Trendin 2023: Hæfni en ekki starfsheiti eða prófgráður verður málið Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. janúar 2023 07:00 Herdís Pála Pálsdóttir stjórnendaráðgjafi og annar stofnenda Opus Futura, segir að eitt sem muni einkenna áherslur í mannauðsmálum nýs árs er að hæfnisþættir verða miðjan í vinnunni, ekki starfsheiti eða prófgráður. Störf verði brotin niður í verkefni og endurhönnuð, til dæmis hvar og hvenær unnin og svo framvegis. Vísir/Vilhelm „Hæfniþættir verða miðjan í vinnunni, ekki starfsheiti eða prófgráður. Við munum gera spár um mannaflaþörf, ráðningar, skipulag fræðslu, starfsþróun og fleira út frá hæfniþáttum en ekki starfsheitum eða deildum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnunarráðgjafi og annar stofnenda Opus Futura meðal annars um áherslur í mannauðsmálum árið 2023. Herdís telur margt í trendum mannauðsmála á komandi ári verða svipað og var í fyrra. Þó þannig að ráðningaformin verða fjölbreyttari en áður og að meira verði farið í að endurhugsa og endurhanna vinnu og vinnuumhverfi. „Við munum nota meira af giggurum og taka bæði stjórnendur og sérfræðinga meira inn í tímabundin eða afmörkuð verkefni.“ Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um þær áherslur sem sérfræðingar telja að verði einkennandi í mannauðsmálum árið 2023. Vinnan verður endurhönnuð Þótt margar áherslur verði á þessu ári sambærilegar og verið hafa síðustu misseri, segir Herdís að hún telji að á árinu 2023 verði þó nokkur atriði sem komi inn sem nýjar áherslur. Til dæmis að endurhugsa og endurhanna vinnu. Hvar og hvenær er unnið, hverjir vinna og hvernig er unnið. Brjóta störf upp í verkefni. Endurhugsa skipulag vinnustaða. Endurhanna vinnurými og vinnustaðarmenningu. Einnig að bjóða upp á innri vinnumarkað þannig að hæfni einstaklinga nýtist í fjölbreytt verkefni þvert á vinnustaðinn. Þannig nýtum við hæfni fólks betur, aukum sveigjanleika og fjölbreytni og drögum úr starfsmannaveltu.“ Þá segist hún telja að stjórnendur þurfi almennt að fara að taka meiri þátt í verkefnum sem áður voru talin mannauðsdeilda að leysa. Til dæmis þegar kemur að því að skapa góða upplifun starfsfólks, búa til heilbrigða og hvetjandi vinnustaðarmenningu, laða að og halda í gott fólk og þar fram eftir götunum. „Stjórnendur eru þeir sem eru, eða eiga að vera, í mestum samskiptum við sitt fólk, og því skiptir þetta mjög miklu máli, getur hjálpað mjög til við að efla tengsl, auka traust og fleira.“ Að öllu jöfnu segir Herdís þróunina vera sífellt meira í þá átt að leggja áherslu á upplifun starfsfólks, stjórnenda og umsækjenda. Þar sem starf er aðlagað að hverjum einstaklingi, nýting tækninnar og gagna. „En alls ekki síst, aukin áhersla á fjölbreytileika, jafnræði, gegnsæi og inngildingu, sem og velsæld og andlega heilsu fólks.“ Ótrúlega margt að breytast Herdís segir mikilvægt að stjórnendur og mannauðsfólk fylgist vel með trendum og nýjungum. „Vinnumódel og stjórnunaraðferðir þurfa að vera í stöðugri endurskoðun og það ætti aldrei að þykja spennandi að gera hlutina eins og þeir hafa alltaf verið gerðir,“ segir Herdís og minnir á orðatiltækið um að það sem kom okkur hingað er ekki endilega það sem kemur okkur þangað sem við viljum. Herdís segir margt skýra út hvers vegna breytingarnar eru svona miklar á vinnumarkaði eins