Síður um stjórnanda sem „varð á“ verði fjarlægðar úr Google-leit Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2023 12:47 Maðurinn ákvað að kvarta til Persónuverndar vegna greinanna sem birtust í leitarvél Google. Google hafði þá hafnað beiðni mannsins um að fá þær fjarlægðar. Getty Persónuvernd hefur úrskurðað að Google skuli fjarlægja ákveðnar vefsíður um mann, sem gegnir stjórnunarstöðu í samfélaginu, úr leitarvél sinni. Maðurinn kvartaði til Persónuverndar sem mat það sem svo að einkalífsverndarhagsmunir mannsins og réttur hans til að gleymast væru ríkari en hagsmunir almennings að því að hafa aðgang að umræddum upplýsingum um hann. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem greint er frá í dag. Úrskurðurinn er ekki birtur í heild sinni í ljósi þess að hann inniheldur nákvæmar upplýsingar um mannsins. „[J]afnvel þó persónuauðkenni væru afmáð, hefur Persónuvernd ákveðið að birta ekki úrskurðinn í heild sinni,“ segir um málið en Persónuvernd birtir þess í stað útdrátt úr úrskurðinum. Maðurinn ákvað að kvarta til Persónuverndar vegna greinanna sem birtust í leitarvél Google. Í þeim var „fjallað um einstakan atburð þar sem kvartanda varð á en ekkert refsivert átti sér þó stað“. Google hafði upphaflega hafnað beiðni mannsins um að fjarlægja fyrrnefndar leitarniðurstöður á grundvelli þess að upplýsingarnar tengdust atvinnustöðu kvartanda og hlutverki hans á opinberum vettvangi þar sem hann gegni stjórnunarstöðu í núverandi starfi. „Að mati Google voru þær persónuupplýsingar sem birtust í fréttaumfjölluninni því ennþá taldar þjóna almannahagsmunum,“ segir á síðu Persónuverndar. Ekki á sama máli Persónuvernd var þó ekki á sama máli og mat það sem svo að með hliðsjón af atvikum málsins, stöðu mannsins og þeim tíma sem liðinn væri frá atburðinum sem fjallað er um í tilgreindum greinum, að einkalífsverndarhagsmunir kvartanda yrðu taldir vega þyngra en hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að hlutaðeigandi upplýsingum. Google var því gert að fjarlægja þær vefsíður sem kvörtunin tók til úr niðurstöðum leitar að nafni kvartanda í leitarvél Google með vísun í rétt mannsins til gleymast. Ákvörðun Google hafi ekki samrýmst lögum um persónuvernd. Persónuvernd Google Fjölmiðlar Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem greint er frá í dag. Úrskurðurinn er ekki birtur í heild sinni í ljósi þess að hann inniheldur nákvæmar upplýsingar um mannsins. „[J]afnvel þó persónuauðkenni væru afmáð, hefur Persónuvernd ákveðið að birta ekki úrskurðinn í heild sinni,“ segir um málið en Persónuvernd birtir þess í stað útdrátt úr úrskurðinum. Maðurinn ákvað að kvarta til Persónuverndar vegna greinanna sem birtust í leitarvél Google. Í þeim var „fjallað um einstakan atburð þar sem kvartanda varð á en ekkert refsivert átti sér þó stað“. Google hafði upphaflega hafnað beiðni mannsins um að fjarlægja fyrrnefndar leitarniðurstöður á grundvelli þess að upplýsingarnar tengdust atvinnustöðu kvartanda og hlutverki hans á opinberum vettvangi þar sem hann gegni stjórnunarstöðu í núverandi starfi. „Að mati Google voru þær persónuupplýsingar sem birtust í fréttaumfjölluninni því ennþá taldar þjóna almannahagsmunum,“ segir á síðu Persónuverndar. Ekki á sama máli Persónuvernd var þó ekki á sama máli og mat það sem svo að með hliðsjón af atvikum málsins, stöðu mannsins og þeim tíma sem liðinn væri frá atburðinum sem fjallað er um í tilgreindum greinum, að einkalífsverndarhagsmunir kvartanda yrðu taldir vega þyngra en hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að hlutaðeigandi upplýsingum. Google var því gert að fjarlægja þær vefsíður sem kvörtunin tók til úr niðurstöðum leitar að nafni kvartanda í leitarvél Google með vísun í rétt mannsins til gleymast. Ákvörðun Google hafi ekki samrýmst lögum um persónuvernd.
Persónuvernd Google Fjölmiðlar Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira