Formaður SÁÁ: „Þetta var rosalegt högg fyrir starfsfólkið okkar“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. janúar 2023 11:43 Anna Hildur Guðmundsson er formaður SÁÁ. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókna á starfsháttum SÁÁ og meintum tilhæfulausum reikningum. Formaður SÁÁ segir Sjúkratryggingar Íslands hafa vegið með grófum hætti að trúverðugleika samtakanna gerir alvarlega athugasemd við framgöngu stofnunarinnar. Eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands hefur það hlutverk að fylgjast með starfsemi þeirra sem eru með þjónustusamning við sjúkratryggingar og fá þaðan greiðslur, líkt og SÁÁ. Þar var hafin nokkuð víðtæk skoðun á samtökunum, meintum tilhæfulausum reikningum þeirra vegna fjarviðtala í faraldrinum og starfsemi göngudeilda. Málið rataði inn á borð þriggja embætta og því hefur nú verið lokað á öllum vígstöðvum. „SÍ gerir athugasemdir við áætluð brot á lögum um persónuvernd og SÍ vísar þeim ábendingum frá. Síðan gerir SÍ athugasemdir við færslur í sjúkraskrár en embætti Landlæknis telur sýringar SÁÁ fullnægjandi og ekki tilefni til að aðhafast frekar. Síðan er það kæra SÍ til saksóknara um auðgunarbrot og fjársvik, sem héraðssaksóknari hættir rannsókn á eftir yfirferð á gögnum, segir Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ. Hafnar ásökunum um tilhæfulausa reikninga Héraðssaksóknari staðfestir að rannsókn á málinu hafi verið hætt. Kærufrestur á þeirri ákvörðun liðinn og sjúkratryggingar nýttu ekki kæruheimild. Eftir stendur þó endurgreiðslukrafa Sjúkratrygginga á hendur SÁÁ vegna umræddra fjarviðtala upp á 36 milljónir króna. Anna Hildur segir viðræður um það standa yfir. „Það er þessi fjarþjónusta sem málið snýst um, sem ekki var samningur um, og við erum bara í samningaviðræðum um hvernig við göngum frá því máli.“ Hún hafnar ásökunum Sjúkratrygginga um að reikningar fyrir þessum viðtölum hafi verið tilhæfulausir, en stofnunin hefur meðal annars haldið því fram að þau hafi verið mun styttri en skráð var og jafnvel stutt símtöl á frumkvæði ráðgjafa. „Við veittum þessa þjónustu svo sannarlega. Þetta snýst um að það hafi ekki verið samningur um þau. En við vorum líkt og allir aðrir að bregðast við faraldrinum og veita þjónustu.“ Hafnar því að Sjúkratryggingar hafi gengið hart fram Anna gerir alvarlega athugasemd við framgöngu Sjúkratrygginga. „Það var rosalegt högg fyrir starfsfólkið okkar að sitja undir því að þau hafi verið að gera eitthvað rangt. Eins líka bara vont fyrir samtökin að þjóðin haldi það að við höfum verið að standa í einhverju misferli,“ segir Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ. Ingibjörg K. Þorsteinsdóttir starfandi forstjóri Sjúkratrygginga hafnar því í samtali við fréttastofu að stofnunin hafi gengið of harkalega fram. Hún segir stofnuninni bera skylda til þess að hafa eftirlit með samningum. Sjúkratryggingar hafi talið sér skylt að fara áfram með málið innan stjórnkerfisins. Kæruheimild á ákvörðun héraðssaksóknara hafi ekki verið nýtt þar sem það sé ekkert sérstakt hagsmunamál fyrir Sjúkratryggingar að rannsóknin fari lengra. Tilkynningu SÁÁ vegna málsins má sjá að neðan. Fréttatilkynning vegna niðurstöðu eftirlitsmáls SÍ gegn SÁÁ Um mitt ár 2021 barst SÁÁ bréf frá eftirlitsdeild SÍ þar sem boðaðar voru endurkröfur á hendur okkar vegna tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu og þjónustumagni, vegna þjónustu sem veitt var á meðferðarsviði SÁÁ á Covid tímum 2020-2021. Eftirfarandi stofnanir fengu, að auki, málið til umfjöllunar að frumkvæði SÍ: a) Persónuvernd vegna ætlaðra brota á lögum um persónuvernd. b)Embætti landlæknis vegna lögmætis færslna í sjúkraskrá og ætlaðra brota gegn lögum um sjúkraskrá, ætlaðra