Pakkinn fannst við reglubundið eftirlit um borð í farþegaflugvél sem var að koma frá Óman. Samkvæmt breskum miðlum kom pakkinn upprunalega frá Pakistan og var stílaður á íranskt fyrirtæki með starfsstöðvar í Lundúnum.
Richard Smith, yfirmaður hjá lögreglunni, sagði í samtali við fjölmiðla að um afar lítið magn hefði verið að ræða og að sérfræðingar hefðu metið það svo að almenningi hefði ekki staðið ógn af efninu. Þá benti ekkert til þess að efnið tengist yfirvofandi ógn.
Engir hafa verið handteknir í tengslum við rannsóknina.