Bókaverslanir opnuðu á miðnætti þegar Spare fór í sölu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2023 07:22 Það var handagangur í öskjunni þegar bókin fór í sölu á miðnætti. AP/Alberto Pezzali Bókaverslanir í Lundúnum opnuðu á miðnætti í nótt, þegar æviminningar Harry Bretaprins fóru í sölu. Raðir mynduðust fyrir utan verslanirnar og talsmenn keðjunnar Waterstone sögðu um að ræða eina mestu forsölu bókar síðasta áratuginn. Mikið hefur verið fjallað um bókina síðustu viku, bæði vegna viðtala við Harry beggja vegna Atlantshafsins og vegna þess að bókin var sett of snemma í sölu á Spáni. Bókin, sem ber heitið Spare, er nú þegar sú mest selda á Amazon á Bretlandseyjum. Unnendur hljóðbóka munu geta tryggt sér eintak, lesið af prinsinum sjálfum. Eins og þekkt er orðið fjallar Harry ítarlega um átök sín við konungsfjölskylduna í bókinni og veigrar fáum; Vilhjálmur bróðir hans, mágkona hans Katrín og Camilla stjúpmóðir hans eru meðal þeirra sem fá miður góða umsögn. Þá opnar hann sig um andlát móður sinnar, Díönu prinsessu, og hvernig hann trúði því ekki í langan tíma að hún væri raunverulega dáin. Fyrsta skiptið, eiturlyfjaneysla og herþjónusta Harry í Afganistan eru einnig meðal umfjöllunarefna en ekki síst ósættið við aðra meðlimi konungsfjölskyldunnar eftir að hann hóf samband sitt við núverandi eiginkonu sína, Meghan Markle. Konungsfjölskyldan hefur löngum verið þekkt fyrir að tjá sig ekki opinberlega um mál fjölskyldunnar en Harry segir um að ræða misskilning. Raunar hafi heilu fréttirnar verið skrifaðar af Buckingham-höll, byggðar á stöðugum lekum frá fjölskyldumeðlimum og starfsmönnum þeirra. Hann segir bókina leið til að koma sinni sögu á framfæri í eitt skipti fyrir öll. Hann útiloki ekki sættir en áður verði að koma til uppgjörs. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Bókaútgáfa Bókmenntir Tengdar fréttir Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. 5. janúar 2023 06:14 „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um bókina síðustu viku, bæði vegna viðtala við Harry beggja vegna Atlantshafsins og vegna þess að bókin var sett of snemma í sölu á Spáni. Bókin, sem ber heitið Spare, er nú þegar sú mest selda á Amazon á Bretlandseyjum. Unnendur hljóðbóka munu geta tryggt sér eintak, lesið af prinsinum sjálfum. Eins og þekkt er orðið fjallar Harry ítarlega um átök sín við konungsfjölskylduna í bókinni og veigrar fáum; Vilhjálmur bróðir hans, mágkona hans Katrín og Camilla stjúpmóðir hans eru meðal þeirra sem fá miður góða umsögn. Þá opnar hann sig um andlát móður sinnar, Díönu prinsessu, og hvernig hann trúði því ekki í langan tíma að hún væri raunverulega dáin. Fyrsta skiptið, eiturlyfjaneysla og herþjónusta Harry í Afganistan eru einnig meðal umfjöllunarefna en ekki síst ósættið við aðra meðlimi konungsfjölskyldunnar eftir að hann hóf samband sitt við núverandi eiginkonu sína, Meghan Markle. Konungsfjölskyldan hefur löngum verið þekkt fyrir að tjá sig ekki opinberlega um mál fjölskyldunnar en Harry segir um að ræða misskilning. Raunar hafi heilu fréttirnar verið skrifaðar af Buckingham-höll, byggðar á stöðugum lekum frá fjölskyldumeðlimum og starfsmönnum þeirra. Hann segir bókina leið til að koma sinni sögu á framfæri í eitt skipti fyrir öll. Hann útiloki ekki sættir en áður verði að koma til uppgjörs.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Bókaútgáfa Bókmenntir Tengdar fréttir Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. 5. janúar 2023 06:14 „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Sjá meira
Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. 5. janúar 2023 06:14
„Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06