brota gegn 21.og 23.grein laga um heilbrigðisstarfsmenn og ætlaðra brota gegn fyrirmælum um notkun gæðavísa. Eftirlitsdeild SÍ vísaði sérstaklega til Embættis landlæknis ábendingum um ætluð brot í þjónustu ungmennadeildar á sjúkrahúsinu Vogi. c)Héraðssaksóknari í formi kæru frá SÍ vegna auðgunarbrota og fjársvika. Umfjöllun þessara stofnana lauk með eftirfarandi hætti: a) Persónuvernd vísaði ábendingu SÍ frá. b) Embætti landlæknis stofnaði eftirlitsmál vegna færslna í sjúkraskrá og ætlaðra brota gegn laga um heilbrigðisstarfsmenn sem lauk með bréfi dags. 27.september 2022 þar embættið fellst á skýringar SÁÁ og telur ekki tilefni til að aðhafast frekar. Embættis landlæknis framkvæmdi jafnframt úttekt á starfsemi Ungmennadeildar á sjúkrahúsinu Vogi. Niðurstöðu hennar má finna hér: Uttektarskýrsla embættis landlæknis_ ungmennadeild á Vogi_des2022.pdf (landlaeknir.is) Embætti landlæknis telur skýringar SÁÁ fullnægjandi og því ekki tilefni til að aðhafast frekar c) Kæra SÍ til Héraðssaksóknara vegna auðgunarbrota kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 248 gr.laga um fjársvik og 4.gr laga um sjúkraskrár var tekin til rannsókna en hætt að lokinni yfirferð á gögnum málsins. Hér var hátt reitt til höggs gegn SÁÁ, óhagnaðardrifnum almannaheillasamtökum sem veitti heilbrigðisþjónustu til handa viðkvæmum hópi, í miðjum heimsfaraldri. Bréfið sem Sjúkratryggingar Íslands sendu forsvarsmönnum SÁÁ og var birt í fjölmiðlum er uppfullt af ásökunum, rangfærslum og rógi og málsmeðferðin öll hefur vegið gróflega að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna og starfsemi SÁÁ. Við fögnum þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir eftir skoðun annarra opinberra aðila en þeirra sem framkvæmdu þá “rannsókn” sem málið grundvallaðist á. Eftir stendur sú spurning hvað opinberri, valdamikilli stofnun eins og Sjúkratryggingum Íslands gekk til, hvers vegna málsmeðferðin var ekki vandaðri en raun ber vitni, hvers vegna skýringar og gögn SÁÁ, sem hafa verið þau sömu frá upphafi, voru ekki teknar til greina og hvers vegna ágreiningur um framkvæmd nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu í heimsfaraldri þar sem framlag ríkísins er föst upphæð á ári var ekki leyst með hagsmuni þeirra sem þurftu þjónustuna í fyrirrúmi? Efstaleiti, 19. janúar 2023 Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ SÁÁ Lögreglumál Sjúkratryggingar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands hefur það hlutverk að fylgjast með starfsemi þeirra sem eru með þjónustusamning við sjúkratryggingar og fá þaðan greiðslur, líkt og SÁÁ. Þar var hafin nokkuð víðtæk skoðun á samtökunum, meintum tilhæfulausum reikningum þeirra vegna fjarviðtala í faraldrinum og starfsemi göngudeilda. Málið rataði inn á borð þriggja embætta og því hefur nú verið lokað á öllum vígstöðvum. „SÍ gerir athugasemdir við áætluð brot á lögum um persónuvernd og SÍ vísar þeim ábendingum frá. Síðan gerir SÍ athugasemdir við færslur í sjúkraskrár en embætti Landlæknis telur sýringar SÁÁ fullnægjandi og ekki tilefni til að aðhafast frekar. Síðan er það kæra SÍ til saksóknara um auðgunarbrot og fjársvik, sem héraðssaksóknari hættir rannsókn á eftir yfirferð á gögnum, segir Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ. Hafnar ásökunum um tilhæfulausa reikninga Héraðssaksóknari staðfestir að rannsókn á málinu hafi verið hætt. Kærufrestur á þeirri ákvörðun liðinn og sjúkratryggingar nýttu ekki kæruheimild. Eftir stendur þó endurgreiðslukrafa Sjúkratrygginga á hendur SÁÁ vegna umræddra fjarviðtala upp á 36 milljónir króna. Anna Hildur segir viðræður um það standa yfir. „Það er þessi fjarþjónusta sem málið snýst um, sem ekki var samningur um, og við erum bara í samningaviðræðum um hvernig við göngum frá því máli.