Hefur litla trúa á lýðræðisást atvinnurekenda Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 15. janúar 2023 22:31 Sólveig Anna segir það taka einhverja daga að skipuleggja verkfallsboðun. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Eflingar segir vinnu við verkfallsboðun vera í gangi og hefur litla trú á lýðræðisást formanns Samtaka atvinnulífsins. Forsætisráðherra segist ekki vera vongóð um að samningar náist á næstunni. Vinnudeila Eflingar og Samtaka Atvinnulífsins er í algerum hnút og hafa samningsaðilar lítið þokast nær hvor öðrum. Forysta Eflingar undirbýr nú verkfallsboðun sem verður lögð fyrir hópa félagsmanna til atkvæðagreiðslu á næstu dögum. „Þetta er að skýrast. Samninganefnd Eflingar er nú við störf við að halda áfram að draga upp plan um verkfallsboðun en vinnan er ekki búin þannig að það verða einhverjir dagar í viðbót þar til það liggur fyrir.“ Sólveig vildi ekki segja frá því hvers konar aðgerðir verður um að ræða og gefur lítið fyrir lýðræðisást atvinnurekenda. Sem hafa talað um að það skjóti skökku við að ekki fari fram allsherjaratkvæðagreiðsla um verkfall. „Já það er mjög áhugavert að upplifa áhuga Halldórs Benjamíns og annara á lýðræðinu innan Eflingar. Ég ætla að leggja til að Samtök Atvinnulífsins láti framkvæma atkvæðagreiðslu hjá atvinnurekendum sem tilheyra samtökunum hvort þeir vilji ekki bara verða við mjög hófstilltum kröfum Eflingar.“ Forsætisráðherra ekki bjartsýnn Katrín Jakobsdóttir sagðist eftir ríkisstjórnarfund á föstudaginn ekki vera bjartsýn á að deilan leysist. „Ég er ekkert sérstaklega vongóð á þessum tímapunkti en ég hef líka haft þá sannfæringu lengi vel að fólkið sem situr við samningaborðið sé yfirleitt mjög lausnamiðað og hef trú á því að þau reyni að finna allar mögulegar leiðir til þess að leysa þennan hnút.“ „Efling gafst ekki upp“ Sólveig Anna segir augljóst að verkföll geti skilað miklum kjarabótum. „Það er ekki þannig að þegar Efling hefur farið í verkfallsaðgerðir á síðustu árum að það hafi ekki skilað árangri. Þvert á móti. Það hefur skilað þeim árangri að frá 2019 þá jókst kaupmáttur verkafólks um 4,2 prósent á ári umfram aðra hópa einfaldlega vegna þess að Efling gafst ekki upp, barðist og náði árangri.“ Þessi orð Sólveigar fara eflaust ekki vel í alla en sumir atvinnurekendur eru þegar byjaðir að hvetja starfsfólk sitt til þess að hugsa sig vel um áður en það kýs með verkfalli. Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir „Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“ Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segist ekki hrifinn af hugmyndum innan stéttarfélagsins Eflingar að draga eigi launafólk í dilka eftir búsetu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur innan Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins hafi haldið sýndarfundi við Eflingu sem þau hafi viljað semja síðast við. Hann segir Vilhjálm einnig „hóta“ Eflingarfólki um að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum. 15. janúar 2023 14:45 Stefnir í aðgerðir Eflingar um mánaðamót Reikna má með að Efling kynni tillögur að verkfallsaðgerðum fljótlega upp úr helgi. Ef aðgerðirnar verða samþykktar í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna gætu þær fyrstu brostið á í kringum um næstu mánaðamót. 12. janúar 2023 19:50 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Vinnudeila Eflingar og Samtaka Atvinnulífsins er í algerum hnút og hafa samningsaðilar lítið þokast nær hvor öðrum. Forysta Eflingar undirbýr nú verkfallsboðun sem verður lögð fyrir hópa félagsmanna til atkvæðagreiðslu á næstu dögum. „Þetta er að skýrast. Samninganefnd Eflingar er nú við störf við að halda áfram að draga upp plan um verkfallsboðun en vinnan er ekki búin þannig að það verða einhverjir dagar í viðbót þar til það liggur fyrir.“ Sólveig vildi ekki segja frá því hvers konar aðgerðir verður um að ræða og gefur lítið fyrir lýðræðisást atvinnurekenda. Sem hafa talað um að það skjóti skökku við að ekki fari fram allsherjaratkvæðagreiðsla um verkfall. „Já það er mjög áhugavert að upplifa áhuga Halldórs Benjamíns og annara á lýðræðinu innan Eflingar. Ég ætla að leggja til að Samtök Atvinnulífsins láti framkvæma atkvæðagreiðslu hjá atvinnurekendum sem tilheyra samtökunum hvort þeir vilji ekki bara verða við mjög hófstilltum kröfum Eflingar.“ Forsætisráðherra ekki bjartsýnn Katrín Jakobsdóttir sagðist eftir ríkisstjórnarfund á föstudaginn ekki vera bjartsýn á að deilan leysist. „Ég er ekkert sérstaklega vongóð á þessum tímapunkti en ég hef líka haft þá sannfæringu lengi vel að fólkið sem situr við samningaborðið sé yfirleitt mjög lausnamiðað og hef trú á því að þau reyni að finna allar mögulegar leiðir til þess að leysa þennan hnút.“ „Efling gafst ekki upp“ Sólveig Anna segir augljóst að verkföll geti skilað miklum kjarabótum. „Það er ekki þannig að þegar Efling hefur farið í verkfallsaðgerðir á síðustu árum að það hafi ekki skilað árangri. Þvert á móti. Það hefur skilað þeim árangri að frá 2019 þá jókst kaupmáttur verkafólks um 4,2 prósent á ári umfram aðra hópa einfaldlega vegna þess að Efling gafst ekki upp, barðist og náði árangri.“ Þessi orð Sólveigar fara eflaust ekki vel í alla en sumir atvinnurekendur eru þegar byjaðir að hvetja starfsfólk sitt til þess að hugsa sig vel um áður en það kýs með verkfalli.
Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir „Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“ Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segist ekki hrifinn af hugmyndum innan stéttarfélagsins Eflingar að draga eigi launafólk í dilka eftir búsetu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur innan Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins hafi haldið sýndarfundi við Eflingu sem þau hafi viljað semja síðast við. Hann segir Vilhjálm einnig „hóta“ Eflingarfólki um að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum. 15. janúar 2023 14:45 Stefnir í aðgerðir Eflingar um mánaðamót Reikna má með að Efling kynni tillögur að verkfallsaðgerðum fljótlega upp úr helgi. Ef aðgerðirnar verða samþykktar í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna gætu þær fyrstu brostið á í kringum um næstu mánaðamót. 12. janúar 2023 19:50 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“ Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segist ekki hrifinn af hugmyndum innan stéttarfélagsins Eflingar að draga eigi launafólk í dilka eftir búsetu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur innan Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins hafi haldið sýndarfundi við Eflingu sem þau hafi viljað semja síðast við. Hann segir Vilhjálm einnig „hóta“ Eflingarfólki um að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum. 15. janúar 2023 14:45
Stefnir í aðgerðir Eflingar um mánaðamót Reikna má með að Efling kynni tillögur að verkfallsaðgerðum fljótlega upp úr helgi. Ef aðgerðirnar verða samþykktar í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna gætu þær fyrstu brostið á í kringum um næstu mánaðamót. 12. janúar 2023 19:50