Þetta sýna nýjar tölur kínversku hagstofunnar sem Guardian fjallar um. Nú er því hafið tímabil í Kína þar sem þjóðinni mun fækka heilmikið samkvæmt spám þótt yfirvöld geri nú allt til að snúa þeirri þróun við.
Síðustu ár hafa ráðamenn í Kína reynt að fá Kínverja til að eignast fleiri börn, eftir áralanga stefnu þar sem aðeins eitt barn var heimilað á hverja fjölskyldu. Nú er fólki boðið upp á skattaafslátt og niðurgreiðslur eignist það fleiri en eitt barn og í sumum héröðum er hreinlega um beinar peningagreiðslur að ræða.
Forstjóri kínversku hagstofunnar segir þó að ekki þurfi að örvænta strax, fjöldi vinnubærra manna í Kína sé enn meiri en eftirspurnin, enn sem komið er í það minnsta.