Segja Félix hafa náð munnlegu samkomulagi við Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. janúar 2023 18:17 João Félix bað til æðri máttarvalda í von um að komast frá Atlético Madríd og virðist loks hafa fengið ósk sína uppfyllta. Jose Breton/Pics/Getty Images Þó ekkert gangi innan vallar er líf og fjör á skrifstofu Chelsea þessa dagana. Það virðist sem portúgalski framherjinn João Félix sé að ganga í raðir félagsins á láni frá Atlético Madríd. Íþróttavefurinn The Athletic greinir frá að Chelsea hafi komist að munnlegu samkomulagi við leikmanninn en hafi þó ekki enn náð samkomulagi við Atlético. Talið er að samningur til háls árs muni kosta Chelsea um 11 milljónir evra eða rúmlega 1,7 milljarð íslenskra króna. Fimm milljónir færu til Atlético en hinar sex í að borga laun Félix. Hinn 23 ára gamli Félix er ósáttur með stöðu mála hjá Atlético og hefur gefið út að hann vilji komast í burtu frá höfuðborg Spánar. Bæði Manchester United og Arsenal eru talin hafa verið áhugasöm en samkvæmt Athletic á Félix að hafa heillast hvað mest af Chelsea og þeirra stefnu. Félix yrði þriðji leikmaðurinn til að ganga í raðir Chelsea í þessum mánuði en David Datro Fofana kom frá Molde í Noregi og þá kom Benoit Badiashile kom frá Monaco í Frakklandi. Portúgalinn lék með Benfica í heimalandinu áður en Atlético keypti hann á fúlgur fjár sumarið 2019. Varð hann Spánarmeistari með liðinu vorið 2021. Hann hefur til þessa spilað 131 leik fyrir Atlético og skorað í þeim 34 mörk ásamt því að gefa 18 stoðsendingar. Þá hefur hann spilað 28 A-landsleiki fyrir Portúgal. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Felix vill yfirgefa Madríd Portúgalski landsliðsmaðurinn João Félix hefur fengið nóg af bekkjarsetunni hjá Atlético Madríd og vill yfirgefa félagið þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. 26. nóvember 2022 11:30 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Íþróttavefurinn The Athletic greinir frá að Chelsea hafi komist að munnlegu samkomulagi við leikmanninn en hafi þó ekki enn náð samkomulagi við Atlético. Talið er að samningur til háls árs muni kosta Chelsea um 11 milljónir evra eða rúmlega 1,7 milljarð íslenskra króna. Fimm milljónir færu til Atlético en hinar sex í að borga laun Félix. Hinn 23 ára gamli Félix er ósáttur með stöðu mála hjá Atlético og hefur gefið út að hann vilji komast í burtu frá höfuðborg Spánar. Bæði Manchester United og Arsenal eru talin hafa verið áhugasöm en samkvæmt Athletic á Félix að hafa heillast hvað mest af Chelsea og þeirra stefnu. Félix yrði þriðji leikmaðurinn til að ganga í raðir Chelsea í þessum mánuði en David Datro Fofana kom frá Molde í Noregi og þá kom Benoit Badiashile kom frá Monaco í Frakklandi. Portúgalinn lék með Benfica í heimalandinu áður en Atlético keypti hann á fúlgur fjár sumarið 2019. Varð hann Spánarmeistari með liðinu vorið 2021. Hann hefur til þessa spilað 131 leik fyrir Atlético og skorað í þeim 34 mörk ásamt því að gefa 18 stoðsendingar. Þá hefur hann spilað 28 A-landsleiki fyrir Portúgal.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Felix vill yfirgefa Madríd Portúgalski landsliðsmaðurinn João Félix hefur fengið nóg af bekkjarsetunni hjá Atlético Madríd og vill yfirgefa félagið þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. 26. nóvember 2022 11:30 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Felix vill yfirgefa Madríd Portúgalski landsliðsmaðurinn João Félix hefur fengið nóg af bekkjarsetunni hjá Atlético Madríd og vill yfirgefa félagið þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. 26. nóvember 2022 11:30