Innlent

Á annað kíló af kókaíni falin í höfuðpúða og úlpu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Karlmaðurinn kom til landsins þann 9. nóvember 2022.
Karlmaðurinn kom til landsins þann 9. nóvember 2022. Vísir/Vilhelm

Svissneskur karlmaður á miðjum þrítugsaldri sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann var gripinn með á annað kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli en efnin voru falin með sérstökum hætti.

Það var 9. nóvember í fyrra sem Svisslendingurinn kom til landsins með flugi Vueling frá Barcelona. Efnin fundust falin í höfuðpúða, bakpoka og úlpu sem voru í farangri hans. Efnunum hafði verið skeytt saman við bómul og filtefni höfuðpúðans og svamplög í bakpoka og úlpu.

Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Héraðssaksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og til að greiða allan sakarkostnað. Krafist er haldlagningar á tæplega 1,4 kílói af kókaíni og mununum sem efnin voru falin í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×