Barcelona verður væntanlega dæmt úr leik í bikarnum þrátt fyrir 9-0 stórsigur á Osasuna á þriðjudaginn.
A statement from @Osasuna_fem stating they will appeal tonight's result in the Copa de la Reina, after Barcelona fielded Geyse Ferreira despite her having to serve a suspension for a red card in her last cup match with Madrid CFF. Barcelona won the match tonight 9-0 #OsasunaBarça pic.twitter.com/TlbzlJi7vQ
— Asif Burhan (@AsifBurhan) January 10, 2023
Nú hefur komið í ljós að Barcelona notaði ólöglegan leikmann það er leikmann sem átti að taka út leikbann í leiknum.
Leikmaðurinn er hin brasilíska Geyse sem skoraði eitt marka Börsunga í leiknum.
Geyse var rekinn af velli í bikarleik með fyrri liði sínu Madrid CFF á síðustu leiktíð og hafði ekki tekið út það leikbann.
Leikurinn í sextán liða úrslitunum á móti Osasuna var fyrsti bikarleikur Barcelona á leiktíðinni.
GOOOOOOOOOOOOL DE @geyse_ferreiraa! GOOOOOOOOOOOOL DEL #FCBFemeni! (0-4, min 53) #OsasunaBarça pic.twitter.com/8FIQojeeo4
— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) January 10, 2023
Jonathan Giraldez, þjálfari Barcelona, afsakaði sig með því að leikbannið hafi ekki birst á heimasíðu spænska knattspyrnusambandsins.
Sevilla gæti líka farið sömu leið eftir að liðið notaði Nagore Calderon í 1-0 sigri á Villarreal. Calderon hafði einnig fengið rautt spjald í síðasta bikarleik sínum á síðasta tímabili.
Karlalið Real Madrid var dæmt úr leik í bikarkeppninni 2015-16 fyrir að nota Denis Cheryshev sem átti að taka út leikbann vegna gulra spjalda á láni hjá Villarreal.