“ Hún hafnar ásökunum Sjúkratrygginga um að reikningar fyrir þessum viðtölum hafi verið tilhæfulausir, en stofnunin hefur meðal annars haldið því fram að þau hafi verið mun styttri en skráð var og jafnvel stutt símtöl á frumkvæði ráðgjafa. „Við veittum þessa þjónustu svo sannarlega. Þetta snýst um að það hafi ekki verið samningur um þau. En við vorum líkt og allir aðrir að bregðast við faraldrinum og veita þjónustu.“ Hafnar því að Sjúkratryggingar hafi gengið hart fram Anna gerir alvarlega athugasemd við framgöngu Sjúkratrygginga. „Það var rosalegt högg fyrir starfsfólkið okkar að sitja undir því að þau hafi verið að gera eitthvað rangt. Eins líka bara vont fyrir samtökin að þjóðin haldi það að við höfum verið að standa í einhverju misferli,“ segir Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ. Ingibjörg K. Þorsteinsdóttir starfandi forstjóri Sjúkratrygginga hafnar því í samtali við fréttastofu að stofnunin hafi gengið of harkalega fram. Hún segir stofnuninni bera skylda til þess að hafa eftirlit með samningum. Sjúkratryggingar hafi talið sér skylt að fara áfram með málið innan stjórnkerfisins. Kæruheimild á ákvörðun héraðssaksóknara hafi ekki verið nýtt þar sem það sé ekkert sérstakt hagsmunamál fyrir Sjúkratryggingar að rannsóknin fari lengra. Tilkynningu SÁÁ vegna málsins má sjá að neðan. Fréttatilkynning vegna niðurstöðu eftirlitsmáls SÍ gegn SÁÁ Um mitt ár 2021 barst SÁÁ bréf frá eftirlitsdeild SÍ þar sem boðaðar voru endurkröfur á hendur okkar vegna tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu og þjónustumagni, vegna þjónustu sem veitt var á meðferðarsviði SÁÁ á Covid tímum 2020-2021. Eftirfarandi stofnanir fengu, að auki, málið til umfjöllunar að frumkvæði SÍ: a) Persónuvernd vegna ætlaðra brota á lögum um persónuvernd. b)Embætti landlæknis vegna lögmætis færslna í sjúkraskrá og ætlaðra brota gegn lögum um sjúkraskrá, ætlaðra brota gegn 21.og 23.grein laga um heilbrigðisstarfsmenn og ætlaðra brota gegn fyrirmælum um notkun gæðavísa. Eftirlitsdeild SÍ vísaði sérstaklega til Embættis landlæknis ábendingum um ætluð brot í þjónustu ungmennadeildar á sjúkrahúsinu Vogi. c)Héraðssaksóknari í formi kæru frá SÍ vegna auðgunarbrota og fjársvika. Umfjöllun þessara stofnana lauk með eftirfarandi hætti: a) Persónuvernd vísaði ábendingu SÍ frá. b) Embætti landlæknis stofnaði eftirlitsmál vegna færslna í sjúkraskrá og ætlaðra brota gegn laga um heilbrigðisstarfsmenn sem lauk með bréfi dags. 27.september 2022 þar embættið fellst á skýringar SÁÁ og telur ekki tilefni til að aðhafast frekar. Embættis landlæknis framkvæmdi jafnframt úttekt á starfsemi Ungmennadeildar á sjúkrahúsinu Vogi. Niðurstöðu hennar má finna hér: Uttektarskýrsla embættis landlæknis_ ungmennadeild á Vogi_des2022.pdf (landlaeknir.is) Embætti landlæknis telur skýringar SÁÁ fullnægjandi og því ekki tilefni til að aðhafast frekar c) Kæra SÍ til Héraðssaksóknara vegna auðgunarbrota kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 248 gr.laga um fjársvik og 4.gr laga um sjúkraskrár var tekin til rannsókna en hætt að lokinni yfirferð á gögnum málsins. Hér var hátt reitt til höggs gegn SÁÁ, óhagnaðardrifnum almannaheillasamtökum sem veitti heilbrigðisþjónustu til handa viðkvæmum hópi, í miðjum heimsfaraldri. Bréfið sem Sjúkratryggingar Íslands sendu forsvarsmönnum SÁÁ og var birt í fjölmiðlum er uppfullt af ásökunum, rangfærslum og rógi og málsmeðferðin öll hefur vegið gróflega að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna og starfsemi SÁÁ. Við fögnum þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir eftir skoðun annarra opinberra aðila en þeirra sem framkvæmdu