Aaron Rodgers og félagar klúðruðu þessu: Svona lítur úrslitakeppni NFL út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2023 10:00 Aaron Rodgers eftir tap Green Bay Packers á móti Detroit Lions á heimavelli sínum í nótt. AP/Morry Gash Lokaumferð deildarkeppni NFL-deildarinnar fór fram um helgina og nú er því endanlega ljóst hvaða lið komust í úrslitakeppnina, hvaða lið eru á leið í sumarfrí og hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem byrjar strax um næstu helgi. Stærsta frétt helgarinnar var líklegast að Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers misstu af úrslitakeppninni eftir 20-16 tap á heimavelli á móti Detroit Lions. Sigur hafði nægt Packers liðinu og andstæðingarnir áttu heldur ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Rodgers, mikilvægasti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö ár, kastaði boltanum frá sér á úrslitastund og nýliðinn Kerby Joseph varð fyrsti leikmaðurinn til að komast inn í þrjár sendingar hjá Aaron Rodgers á sama tímabilinu. The #NFLPlayoffs start with #SuperWildCard Weekend! pic.twitter.com/blHs0K3j7n— NFL (@NFL) January 9, 2023 Þetta gæti alveg eins verið síðasti leikur Aaron Rodgers á ferlinum en óvíst er hvað hann gerir á næstu leiktíð þrátt fyrir að eiga ár eftir af samningi sínum. Seattle Seahawks græddi á þessu tapi Green Bay liðsins og komst í úrslitakeppnina eftir sigur á Los Angeles Rams í framlengingu. Miami Dolphins komst líka inn í úrslitakeppni eftir 11-6 sigur í baráttuleik á móti New York Jets en leikmenn Pittsburgh Steelers sátu eftir með sárt ennið þrátt fyrir flottan sigur á Cleveland Browns. Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers máttu tapa síðasta leik sínum en þetta er fyrsta tímabilið hjá Brady þar sem lið hans tapar fleiri leikjum en það vinnur. Brady og félagar spila lokaleik næstu helgar á móti liði Dallas Cowboys sem steinlá líka um helgina en komst samt inn í úrslitakeppnina. Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles voru með bestan árangur í deildunum tveimur og sitja því hjá í fyrstu umferðinni um næstu helgi. Hér fyrir neðan má sjá hvernig þessi fyrsta umferð úrslitakeppninnar lítur út um næstu helgi. Allir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Úrslitakeppnin 2023: Fyrsta umferð Laugardagur 14. janúar San Francisco 49ers - Seattle Seahawks (Klukkan: 21:30 að ísl. tíma) Jacksonville Jaguars - Los Angeles Chargers (Klukkan: 01:15) Sunnudagur 15. janúar Buffalo Bill - Miami Dolphins ((Klukkan: 18:00) Minnesota Vikings - New York Giants (Klukkan: 21:30) Cincinnati Bengals - Baltimore Ravens (Klukkan: 01:15) Mánudagur 15. janúar Tampa Bay Buccaneers - Dallas Cowboys (Klukkan: 01:15) View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) NFL Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Stærsta frétt helgarinnar var líklegast að Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers misstu af úrslitakeppninni eftir 20-16 tap á heimavelli á móti Detroit Lions. Sigur hafði nægt Packers liðinu og andstæðingarnir áttu heldur ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Rodgers, mikilvægasti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö ár, kastaði boltanum frá sér á úrslitastund og nýliðinn Kerby Joseph varð fyrsti leikmaðurinn til að komast inn í þrjár sendingar hjá Aaron Rodgers á sama tímabilinu. The #NFLPlayoffs start with #SuperWildCard Weekend! pic.twitter.com/blHs0K3j7n— NFL (@NFL) January 9, 2023 Þetta gæti alveg eins verið síðasti leikur Aaron Rodgers á ferlinum en óvíst er hvað hann gerir á næstu leiktíð þrátt fyrir að eiga ár eftir af samningi sínum. Seattle Seahawks græddi á þessu tapi Green Bay liðsins og komst í úrslitakeppnina eftir sigur á Los Angeles Rams í framlengingu. Miami Dolphins komst líka inn í úrslitakeppni eftir 11-6 sigur í baráttuleik á móti New York Jets en leikmenn Pittsburgh Steelers sátu eftir með sárt ennið þrátt fyrir flottan sigur á Cleveland Browns. Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers máttu tapa síðasta leik sínum en þetta er fyrsta tímabilið hjá Brady þar sem lið hans tapar fleiri leikjum en það vinnur. Brady og félagar spila lokaleik næstu helgar á móti liði Dallas Cowboys sem steinlá líka um helgina en komst samt inn í úrslitakeppnina. Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles voru með bestan árangur í deildunum tveimur og sitja því hjá í fyrstu umferðinni um næstu helgi. Hér fyrir neðan má sjá hvernig þessi fyrsta umferð úrslitakeppninnar lítur út um næstu helgi. Allir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Úrslitakeppnin 2023: Fyrsta umferð Laugardagur 14. janúar San Francisco 49ers - Seattle Seahawks (Klukkan: 21:30 að ísl. tíma) Jacksonville Jaguars - Los Angeles Chargers (Klukkan: 01:15) Sunnudagur 15. janúar Buffalo Bill - Miami Dolphins ((Klukkan: 18:00) Minnesota Vikings - New York Giants (Klukkan: 21:30) Cincinnati Bengals - Baltimore Ravens (Klukkan: 01:15) Mánudagur 15. janúar Tampa Bay Buccaneers - Dallas Cowboys (Klukkan: 01:15) View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Úrslitakeppnin 2023: Fyrsta umferð Laugardagur 14. janúar San Francisco 49ers - Seattle Seahawks (Klukkan: 21:30 að ísl. tíma) Jacksonville Jaguars - Los Angeles Chargers (Klukkan: 01:15) Sunnudagur 15. janúar Buffalo Bill - Miami Dolphins ((Klukkan: 18:00) Minnesota Vikings - New York Giants (Klukkan: 21:30) Cincinnati Bengals - Baltimore Ravens (Klukkan: 01:15) Mánudagur 15. janúar Tampa Bay Buccaneers - Dallas Cowboys (Klukkan: 01:15)
NFL Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira