Veður

Asa­hláka, flug­hálka og stormur frá föstu­degi til laugar­dags

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Gular viðvaranir eru í gildi á landinu öllu frá föstudegi fram á laugardag.
Gular viðvaranir eru í gildi á landinu öllu frá föstudegi fram á laugardag. Vísir/Vilhelm

Asahláku er spáð um allt land á föstudaginn næstkomandi. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna þessa sem gilda frá föstudagsmorgni og fram á laugardag.

Þá varar veðurstofan við vexti í ám og lækjum vegna hlákunnar og minnir á mikilvægi þess að huga að niðurföllum svo vatn komist leiðar sinnar og valdi ekki tjóni.

Einnig sé myndun flughálku á blautum klaka líkleg.

Ásamt hálku og bráðnun er varað við suðaustan hvassviðri og stormi víða á landinu.

Fylgjast má með viðvörunum og veðri með því að smella hér.

Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×