þá “rannsókn” sem málið grundvallaðist á. Eftir stendur sú spurning hvað opinberri, valdamikilli stofnun eins og Sjúkratryggingum Íslands gekk til, hvers vegna málsmeðferðin var ekki vandaðri en raun ber vitni, hvers vegna skýringar og gögn SÁÁ, sem hafa verið þau sömu frá upphafi, voru ekki teknar til greina og hvers vegna ágreiningur um framkvæmd nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu í heimsfaraldri þar sem framlag ríkísins er föst upphæð á ári var ekki leyst með hagsmuni þeirra sem þurftu þjónustuna í fyrirrúmi? Efstaleiti, 19. janúar 2023 Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ
Fréttatilkynning vegna niðurstöðu eftirlitsmáls SÍ gegn SÁÁ Um mitt ár 2021 barst SÁÁ bréf frá eftirlitsdeild SÍ þar sem boðaðar voru endurkröfur á hendur okkar vegna tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu og þjónustumagni, vegna þjónustu sem veitt var á meðferðarsviði SÁÁ á Covid tímum 2020-2021. Eftirfarandi stofnanir fengu, að auki, málið til umfjöllunar að frumkvæði SÍ: a) Persónuvernd vegna ætlaðra brota á lögum um persónuvernd. b)Embætti landlæknis vegna lögmætis færslna í sjúkraskrá og ætlaðra brota gegn lögum um sjúkraskrá, ætlaðra brota gegn 21.og 23.grein laga um heilbrigðisstarfsmenn og ætlaðra brota gegn fyrirmælum um notkun gæðavísa. Eftirlitsdeild SÍ vísaði sérstaklega til Embættis landlæknis ábendingum um ætluð brot í þjónustu ungmennadeildar á sjúkrahúsinu Vogi. c)Héraðssaksóknari í formi kæru frá SÍ vegna auðgunarbrota og fjársvika. Umfjöllun þessara stofnana lauk með eftirfarandi hætti: a) Persónuvernd vísaði ábendingu SÍ frá. b) Embætti landlæknis stofnaði eftirlitsmál vegna færslna í sjúkraskrá og ætlaðra brota gegn laga um heilbrigðisstarfsmenn sem lauk með bréfi dags. 27.september 2022 þar embættið fellst á skýringar SÁÁ og telur ekki tilefni til að aðhafast frekar. Embættis landlæknis framkvæmdi jafnframt úttekt á starfsemi Ungmennadeildar á sjúkrahúsinu Vogi. Niðurstöðu hennar má finna hér: Uttektarskýrsla embættis landlæknis_ ungmennadeild á Vogi_des2022.pdf (landlaeknir.is) Embætti landlæknis telur skýringar SÁÁ fullnægjandi og því ekki tilefni til að aðhafast frekar c) Kæra SÍ til Héraðssaksóknara vegna auðgunarbrota kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 248 gr.laga um fjársvik og 4.gr laga um sjúkraskrár var tekin til rannsókna en hætt að lokinni yfirferð á gögnum málsins. Hér var hátt reitt til höggs gegn SÁÁ, óhagnaðardrifnum almannaheillasamtökum sem veitti heilbrigðisþjónustu til handa viðkvæmum hópi, í miðjum heimsfaraldri. Bréfið sem Sjúkratryggingar Íslands sendu forsvarsmönnum SÁÁ og var birt í fjölmiðlum er uppfullt af ásökunum, rangfærslum og rógi og málsmeðferðin öll hefur vegið gróflega að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna og starfsemi SÁÁ. Við fögnum þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir eftir skoðun annarra opinberra aðila en þeirra sem framkvæmdu þá “rannsókn” sem málið grundvallaðist á. Eftir stendur sú spurning hvað opinberri, valdamikilli stofnun eins og Sjúkratryggingum Íslands gekk til, hvers vegna málsmeðferðin var ekki vandaðri en raun ber vitni, hvers vegna skýringar og gögn SÁÁ, sem hafa verið þau sömu frá upphafi, voru ekki teknar til greina og hvers vegna ágreiningur um framkvæmd nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu í heimsfaraldri þar sem framlag ríkísins er föst upphæð á ári var ekki leyst með hagsmuni þeirra sem þurftu þjónustuna í fyrirrúmi? Efstaleiti, 19. janúar 2023 Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ
Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ SÁÁ Lögreglumál Sjúkratryggingar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira