Innlent

Vélar­vana bátur dreginn til hafnar á Siglu­firði

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Meðfylgjandi er mynd tekin í morgun af Sigurvin þegar hann fór úr höfn til aðstoðar.
Meðfylgjandi er mynd tekin í morgun af Sigurvin þegar hann fór úr höfn til aðstoðar. Magnús Magnússon/Björgunarsveitin Strákar

Um níu leytið í morgun var björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Siglufirði, Sigurvin, kallað út til aðstoðar vélarvana bát sem staddur var rúmlega sex sjómílur norð norðvestur af Siglunesi.

Í fréttatilkynningu Landsbjargar kemur fram að Sigurvin hafi farið úr höfn kl 9:13 og rétt rúmlega 10 í morgun var báturinn kominn í tog.

Vel gekk að koma taug yfir í bátinn og draga hann til hafnar en Sigurvin kom með bátinn til hafnar um 11 leitið og var aðgerðum þá lokið.

Ekki liggur fyrir hvað olli vélarbilun.

Þá kemur fram að  Sigurvin er næsta björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem verður endurnýjað, en von er á nýju björgunarskipi, systurskipi Þórs í Vestmannaeyjum, til Siglufjarðar í vor. 

Af því tilefni ákvað Fjallabyggð og Rammi hf að styrkja björgunarbátasjóð Siglufjarðar um 35 milljónir, og var skrifað undir samkomulag þess efnis á föstudag. Fjallabyggð leggur verkefninu til 30 milljónir á næstu 6 árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×