Skagamenn bjóða víðtækt samstarf eftir höfnun Hvalfjarðarsveitar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. janúar 2023 20:36 Sævar Freyr Þráinsson er bæjarstjóri Akraness. Vísir Akraneskaupstaður hefur boðið Hvalfjarðarsveit „víðtækt samstarf“ í kjölfar þess að síðarnefnda sveitarfélagið hafnaði færslu sveitarfélagamarka og beiðni um kaup á landi í lok síðasta árs. Frá þessu er greint á vef Akraneskaupstaðar. Í október á síðasta ári sendi Akraneskaupstaður erindi til sveitastjórnar Hvalfjarðarsveitar þar sem óskað er eftir samkomulagi við um færslu sveitarfélagamarka og viðræðum um kaup eða makaskipti á landi í eigu Hvalfjarðarsveitar. Stendur til að nýta landið undir íbúabyggð sérbýla, það er einbýlis-, par- og raðhús á landinu, lágreista byggð, ein til þrjár hæðir. Sjá einnig: Skagamenn vilja kaupa land af Hvalfjarðarsveit og færa sveitarfélagamörkin Akraneskaupstaður keypti land Akrakots og óskaði eftir því að færsla sveitarfélagamarkanna nái til þess lands (rauða svæðið á myndinni).akranes Hvalfjarðarsveit hafnaði hins vegar þessum beiðnum þann 14. desember sl. Segir í tilkynningu Akraneskaupstaðar að sú ákvörðun hafi komið verulega á óvart „og þá sérstaklega í ljósi mikils samstarfs sveitarfélaganna,“ eins og það er orðað á vef Akraness. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur útilokað viðræður við Akraneskaupstað sem er staðfest með bókun þeirra í desember. Í tilkynningu Akraneskaupstaðar segir að vegna mikilvægis landsvæðisins fyrir uppbyggingu Akraness hafi Akraneskaupstaður nú með nýju bréfi boðið enn víðtækara samstarf. Felst það meðal annars í samstarfi um mögulegar nýjar vegtengingar í nýtt hverfi, uppbyggingu leikskóla, frístundamiðstöð, málefni fatlaðra og móttöku flóttafólks. „Hagræðið fyrir bæði sveitarfélögin að byggja upp sameiginlega innviði fyrir u.þ.b. 3.000 íbúa byggð er augljós báðum sveitarfélögum til hagsbóta,“ segir í tilkynningu. „Með beiðni Akraneskaupstaðar erum við að huga að langtíma þróun sveitarfélagsins sem skiptir okkur verulegu máli. Við vonum að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar endurskoði fyrri ákvörðun sína frá í desember og opni á samtal við okkur í þágu íbúa beggja sveitarfélaga,“ er haft eftir Sævari Frey Þráinssyni, bæjarstjóra Akraneskaupstaðar. Akranes Hvalfjarðarsveit Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Skagamenn vilja kaupa land af Hvalfjarðarsveit og færa sveitarfélagamörkin Akraneskaupstaður sendi í morgun sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar erindi þar sem óskað er eftir samkomulagi við um færslu sveitarfélagamarka og viðræðum um kaup eða makaskipti á landi í eigu Hvalfjarðarsveitar. 13. október 2022 13:54 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Akraneskaupstaðar. Í október á síðasta ári sendi Akraneskaupstaður erindi til sveitastjórnar Hvalfjarðarsveitar þar sem óskað er eftir samkomulagi við um færslu sveitarfélagamarka og viðræðum um kaup eða makaskipti á landi í eigu Hvalfjarðarsveitar. Stendur til að nýta landið undir íbúabyggð sérbýla, það er einbýlis-, par- og raðhús á landinu, lágreista byggð, ein til þrjár hæðir. Sjá einnig: Skagamenn vilja kaupa land af Hvalfjarðarsveit og færa sveitarfélagamörkin Akraneskaupstaður keypti land Akrakots og óskaði eftir því að færsla sveitarfélagamarkanna nái til þess lands (rauða svæðið á myndinni).akranes Hvalfjarðarsveit hafnaði hins vegar þessum beiðnum þann 14. desember sl. Segir í tilkynningu Akraneskaupstaðar að sú ákvörðun hafi komið verulega á óvart „og þá sérstaklega í ljósi mikils samstarfs sveitarfélaganna,“ eins og það er orðað á vef Akraness. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur útilokað viðræður við Akraneskaupstað sem er staðfest með bókun þeirra í desember. Í tilkynningu Akraneskaupstaðar segir að vegna mikilvægis landsvæðisins fyrir uppbyggingu Akraness hafi Akraneskaupstaður nú með nýju bréfi boðið enn víðtækara samstarf. Felst það meðal annars í samstarfi um mögulegar nýjar vegtengingar í nýtt hverfi, uppbyggingu leikskóla, frístundamiðstöð, málefni fatlaðra og móttöku flóttafólks. „Hagræðið fyrir bæði sveitarfélögin að byggja upp sameiginlega innviði fyrir u.þ.b. 3.000 íbúa byggð er augljós báðum sveitarfélögum til hagsbóta,“ segir í tilkynningu. „Með beiðni Akraneskaupstaðar erum við að huga að langtíma þróun sveitarfélagsins sem skiptir okkur verulegu máli. Við vonum að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar endurskoði fyrri ákvörðun sína frá í desember og opni á samtal við okkur í þágu íbúa beggja sveitarfélaga,“ er haft eftir Sævari Frey Þráinssyni, bæjarstjóra Akraneskaupstaðar.
Akranes Hvalfjarðarsveit Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Skagamenn vilja kaupa land af Hvalfjarðarsveit og færa sveitarfélagamörkin Akraneskaupstaður sendi í morgun sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar erindi þar sem óskað er eftir samkomulagi við um færslu sveitarfélagamarka og viðræðum um kaup eða makaskipti á landi í eigu Hvalfjarðarsveitar. 13. október 2022 13:54 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Skagamenn vilja kaupa land af Hvalfjarðarsveit og færa sveitarfélagamörkin Akraneskaupstaður sendi í morgun sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar erindi þar sem óskað er eftir samkomulagi við um færslu sveitarfélagamarka og viðræðum um kaup eða makaskipti á landi í eigu Hvalfjarðarsveitar. 13. október 2022 13:54