Man United skuldar öðrum félögum rúmlega 53 milljarða króna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. janúar 2023 08:01 Man United keypti Casemiro frá Real Madríd í sumar. Ash Donelon/Getty Images Fjárhagsstaða enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United hefur verið til umfjöllunar nýverið eftir að félagið leyfði Cristiano Ronaldo að fara frítt og ákvað að fylla skarðið sem hann skyldi eftir sig með lánsmanni frá Besiktas í Tyrklandi en er í eigu B-deildarliðs Burnley. Síðan Glazer-fjölskyldan festi kaup á Man United árið 2005 hafa fjármál félagsins reglulega verið umfjöllunarefni á bæði vefsíðum blaða sem og á veraldarvefnum. Ástæðan er einföld, eigendurnir fengu gríðarhátt lán til að kaupa félagið og settu ekki krónu af eigin pening inn í félagið. Síðan hafa þeir blóðmjólkað félagið, borgað sjálfum sér himinháan arð og eytt miklu af þeim peningum sem koma inn í að borga niður skuldir. Nú er fjárhagsstaða félagsins enn á ný í sviðsljósinu en Glazer-fjölskyldan hefur staðfest að Man United sé til sölu. Það virðist þýða að félagið muni ekki spreða peningum þangað til nýir eigendur finnast. Félagið eyddi gríðarlegum upphæðum í sumar en það virðist þó sem fáir ef einhver af leikmönnunum sem keyptur var í sumar hafi verið staðgreiddur. Sem stendur skuldar Manchester United 306 milljónir punda eða rúmlega 53 milljarða íslenskra króna. Sú staðreynd þýðir að Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, getur ekki fest kaup á þeim leikmönnum sem hann vill að svo stöddu. Ten Hag sagði í viðtali nýverið að félagið væri í leit að framherja í stað Ronaldo en sá þyrfti að passa bæði hvað varðar leikfræði og fjárhagsstöðu. Á endanum samdi Man United við Wout Weghorst, þrítugan Hollending sem nýtti mínútur sínar vel á HM í Katar undir lok síðasta árs. It's official: Wout Weghorst is a Red! #MUFC— Manchester United (@ManUtd) January 13, 2023 Weghorst var á láni hjá Besiktas og gat félagið keypt leikmanninn af Burnley að lánstímanum loknum. Hann grátbað hins vegar Besiktas um að rifta samningnum og fékk ósk sína uppfyllta. Weghorst verður leikmaður Man United fram á sumar en stóra spurningin er hvort framherjinn fái nýjan samning að því loknu eða hvort Man Utd finni nægt fjármagn til að borga þeim félögum sem það skuldar nú ásamt því að geta fest kaup á nýjum leikmönnum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira
Síðan Glazer-fjölskyldan festi kaup á Man United árið 2005 hafa fjármál félagsins reglulega verið umfjöllunarefni á bæði vefsíðum blaða sem og á veraldarvefnum. Ástæðan er einföld, eigendurnir fengu gríðarhátt lán til að kaupa félagið og settu ekki krónu af eigin pening inn í félagið. Síðan hafa þeir blóðmjólkað félagið, borgað sjálfum sér himinháan arð og eytt miklu af þeim peningum sem koma inn í að borga niður skuldir. Nú er fjárhagsstaða félagsins enn á ný í sviðsljósinu en Glazer-fjölskyldan hefur staðfest að Man United sé til sölu. Það virðist þýða að félagið muni ekki spreða peningum þangað til nýir eigendur finnast. Félagið eyddi gríðarlegum upphæðum í sumar en það virðist þó sem fáir ef einhver af leikmönnunum sem keyptur var í sumar hafi verið staðgreiddur. Sem stendur skuldar Manchester United 306 milljónir punda eða rúmlega 53 milljarða íslenskra króna. Sú staðreynd þýðir að Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, getur ekki fest kaup á þeim leikmönnum sem hann vill að svo stöddu. Ten Hag sagði í viðtali nýverið að félagið væri í leit að framherja í stað Ronaldo en sá þyrfti að passa bæði hvað varðar leikfræði og fjárhagsstöðu. Á endanum samdi Man United við Wout Weghorst, þrítugan Hollending sem nýtti mínútur sínar vel á HM í Katar undir lok síðasta árs. It's official: Wout Weghorst is a Red! #MUFC— Manchester United (@ManUtd) January 13, 2023 Weghorst var á láni hjá Besiktas og gat félagið keypt leikmanninn af Burnley að lánstímanum loknum. Hann grátbað hins vegar Besiktas um að rifta samningnum og fékk ósk sína uppfyllta. Weghorst verður leikmaður Man United fram á sumar en stóra spurningin er hvort framherjinn fái nýjan samning að því loknu eða hvort Man Utd finni nægt fjármagn til að borga þeim félögum sem það skuldar nú ásamt því að geta fest kaup á nýjum leikmönnum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira