Seinnipartinn má sjá fyrstu merki breytinga í veðurkerfinu Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 07:09 Búast má við talsverðu afrennsli vegna úrkomu og snjóbráðnunar og vexti í ám og lækjum á morgun. Vísir/Vilhelm Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, víðast fimm til þrettán metrum á sekúndu. Léttskýjað verður um sunnanvert landið en stöku él fyrir norðan fram eftir degi. Á vef Veðurstofunnar segir að víða verði talsvert frost, almennt þrjú til fimmtán stig. Seinnipartinn í dag megi svo sjá fyrstu merki breytinga í veðurkerfinu með vaxandi suðaustanátt. Mun þá þykkna upp með minnkandi frosti sunnan- og suðvestantil. „Það gengur svo í suðaustan hvassviðri eða storm með snjókomu eða slyddu í nótt og rigningu í fyrramálið, um tíma talsverðri eða mikilli úrkomu sunnan- og vestanlands. Úrkomuminna norðaustantil. Hlýnandi veður, hiti 5 til 10 stig síðdegis. Búast má við talsverðu afrennsli vegna úrkomu og snjóbráðnunar og vexti í ám og lækjum. Ísilagðar ár geta rutt sig og fólk er hvatt til að sýna aðgát vegna þess. Hyggilegt er að huga að niðurföllum til að vatn komist leiðar sinnar í fráveitukerfi og til að forðast vatnstjón. Flughálka mun líklega myndast á blautum klaka,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurstofan hefur gefið úr gular viðvaranir á öllu landinu vegna þeirrar asahláku og sem mun myndast og hvassvirði. Viðvaranirnar taka gildi fyrri partinn á morgun og eru í gildi í sumum landshlutum fram á laugardag. Spákort fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðaustan 15-23 m/s um morguninn með slyddu eða rigningu og hlýnandi veðri, en þurrt á Norðurlandi. Sunnan 10-18 eftir hádegi, talsverð rigning sunnan- og vestanlands og hiti 5 til 10 stig. Á laugardag: Sunnan 5-13 framan af degi og rigning, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Snýst í vaxandi suðvestanátt síðdegis með éljum og kólnar. Á sunnudag: Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og víða snjókoma eða él. Frost 0 til 4 stig. Frostlaust og slydda eða rigning um tíma á Suðausturlandi. Á mánudag: Stíf suðvestanátt og dálítil él, en bjartviðri um landið austanvert. Dregur úr vindi seinnipartinn. Frost 0 til 5 stig. Á þriðjudag: Gengur í austlæga eða breytilega átt og víða snjókoma en rigning eða slydda við suðurströndina og úrkomuminna norðanlands. Styttir upp vestantil um kvöldið. Hiti um eða undir frostmarki en allt að 6 stigum syðst á landinu. Á miðvikudag: Útlit fyrr minnkandi vestlæga átt. Víða léttskýjað en sums staðar dálítil él. Hiti í kringum frostmark. Veður Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar segir að víða verði talsvert frost, almennt þrjú til fimmtán stig. Seinnipartinn í dag megi svo sjá fyrstu merki breytinga í veðurkerfinu með vaxandi suðaustanátt. Mun þá þykkna upp með minnkandi frosti sunnan- og suðvestantil. „Það gengur svo í suðaustan hvassviðri eða storm með snjókomu eða slyddu í nótt og rigningu í fyrramálið, um tíma talsverðri eða mikilli úrkomu sunnan- og vestanlands. Úrkomuminna norðaustantil. Hlýnandi veður, hiti 5 til 10 stig síðdegis. Búast má við talsverðu afrennsli vegna úrkomu og snjóbráðnunar og vexti í ám og lækjum. Ísilagðar ár geta rutt sig og fólk er hvatt til að sýna aðgát vegna þess. Hyggilegt er að huga að niðurföllum til að vatn komist leiðar sinnar í fráveitukerfi og til að forðast vatnstjón. Flughálka mun líklega myndast á blautum klaka,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurstofan hefur gefið úr gular viðvaranir á öllu landinu vegna þeirrar asahláku og sem mun myndast og hvassvirði. Viðvaranirnar taka gildi fyrri partinn á morgun og eru í gildi í sumum landshlutum fram á laugardag. Spákort fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðaustan 15-23 m/s um morguninn með slyddu eða rigningu og hlýnandi veðri, en þurrt á Norðurlandi. Sunnan 10-18 eftir hádegi, talsverð rigning sunnan- og vestanlands og hiti 5 til 10 stig. Á laugardag: Sunnan 5-13 framan af degi og rigning, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Snýst í vaxandi suðvestanátt síðdegis með éljum og kólnar. Á sunnudag: Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og víða snjókoma eða él. Frost 0 til 4 stig. Frostlaust og slydda eða rigning um tíma á Suðausturlandi. Á mánudag: Stíf suðvestanátt og dálítil él, en bjartviðri um landið austanvert. Dregur úr vindi seinnipartinn. Frost 0 til 5 stig. Á þriðjudag: Gengur í austlæga eða breytilega átt og víða snjókoma en rigning eða slydda við suðurströndina og úrkomuminna norðanlands. Styttir upp vestantil um kvöldið. Hiti um eða undir frostmarki en allt að 6 stigum syðst á landinu. Á miðvikudag: Útlit fyrr minnkandi vestlæga átt. Víða léttskýjað en sums staðar dálítil él. Hiti í kringum frostmark.
Veður Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Sjá meira