Baðst afsökunar á heimsku sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2023 13:30 Quay Walker hleypur af velli eftir að hafa verið sendur snemma í sturtu. AP/Matt Ludtke Green Bay Packers missti af úrslitakeppni NFL-deildarinnar eftir óvænt tap á heimavelli á móti Detroit Lions í lokaumferðinni en tímabil eins leikmanns liðsins endaði þó nokkru fyrr. Nýliðinn Quay Walker var rekinn í sturtu í leiknum á móti Detroit fyrir að hrinda starfsmanni úr læknaliði Ljónanna. Walker er 22 ára, 193 sentimetra og 109 kílóa leikmaður í varnarlínu Packers-liðsins. Hann var valinn númer 22 í fyrstu umferð síðasta nýliðavals. Quay Walker shoved a non player earlier this season, too pic.twitter.com/ZPgkS92es3— zach ragan (@zachTNT) January 9, 2023 Walker sér mikið eftir öllu saman og baðst afsökunar á samfélagsmiðlum. „Ég vil biðjast afsökunar á því sem gerðist á sunnudagskvöldið. Ég lét tilfinningarnar mínar hlaupa með mig í gönur og tek fulla ábyrgð á því að hafa tekið þessa heimsku ákvörðun,“ skrifaði Quay Walker. „Eftir á spurði ég sjálfan mig af hverju ég gerði það sem ég gerði þegar sjúkraþjálfarinn var bara að vinna vinnuna sína. Ég hafði rangt fyrir mér,“ skrifaði Walker. „Ég geri mér grein fyrir því að ég get búist við afleiðingum af ákvörðun minni og hún er þegar farin að kosta mig,“ skrifaði Walker. Þetta var í annað skiptið í vetur sem Quay Walker er rekinn af velli. Hann sló líka til starfsmann Buffalo Bills fyrr í vetur. Þetta er í fyrsta sinn í 23 ár sem leikmaður í NFL fær tvo brottbrottrekstra á sömu leiktíð. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá fór hann grátandi af velli mjög ósáttur með sjálfsn sig. Quay Walker is seen crying after being ejected for shoving a member of the Detroit Lions s athletic team pic.twitter.com/ltelTfSwQ9— Main Team (@MainTeamSports) January 9, 2023 NFL Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Sjá meira
Nýliðinn Quay Walker var rekinn í sturtu í leiknum á móti Detroit fyrir að hrinda starfsmanni úr læknaliði Ljónanna. Walker er 22 ára, 193 sentimetra og 109 kílóa leikmaður í varnarlínu Packers-liðsins. Hann var valinn númer 22 í fyrstu umferð síðasta nýliðavals. Quay Walker shoved a non player earlier this season, too pic.twitter.com/ZPgkS92es3— zach ragan (@zachTNT) January 9, 2023 Walker sér mikið eftir öllu saman og baðst afsökunar á samfélagsmiðlum. „Ég vil biðjast afsökunar á því sem gerðist á sunnudagskvöldið. Ég lét tilfinningarnar mínar hlaupa með mig í gönur og tek fulla ábyrgð á því að hafa tekið þessa heimsku ákvörðun,“ skrifaði Quay Walker. „Eftir á spurði ég sjálfan mig af hverju ég gerði það sem ég gerði þegar sjúkraþjálfarinn var bara að vinna vinnuna sína. Ég hafði rangt fyrir mér,“ skrifaði Walker. „Ég geri mér grein fyrir því að ég get búist við afleiðingum af ákvörðun minni og hún er þegar farin að kosta mig,“ skrifaði Walker. Þetta var í annað skiptið í vetur sem Quay Walker er rekinn af velli. Hann sló líka til starfsmann Buffalo Bills fyrr í vetur. Þetta er í fyrsta sinn í 23 ár sem leikmaður í NFL fær tvo brottbrottrekstra á sömu leiktíð. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá fór hann grátandi af velli mjög ósáttur með sjálfsn sig. Quay Walker is seen crying after being ejected for shoving a member of the Detroit Lions s athletic team pic.twitter.com/ltelTfSwQ9— Main Team (@MainTeamSports) January 9, 2023
NFL Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Sjá meira