Sport

Sara áttunda eftir fyrri daginn í Miami

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir náði bara einni góðri grein af þremur í gær og þarf meira til ætli hún að vinna verðlaun í Miami.
Sara Sigmundsdóttir náði bara einni góðri grein af þremur í gær og þarf meira til ætli hún að vinna verðlaun í Miami. Instagram/@sarasigmunds

Sara Sigmundsdóttir virðist ekki ætla að blanda sér fyrir alvöru í toppbaráttuna á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami.

Sara er í áttunda sæti eftir fyrri daginn en þar var keppt í þremur greinum.

Sara fékk samtals 273 stig fyrir frammistöðu sína sem er 71 stigi á eftir Emily Rolfe sem er í forystunni. Emma Cary er önnur, 45 stigum frá toppnum, þrátt fyrir að hafa unnið tvær fyrstu greinarnar.

Sara varð í fimmtánda sæti í fyrstu grein dagsins en gerði svo mjög vel í grein tvö þar sem hún varð þriðja. Vonbrigðin voru þó lokagreinin þar sem hún endaði bara í átjánda sæti.

Sara er tveimur stigum frá sjöunda sætinu þar sem Dani Speegle situr og það eru vara tíu stig í fjórða sætið. Sara er 19 stigum frá verðlaunasæti og því er sá möguleiki alls ekki úr sögunni.

Hún þarf hins vegar að ná sér mun betur á strik í dag ætli hún að vera með í baráttunni um verðlaunin á mótinu.

Eftir seinni daginn í einstaklingskeppninni í dag þá mun Sara einnig keppa í liðakeppninni á laugardag og sunnudag en þar munu mörg önnur Íslendingalið keppa líka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×