„Ég var búin að steingleyma að við hefðum gert þetta“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2023 20:55 Skeytið hefði vart geta endað í betri höndum. Í fjölskyldunni eru miklir Íslandsvinir og konan, sem heldur á skeytinu, hefur tvisvar sinnum komið hingað til lands. Aðsend „Þetta er stórskemmtilegt. Ég var búin að steingleyma að við hefðum gert þetta. Svo fékk ég bara email í morgun með þeim skilaboðum að skeytið væri fundið. Það tók mig smá tíma að átta mig á hverju um væri verið að tala,“ segir Brynhildur Yrsa Valkyrja um flöskuskeyti sem sett var í sjóinn í Hafnarfirði í maí árið 2020. Skeytið fannst á vesturströnd Frakklands um helgina. Brynhildur Yrsa segir í samtali við Vísi að hún og dóttir hennar hafi ákveðið að „flippa aðeins“ þegar inniveran í covidfaraldrinum lék landsmenn grátt. Hún kveðst ekki hafa búist við því að skeytið myndi nokkurn tímann finnast og hvað þá tæpum þremur árum síðar. Það var fjölskylda sem býr í Suður-Frakklandi sem fann skeytið um helgina. Fjölskyldan var í helgarferð nálægt Bordeaux þegar þau fundu skeytið. „Þau voru rosalega ánægð. Þau fóru í fjöruferð og rákust á þetta, hjón með fimm ára barn. Og konan sem fann þetta var svo himinlifandi vegna þess að hún hefur komið tvisvar til Íslands og er rosalega hrifin af Íslandi. Þannig að henni fannst mjög gaman að hafa fundið þetta.“ Á myndinni sést flaskan sem franska fjölskyldan fann um helgina og staðsetningin á korti.Aðsend Brynhildur Yrsa segist hafa séð fyrir sér að flöskuskeytið myndi enda á Írlandi eða í Bretlandi, ef það myndi einhvers staðar enda. Þegar hún opnaði tölvupóstinn í morgun var hún ekki lengi að svara. „Ég sendi bara strax til baka og þakkaði fyrir að senda og ég hefði verið búin að steinagleyma þessu – og að það væri gaman að sjá þetta fara alla leið þangað. Hún sendi mér þá til baka og er búin að finna mig á Instagram og adda mér þar. Þannig að við erum orðnar bara næstum því pennavinkonur,“ segir hún og hlær. „Ef þau koma hingað einhvern tímann aftur ætla ég pottþétt að athuga hvort hún vilji hitta mig.“ Frakkland Íslandsvinir Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Brynhildur Yrsa segir í samtali við Vísi að hún og dóttir hennar hafi ákveðið að „flippa aðeins“ þegar inniveran í covidfaraldrinum lék landsmenn grátt. Hún kveðst ekki hafa búist við því að skeytið myndi nokkurn tímann finnast og hvað þá tæpum þremur árum síðar. Það var fjölskylda sem býr í Suður-Frakklandi sem fann skeytið um helgina. Fjölskyldan var í helgarferð nálægt Bordeaux þegar þau fundu skeytið. „Þau voru rosalega ánægð. Þau fóru í fjöruferð og rákust á þetta, hjón með fimm ára barn. Og konan sem fann þetta var svo himinlifandi vegna þess að hún hefur komið tvisvar til Íslands og er rosalega hrifin af Íslandi. Þannig að henni fannst mjög gaman að hafa fundið þetta.“ Á myndinni sést flaskan sem franska fjölskyldan fann um helgina og staðsetningin á korti.Aðsend Brynhildur Yrsa segist hafa séð fyrir sér að flöskuskeytið myndi enda á Írlandi eða í Bretlandi, ef það myndi einhvers staðar enda. Þegar hún opnaði tölvupóstinn í morgun var hún ekki lengi að svara. „Ég sendi bara strax til baka og þakkaði fyrir að senda og ég hefði verið búin að steinagleyma þessu – og að það væri gaman að sjá þetta fara alla leið þangað. Hún sendi mér þá til baka og er búin að finna mig á Instagram og adda mér þar. Þannig að við erum orðnar bara næstum því pennavinkonur,“ segir hún og hlær. „Ef þau koma hingað einhvern tímann aftur ætla ég pottþétt að athuga hvort hún vilji hitta mig.“
Frakkland Íslandsvinir Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira