Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Bjarki Sigurðsson skrifar 18. janúar 2023 21:53 George Santos við þingsetningu í byrjun árs. EPA/Jim Lo Scalzo Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. Þingmaður Repúblikana í Bandaríkjunum, George Santos, hefur ítrekað gerst sekur um lygar, bæði í kringum framboð sitt til þingsins og fyrir þann tíma. Meðal þess sem hann hefur gert er að þykjast vera af öðrum uppruna en hann er og ljúga til um dauða móður sinnar. Í dag birti New York Times grein sem ýtir undir kenningar um siðleysi og lygasýki Santos. Þar er hann sagður hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund til að græða þrjú þúsund dollara, rúmlega 420 þúsund krónur. New York Times ræðir við fyrrverandi hermanninn Richard Osthoff. Hann var heimilislaus og bjó í tjaldi í New Jersey árið 2016 þegar æxli fannst í maga þjónustuhunds hans. Hann átti ekki efni á aðgerð en starfsmaður á dýraspítala mældi með því að hann hefði samband við mann að nafni Anthony Devolder sem rak góðgerðasamtök fyrir dýr. Hann gæti mögulega aðstoðað hann. Anthony Devolder er þó ekki til, heldur er það eitt af dulnefnum Santos. Þá voru samtökin sem hann var sagður reka, Friends of Pets United, ekki heldur til. Í gegnum þessi samtök sem hann þóttist hafa stofnað bjó hann til styrktarsíðu hjá GoFundMe. Í gegnum síðuna söfnuðust þrjú þúsund dollarar. Þegar Osthoff reyndi að hafa samband við samtökin til að fá peninginn fékk hann engin svör. Styrktarsíðunni var eytt og hætti Santos að svara honum. Aldrei fékk Osthoff peninginn og hundurinn lést nokkrum mánuðum síðar. Santos hefur neitað ásökununum en talsmaður GoFundMe staðfestir að söfnunin hafi átt sér stað og tengist Santos. „Þegar okkur var tilkynnt um þessa söfnun árið 2016 reyndi teymi á okkar vegum að fá sönnun fyrir því að fjármunirnir hafi skilað sér frá skipuleggjandanum. Skipuleggjandinn svaraði ekki sem olli því að söfnuninni var eytt og netfangið tengt aðganginum var bannað af vefsíðu okkar,“ segir í yfirlýsingu sem GoFundMe sendi frá sér vegna málsins. Fjölmargir þingmenn hafa krafist þess að Santos segi af sér vegna allra lyganna sem hann er sakaður um en hann ætlar sér ekki neitt. Í gær fékk hann sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildar þingsins sem þykir til marks um að leiðtogar Repúblikanaflokksins ætli ekki að taka mál hans hörðum tökum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Krefjast afsagnar lygarans á þingi Leiðtogar Repúblikanaflokksins í New York-ríki kölluðu í dag eftir því að George Santos, nýkjörinn þingmaður úr ríkinu segi af sér. Það eigi hann að gera vegna umfangsmikilla lyga hans í kosningabaráttunni. Santos segist hins vegar ætla að sitja sem fastast. 11. janúar 2023 22:32 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Þingmaður Repúblikana í Bandaríkjunum, George Santos, hefur ítrekað gerst sekur um lygar, bæði í kringum framboð sitt til þingsins og fyrir þann tíma. Meðal þess sem hann hefur gert er að þykjast vera af öðrum uppruna en hann er og ljúga til um dauða móður sinnar. Í dag birti New York Times grein sem ýtir undir kenningar um siðleysi og lygasýki Santos. Þar er hann sagður hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund til að græða þrjú þúsund dollara, rúmlega 420 þúsund krónur. New York Times ræðir við fyrrverandi hermanninn Richard Osthoff. Hann var heimilislaus og bjó í tjaldi í New Jersey árið 2016 þegar æxli fannst í maga þjónustuhunds hans. Hann átti ekki efni á aðgerð en starfsmaður á dýraspítala mældi með því að hann hefði samband við mann að nafni Anthony Devolder sem rak góðgerðasamtök fyrir dýr. Hann gæti mögulega aðstoðað hann. Anthony Devolder er þó ekki til, heldur er það eitt af dulnefnum Santos. Þá voru samtökin sem hann var sagður reka, Friends of Pets United, ekki heldur til. Í gegnum þessi samtök sem hann þóttist hafa stofnað bjó hann til styrktarsíðu hjá GoFundMe. Í gegnum síðuna söfnuðust þrjú þúsund dollarar. Þegar Osthoff reyndi að hafa samband við samtökin til að fá peninginn fékk hann engin svör. Styrktarsíðunni var eytt og hætti Santos að svara honum. Aldrei fékk Osthoff peninginn og hundurinn lést nokkrum mánuðum síðar. Santos hefur neitað ásökununum en talsmaður GoFundMe staðfestir að söfnunin hafi átt sér stað og tengist Santos. „Þegar okkur var tilkynnt um þessa söfnun árið 2016 reyndi teymi á okkar vegum að fá sönnun fyrir því að fjármunirnir hafi skilað sér frá skipuleggjandanum. Skipuleggjandinn svaraði ekki sem olli því að söfnuninni var eytt og netfangið tengt aðganginum var bannað af vefsíðu okkar,“ segir í yfirlýsingu sem GoFundMe sendi frá sér vegna málsins. Fjölmargir þingmenn hafa krafist þess að Santos segi af sér vegna allra lyganna sem hann er sakaður um en hann ætlar sér ekki neitt. Í gær fékk hann sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildar þingsins sem þykir til marks um að leiðtogar Repúblikanaflokksins ætli ekki að taka mál hans hörðum tökum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Krefjast afsagnar lygarans á þingi Leiðtogar Repúblikanaflokksins í New York-ríki kölluðu í dag eftir því að George Santos, nýkjörinn þingmaður úr ríkinu segi af sér. Það eigi hann að gera vegna umfangsmikilla lyga hans í kosningabaráttunni. Santos segist hins vegar ætla að sitja sem fastast. 11. janúar 2023 22:32 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Krefjast afsagnar lygarans á þingi Leiðtogar Repúblikanaflokksins í New York-ríki kölluðu í dag eftir því að George Santos, nýkjörinn þingmaður úr ríkinu segi af sér. Það eigi hann að gera vegna umfangsmikilla lyga hans í kosningabaráttunni. Santos segist hins vegar ætla að sitja sem fastast. 11. janúar 2023 22:32