Embættið var auglýst þann 23. desember og rann umsóknarfresturinn út þann 9. janúar síðastliðinn.
Auglýsingar dómsmálaráðuneytisins vegna stöðunnar eiga sér þó lengri sögu en eitt embætti dómanda ásamt einu embætti varadómanda við Endurupptökudóm voru auglýst þann 28. október síðastliðinn. Aðeins ein umsókn barst ráðuneytinu frá Stefáni Geir Þórissyni.
Stefán Geir var í kjölfarið skipaður í embætti dómara og hefur hann störf þann 1. febrúar næstkomandi.
Umsækjendurnir að þessu sinni eru Helgi Birgisson, lögmaður og Jónas Þór Guðmundsson lögmaður. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að skipað verði í embættið „hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara skilar ráðherra umsögn sinni.“