liðinu virðist vera mun betri og liðið var vel stutt í kvöld úr stúkunni. Liðsheild virðist vera að myndast. Hverjir sköruðu fram úr? Hin ungi Lars Erik Bragason átti frábæran leik og skoraði 14 stig ásamt því að taka 11 fráköst og fyrirliðinn Veigar Áki Hlynsson átti einnig frábæran leik og setti niður 19 stig. Sjálfsagt munu flestir KR-ingar fagni því að sjá þessa tvö bera af. Alvöru KR hjarta. Hvað gekk illa? Fyrst og fremst varnarleikur Blika. Þetta var fjórða tap Blika í röð og sá þriðji í röð þar sem andstæðingarnir skora yfir 100 stig. Lið KR leit oft óþarflega vel út í sókninni, eitthvað sem við höfum ekki beint fengið að sjá í vetur. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga næst leik 27. janúar. KR fer á Ásvelli og mætir Haukum á meðan Breiðablik fær Íslands- og bikarmeistara Vals í heimsók. KR er áfram á bottninum en það virðist vera trú fyrir því í vesturbænum að liðið nái að bjarga sér. Blikar sigla lignan sjó í 6. sætinu. Eftir frábæra byrjun er ekki hægt að segja annað en að það sé bras á liðinu. Kom smá hik í okkur Helgi Már Magnússon, þjálfari KR.Hulda Margrét „Ég er ákaflega fegin að hafa náð að klára þetta því það kom smá hik í okkur þarna í lokin sem er kannski eðlilegt hjá liði sem er í þeirri stöðu sem við erum í,“ segir Helgi Már þjálfari KR-ing strax eftir leik. Þegar Helgi er spurður um framistöðu nýja leikstjórnandans síns Antonio Williams var hann að vonum sáttur en reiknar ekki með að Matthías Orri Sigurðarson spili meira með liðinu í vetur. „Hann er flottur og ég held að hann eigi bara eftir að verða betri. Hann fékk tvær villur hérna fljótt og komst í smá vesen en annars bara frábær“. „Það kæmi mér á óvart, getum sagt það“, þegar hann er spurður að því hvort hann reikni með að Matthías spili meira. „Hann er byrjaður í námi og í fullri vinnu en var til í að hjálpa okkur þarna á meðan hann gat.“ „Lars var bara frábær, nýorðinn 17 ára og átti bara risa leik og þá er ég ekki bara að tala um einhverjar körfur heldur fráköstin og skynsemina þegar hann hendir honum þarna út undir lokin. Þetta eru bara ekki hlutir sem eru sjálfgefnir og líka varnarlega var hann bara klár.“ Þá var Helgi virkilega ánægður með stuðningsmenn liðsins. „Þetta eru alvöru stuðningsmenn og þeir þjappa sér saman í mótlætinu sem við erum búnir að vera í. Við þurfum á þessum stuðningi að halda það eru alvöru verkefni framundan og nú eru það bara Haukarnir næst.“ Hefði ég líklega ekki tekið þeirri stöðu sem við erum í Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks.Hulda Margrét Hvað þykir Pétri um stöðuna á liðinu og er hann sáttur við uppskeruna? „Fyrir tímabilið hefði ég líklega ekki tekið þessu. Við vorum að spila vel og allt gekk upp hjá okkur en ef við myndum taka peninga eydda í deildinn værum við örugglega ekki búnir að vinna neinn leik. Ég held að við séum búnir að fá ágætlega úr þessu en við erum í bölvuðu basli núna og það er kanski aðal málið. Við gætum tapað næst og þá er þetta orðið ansi slæmt.“ Subway-deild karla KR Breiðablik
KR marði sigur á Breiðablik 112-109 í Frostaskjólinu í Subway-deild karla í körfubolta. Þetta var aðeins annars sigur KR í vetur sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. Þetta var fyrsti leikur KR án EC Matthews sem hefur yfirgefið liðið. Í stað hans hefur KR sótt leikstjórnandan Antonio Williams sem lék með liðinu í fyrsta sinn nú í kvöld. Antonio átti fínan leik skoraði 18 stig og var með þrjár stoðsendingar þar að auki. Finninn Aapeli Alanen var svo mættur aftur í liðið eftir að hafa misst af leiknum gegn Grindavík 6. janúar. Blikar sem ekki höfðu sigrað í síðustu þremur leikjum byrjuðu leikinn betur og gerðu fyrstu 9 stigin. KR náði að snúa þessu við og hafði yfirhöndina 28-26 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta