Nemendur mega taka sér blund í Keili Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. janúar 2023 20:04 Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis, sem er að gera mjög góða hluti í Keili með sínu fólki. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nám í Keili á Suðurnesjunum er alltaf að verða vinsælla og vinsælla en nú eru þar um átta hundruð nemendur í fjölbreyttu námi. Mikil áhersla er á huggulegt umhverfi í kennslustofum og gefst nemendum meira að segja kostur á að halla sér út af í kennslutímum og taka sér fimm mínútna blund ef svo ber undir. Keilir, sem er með starfsstöð sína á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli skipar mikilvægan sess í menntakerfinu en áhugi á námi í skólanum er alltaf að aukast og aukast. Lögð er áhersla á að taka vel á móti nemendum og tryggja að þeir fái kennslu eins og best verður á kosið með kennurum sínum. Fjögur kennslusvið eru í Keili með mjög ólíkum áherslum. „Og svo er það í raun og veru okkar hryggjarstykki, sem hefur verið með okkur frá upphafi en það er háskólabrúin. Háskólabrúin er aðfaranám fyrir háskólanám, eða ígildi stúdentsprófs,“ segir Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis og heldur áfram. „Það hefur alltaf verið mjög góða aðsókn að skólanum. Við höfum verið óhrædd við það að leita okkur að sérstöðu í námsbrautum en líka í sérstöðu hvað varðar vinnuaðferðir í kennslu og námi og aðstöðu.“ Já, það vekur athygli í Keili að þar eru bekkir þar sem nemendur geta lagt sig eða jafnvel bara legið og lært í leiðinni eða hlustað á kennarann. En sofna þá nemendur ekki þarna? „Það er undantekningar tilvik en við gerum enga athugasemd við það þó fólk taki sér fimm mínútna blund,“ segir Nanna Kristjana. Nemendur geta hallað sér og jafnvel tekið sér smá blund á þessum sófum eða bekkjum skólans. Engin athugasemd er gerð við það ef nemendur sofna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nanna segist vera mjög ánægð með alla aðstöðu í skólanum. „Já, við erum virkilega stolt af aðstöðunni okkar enda höfum við lagt mikla pælingu og hugsun í það í starfsmannahópnum í heild sinni. Og við höfum velt því fyrir okkur hvernig vinnur fólk best og það er auðvitað ef því líður vel. Þar spilar það alveg stóra rullu að þú komir inn í aðstæður þar sem að þér líður vel.“ Kennslustofurnar í Keili eru mjög heimilislegar og flottar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig sér Nanna framtíð skólans næstu árin ? „Það er engin spurning að við eigum eftir að stækka og vaxa og við erum að fara að þróa sérstaklega okkar tækniáherslur, við höfum alltaf verið framarlega hvað það varðar, eins og í tengslum við vendi námið en í Keili eigum við eftir að setja einn meiri fókus á þau mál,“ segir Nanna Kristjana. Um 800 nemendur stunda í dag nám í Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Skóla - og menntamál Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Keilir, sem er með starfsstöð sína á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli skipar mikilvægan sess í menntakerfinu en áhugi á námi í skólanum er alltaf að aukast og aukast. Lögð er áhersla á að taka vel á móti nemendum og tryggja að þeir fái kennslu eins og best verður á kosið með kennurum sínum. Fjögur kennslusvið eru í Keili með mjög ólíkum áherslum. „Og svo er það í raun og veru okkar hryggjarstykki, sem hefur verið með okkur frá upphafi en það er háskólabrúin. Háskólabrúin er aðfaranám fyrir háskólanám, eða ígildi stúdentsprófs,“ segir Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis og heldur áfram. „Það hefur alltaf verið mjög góða aðsókn að skólanum. Við höfum verið óhrædd við það að leita okkur að sérstöðu í námsbrautum en líka í sérstöðu hvað varðar vinnuaðferðir í kennslu og námi og aðstöðu.“ Já, það vekur athygli í Keili að þar eru bekkir þar sem nemendur geta lagt sig eða jafnvel bara legið og lært í leiðinni eða hlustað á kennarann. En sofna þá nemendur ekki þarna? „Það er undantekningar tilvik en við gerum enga athugasemd við það þó fólk taki sér fimm mínútna blund,“ segir Nanna Kristjana. Nemendur geta hallað sér og jafnvel tekið sér smá blund á þessum sófum eða bekkjum skólans. Engin athugasemd er gerð við það ef nemendur sofna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nanna segist vera mjög ánægð með alla aðstöðu í skólanum. „Já, við erum virkilega stolt af aðstöðunni okkar enda höfum við lagt mikla pælingu og hugsun í það í starfsmannahópnum í heild sinni. Og við höfum velt því fyrir okkur hvernig vinnur fólk best og það er auðvitað ef því líður vel. Þar spilar það alveg stóra rullu að þú komir inn í aðstæður þar sem að þér líður vel.“ Kennslustofurnar í Keili eru mjög heimilislegar og flottar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig sér Nanna framtíð skólans næstu árin ? „Það er engin spurning að við eigum eftir að stækka og vaxa og við erum að fara að þróa sérstaklega okkar tækniáherslur, við höfum alltaf verið framarlega hvað það varðar, eins og í tengslum við vendi námið en í Keili eigum við eftir að setja einn meiri fókus á þau mál,“ segir Nanna Kristjana. Um 800 nemendur stunda í dag nám í Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Skóla - og menntamál Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira