Veður

Bjart og kalt á sunnan- og vestan­verðu landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Reikna má með frosti, tvö til fimmtán stig, á landinu í dag.
Reikna má með frosti, tvö til fimmtán stig, á landinu í dag. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir svipuðu veðri og verið hefur bæði í dag og á morgun. Bjart og kalt verður á sunnan- og vestanverðu landinu en él á stangli annars staðar.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði frost í dag, tvö til fimmtán stig, þar sem kaldast verður inn til landsins.

„Annað kvöld nálgast úrkomubakki úr vestri. Líklega snjóar úr honum í fyrstu en á föstudag verður hvöss suðaustanátt og sums staðar talsverð rigning og einnig hlýnar allhratt.

Mikilvægt er að opna leið fyrir vatn að komast burt í niðurföll en það getur verið snúið eftir lengri frostakafla og því vissara að geyma það ekki of lengi.“

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og skýjað, en dálítil él úti við sjávarsíðuna. Fer að snjóa á vestanverðu landinu seint um kvöldið. Frost 0 til 14 stig, kaldast norðaustantil.

Á föstudag: Gengur í sunnan og suðaustan 13-18 m/s með slyddu og síðar rigningu, en þurrviðri norðaustanlands framan af degi. Hlýnar í bili.

Á laugardag: Allhvöss suðvestanátt með éljagangi vestantil og kólnar í veðri, en rigning syðst framan af degi.

Á sunnudag: Ákveðin suðvestanátt með éljagangi, en bjartviðri eystra. Frost 0 til 5 stig.

Á mánudag og þriðjudag: Útlit áframhaldandi suðvestlæga átt með éljum um vestanvert landið, en yfirleitt þurrt annars staðar. Vægt frost, en sums staðar frostlaust við ströndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×