og raun ber vitni. Aukin fjölmenning, langlífi, breyttar fjölskyldugerðir, tækniþróun, alþjóðavæðing og aukin áhersla á umhverfismál eru nokkur atriði. En ekkert síðar breyttar kröfur og væntingar vinnuaflsins: Sem í auknum mæli er farið að meta vinnuna miðað við það hvar það vill sjálft vinna eða hvernig og hefur sett hærri verðmiða á eigin tíma. „Ráðningar, hvatning, umbun, stjórnendaþjálfun og fleira eru allt dæmi um þætti sem laga þarf að þessum breytingum þannig að vinnustaðir og vinnuafl séu alltaf sem best undirbúin og stjórnun sé ávallt í takti við stöðugar breytingar.“ Hvað í stöðunni í dag finnst þér persónulega athyglisverðast eða hefur komið þér á óvart? Mér finnst persónulega athyglisverðast að skoða öll þau tækifæri sem blasa við, til að gera hlutina á nýjan hátt, ekki síst núna þegar við förum að búa okkur undir 5. iðnbyltinguna, þá er eiginlega alveg galið að vinna eftir vinnumódelum sem komu til á tímum 2. iðnbyltingar,“ segir Herdís og bætir við: „Mér finnst spennandi tilhugsun um að brjóta störf upp í verkefni, horfa meira á hæfni og möguleika hvers einstaklings en prófgráður og starfsheiti. Innri vinnumarkaður, gigg, blönduð vinna og sveigjanlegur vinnutími getur líka skapað ánægju og ávinning, bæði fyrir vinnuveitendur og vinnuafl.“ Með þessu segist Herdís ekki vera að tala um að slá eitthvað af kröfum um frammistöðu og framleiðni. Þvert á móti sé tekið tillit til þessara þátta þegar störf eru endurhönnuð og endurskipulögð. „Við þurfum að vera viss um að allir viti til hvers er ætlast og hver markmiðin eru. Við þurfum að hugsa um sameiginlega hagsmuni og að allir fái sem mest út úr vinnusambandinu, til lengri tíma litið.“ Þá segir Herdís mikilvægt að hræðast ekki tækniþróunina. „Við þurfum að þora að nýta tæknina og huga enn betur að góðri stjórnun; stjórnun sem er mannleg, hvetjandi og styðjandi, sem byggir á samkennd og aðlögun allra, stjórnenda og vinnuafls.“ Mannauðsmál Stjórnun Vinnustaðurinn Fjarvinna Vinnumarkaður Starfsframi Góðu ráðin Tækni Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Herdís telur margt í trendum mannauðsmála á komandi ári verða svipað og var í fyrra. Þó þannig að ráðningaformin verða fjölbreyttari en áður og að meira verði farið í að endurhugsa og endurhanna vinnu og vinnuumhverfi. „Við munum nota meira af giggurum og taka bæði stjórnendur og sérfræðinga meira inn í tímabundin eða afmörkuð verkefni.“ Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um þær áherslur sem sérfræðingar telja að verði einkennandi í mannauðsmálum árið 2023. Vinnan verður endurhönnuð Þótt margar áherslur verði á þessu ári sambærilegar og verið hafa síðustu misseri, segir Herdís að hún telji að á árinu 2023 verði þó nokkur atriði sem komi inn sem nýjar áherslur. Til dæmis að endurhugsa og endurhanna vinnu. Hvar og hvenær er unnið, hverjir vinna og hvernig er unnið. Brjóta störf upp í verkefni. Endurhugsa skipulag vinnustaða. Endurhanna vinnurými og vinnustaðarmenningu. Einnig að bjóða upp á innri vinnumarkað þannig að hæfni einstaklinga nýtist í fjölbreytt verkefni þvert á vinnustaðinn. Þannig nýtum við hæfni fólks betur, aukum sveigjanleika og fjölbreytni og drögum úr starfsmannaveltu.