var hraðinn orðinn mikill og alltaf þegar maður hélt að KR ætlaði að stinga af þá klóraði Breiðablik í bakkan. Staðan í hálfleik 60-58 fyrir KR í frábærum leik. Þessar tölur héldu sér svo nokkuð óbreyttar alveg þar til lokaflautið gall. KR alltaf með yfirhöndina en Blikar aldrei langt á undan. Loka sekúndurnar voru svo æsispennandi. Þegar 50 sekúndur voru eftir af leiknum var KR 9 stigum yfir. Þeir fóru hins vegar illa að ráði sínu og þegar 10 sekúndur voru eftir var munurinn bara þrjú stig og Blikar með boltan. Jeremy Smith tók lokaskotið en það fór ekki niður og þétt setin KR-stúkan fagnaði sigrinum sæta vel og innilega. 112-109 voru lokatölurnar. Afhverju vann KR? Við fengum að sjá eitthvað annað KR-lið hér í kvöld en við höfum fengið að sjá í vetur. Andinn í liðinu virðist vera mun betri og liðið var vel stutt í kvöld úr stúkunni. Liðsheild virðist vera að myndast. Hverjir sköruðu fram úr? Hin ungi Lars Erik Bragason átti frábæran leik og skoraði 14 stig ásamt því að taka 11 fráköst og fyrirliðinn Veigar Áki Hlynsson átti einnig frábæran leik og setti niður 19 stig. Sjálfsagt munu flestir KR-ingar fagni því að sjá þessa tvö bera af. Alvöru KR hjarta. Hvað gekk illa? Fyrst og fremst varnarleikur Blika. Þetta var fjórða tap Blika í röð og sá þriðji í röð þar sem andstæðingarnir skora yfir 100 stig. Lið KR leit oft óþarflega vel út í sókninni, eitthvað sem við höfum ekki beint fengið að sjá í vetur. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga næst leik 27. janúar. KR fer á Ásvelli og mætir Haukum á meðan Breiðablik fær Íslands- og bikarmeistara Vals í heimsók. KR er áfram á bottninum en það virðist vera trú fyrir því í vesturbænum að liðið nái að bjarga sér. Blikar sigla lignan sjó í 6. sætinu. Eftir frábæra byrjun er ekki hægt að segja annað en að það sé bras á liðinu. Kom smá hik í okkur Helgi Már Magnússon, þjálfari KR.Hulda Margrét „Ég er ákaflega fegin að hafa náð að klára þetta því það kom smá hik í okkur þarna í lokin sem er kannski eðlilegt hjá liði sem er í þeirri stöðu sem við erum í,“ segir Helgi Már þjálfari KR-ing strax eftir leik. Þegar Helgi er spurður um framistöðu nýja leikstjórnandans síns Antonio Williams var hann að vonum sáttur en reiknar ekki með að Matthías Orri Sigurðarson spili meira með liðinu í vetur. „Hann er flottur og ég held að hann eigi bara eftir að verða betri. Hann fékk tvær villur hérna fljótt og komst í smá vesen en annars bara frábær“. „Það kæmi mér á óvart, getum sagt það“, þegar hann er spurður að því hvort hann reikni með að Matthías spili meira. „Hann er byrjaður í námi og í fullri vinnu en var til í að hjálpa okkur þarna á meðan hann gat.“ „Lars var bara frábær, nýorðinn 17 ára og átti bara risa leik og þá er ég ekki bara að tala um einhverjar körfur heldur fráköstin og skynsemina þegar hann hendir honum þarna út undir lokin. Þetta eru bara ekki hlutir sem eru sjálfgefnir og líka varnarlega var hann bara klár.“ Þá var Helgi virkilega ánægður með stuðningsmenn liðsins. „Þetta eru alvöru stuðningsmenn og þeir þjappa sér saman í mótlætinu sem við erum búnir að vera í. Við þurfum á þessum stuðningi að halda það eru alvöru verkefni framundan og nú eru það bara Haukarnir næst.“ Hefði ég líklega ekki tekið þeirri stöðu sem við erum í Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks.Hulda Margrét Hvað þykir Pétri um stöðuna á liðinu og er hann sáttur við uppskeruna? „Fyrir tímabilið hefði ég líklega ekki tekið þessu. Við vorum að spila vel og allt gekk upp hjá okkur en ef við myndum taka peninga eydda í deildinn værum við örugglega ekki búnir að vinna neinn leik. Ég held að við séum búnir að fá ágætlega úr þessu en við erum í bölvuðu basli núna og það er kanski aðal málið. Við gætum tapað næst og þá er þetta orðið ansi slæmt.“