Hinn 49 ára gamli Spánverji var því ekki lengi atvinnulaus eftir að hann hætti með belgíska landsliðið eftir heimsmeistaramótið í desember.
Það verður því undir Martinez komið að ákveða framtíð Cristiano Ronaldo í landsliðstreyjunni.
Um novo ao serviço de Portugal : bem-vindo, Mister Roberto Martínez! #VesteABandeira
— Portugal (@selecaoportugal) January 9, 2023
A new at service: welcome, Coach Roberto Martínez! #WearTheFlag pic.twitter.com/TCDe3yzJr9
Martinez tekur við starfi Fernando Santos sem hætti með portúgalska landsliðið eftir að það datt óvænt út á móti Marokkó í átta liða úrslitum HM í Katar. Hann hafði áður hent Ronaldo út úr byrjunarliðinu.
Áður en Martinez gerðist landsliðsþjálfari Belga árið 2016 þá hafði hann stýrt ensku liðunum Everton og Wigan.
Martinez var með landslið Belga í sex ár og kom því meðal annars upp í efsta sæti FIFA-listans og í þriðja sæti á HM í Rússlandi 2018. Belgar unnu