“ Þá segist hún telja að stjórnendur þurfi almennt að fara að taka meiri þátt í verkefnum sem áður voru talin mannauðsdeilda að leysa. Til dæmis þegar kemur að því að skapa góða upplifun starfsfólks, búa til heilbrigða og hvetjandi vinnustaðarmenningu, laða að og halda í gott fólk og þar fram eftir götunum. „Stjórnendur eru þeir sem eru, eða eiga að vera, í mestum samskiptum við sitt fólk, og því skiptir þetta mjög miklu máli, getur hjálpað mjög til við að efla tengsl, auka traust og fleira.“ Að öllu jöfnu segir Herdís þróunina vera sífellt meira í þá átt að leggja áherslu á upplifun starfsfólks, stjórnenda og umsækjenda. Þar sem starf er aðlagað að hverjum einstaklingi, nýting tækninnar og gagna. „En alls ekki síst, aukin áhersla á fjölbreytileika, jafnræði, gegnsæi og inngildingu, sem og velsæld og andlega heilsu fólks.“ Ótrúlega margt að breytast Herdís segir mikilvægt að stjórnendur og mannauðsfólk fylgist vel með trendum og nýjungum. „Vinnumódel og stjórnunaraðferðir þurfa að vera í stöðugri endurskoðun og það ætti aldrei að þykja spennandi að gera hlutina eins og þeir hafa alltaf verið gerðir,“ segir Herdís og minnir á orðatiltækið um að það sem kom okkur hingað er ekki endilega það sem kemur okkur þangað sem við viljum. Herdís segir margt skýra út hvers vegna breytingarnar eru svona miklar á vinnumarkaði eins og raun ber vitni. Aukin fjölmenning, langlífi, breyttar fjölskyldugerðir, tækniþróun, alþjóðavæðing og aukin áhersla á umhverfismál eru nokkur atriði. En ekkert síðar breyttar kröfur og væntingar vinnuaflsins: Sem í auknum mæli er farið að meta vinnuna miðað við það hvar það vill sjálft vinna eða hvernig og hefur sett hærri verðmiða á eigin tíma. „Ráðningar, hvatning, umbun, stjórnendaþjálfun og fleira eru allt dæmi um þætti sem laga þarf að þessum breytingum þannig að vinnustaðir og vinnuafl séu alltaf sem best undirbúin og stjórnun sé ávallt í takti við stöðugar breytingar.“ Hvað í stöðunni í dag finnst þér persónulega athyglisverðast eða hefur komið þér á óvart? Mér finnst persónulega athyglisverðast að skoða öll þau tækifæri sem blasa við, til að gera hlutina á nýjan hátt, ekki síst núna þegar við förum að búa okkur undir 5. iðnbyltinguna, þá er eiginlega alveg galið að vinna eftir vinnumódelum sem komu til á tímum 2. iðnbyltingar,“ segir Herdís og bætir við: „Mér finnst spennandi tilhugsun um að brjóta störf upp í verkefni, horfa meira á hæfni og möguleika hvers einstaklings en prófgráður og starfsheiti. Innri vinnumarkaður, gigg, blönduð vinna og sveigjanlegur vinnutími getur líka skapað ánægju og ávinning, bæði fyrir vinnuveitendur og vinnuafl.“ Með þessu segist Herdís ekki vera að tala um að slá eitthvað af kröfum um frammistöðu og framleiðni. Þvert á móti sé tekið tillit til þessara þátta þegar störf eru endurhönnuð og endurskipulögð. „Við þurfum að vera viss um að allir viti til hvers er ætlast og hver markmiðin eru. Við þurfum að hugsa um sameiginlega hagsmuni og að allir fái sem mest út úr vinnusambandinu, til lengri tíma litið.“ Þá segir Herdís mikilvægt að hræðast ekki tækniþróunina. „Við þurfum að þora að nýta tæknina og huga enn betur að góðri stjórnun; stjórnun sem er mannleg, hvetjandi og styðjandi, sem byggir á samkennd og aðlögun allra, stjórnenda og vinnuafls.“
Mannauðsmál Stjórnun Vinnustaðurinn Fjarvinna Vinnumarkaður Starfsframi Góðu ráðin Tækni Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira