Aaron Rodgers og félagar klúðruðu þessu: Svona lítur úrslitakeppni NFL út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2023 10:00 Aaron Rodgers eftir tap Green Bay Packers á móti Detroit Lions á heimavelli sínum í nótt. AP/Morry Gash Lokaumferð deildarkeppni NFL-deildarinnar fór fram um helgina og nú er því endanlega ljóst hvaða lið komust í úrslitakeppnina, hvaða lið eru á leið í sumarfrí og hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem byrjar strax um næstu helgi. Stærsta frétt helgarinnar var líklegast að Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers misstu af úrslitakeppninni eftir 20-16 tap á heimavelli á móti Detroit Lions. Sigur hafði nægt Packers liðinu og andstæðingarnir áttu heldur ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Rodgers, mikilvægasti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö ár, kastaði boltanum frá sér á úrslitastund og nýliðinn Kerby Joseph varð fyrsti leikmaðurinn til að komast inn í þrjár sendingar hjá Aaron Rodgers á sama tímabilinu. The #NFLPlayoffs start with #SuperWildCard Weekend! pic.twitter.com/blHs0K3j7n— NFL (@NFL) January 9, 2023 Þetta gæti alveg eins verið síðasti leikur Aaron Rodgers á ferlinum en óvíst er hvað hann gerir á næstu leiktíð þrátt fyrir að eiga ár eftir af samningi sínum. Seattle Seahawks græddi á þessu tapi Green Bay liðsins og komst í úrslitakeppnina eftir sigur á Los Angeles Rams í framlengingu. Miami Dolphins komst líka inn í úrslitakeppni eftir 11-6 sigur í baráttuleik á móti New York Jets en leikmenn Pittsburgh Steelers sátu eftir með sárt ennið þrátt fyrir flottan sigur á Cleveland Browns. Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers máttu tapa síðasta leik sínum en þetta er fyrsta tímabilið hjá Brady þar sem lið hans tapar fleiri leikjum en það vinnur. Brady og félagar spila lokaleik næstu helgar á móti liði Dallas Cowboys sem steinlá líka um helgina en komst samt inn í úrslitakeppnina. Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles voru með bestan árangur í deildunum tveimur og sitja því hjá í fyrstu umferðinni um næstu helgi. Hér fyrir neðan má sjá hvernig þessi fyrsta umferð úrslitakeppninnar lítur út um næstu helgi. Allir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Úrslitakeppnin 2023: Fyrsta umferð Laugardagur 14. janúar San Francisco 49ers - Seattle Seahawks (Klukkan: 21:30 að ísl. tíma) Jacksonville Jaguars - Los Angeles Chargers (Klukkan: 01:15) Sunnudagur 15. janúar Buffalo Bill - Miami Dolphins ((Klukkan: 18:00) Minnesota Vikings - New York Giants (Klukkan: 21:30) Cincinnati Bengals - Baltimore Ravens (Klukkan: 01:15) Mánudagur 15. janúar Tampa Bay Buccaneers - Dallas Cowboys (Klukkan: 01:15) View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) NFL Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Sjá meira
Stærsta frétt helgarinnar var líklegast að Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers misstu af úrslitakeppninni eftir 20-16 tap á heimavelli á móti Detroit Lions. Sigur hafði nægt Packers liðinu og andstæðingarnir áttu heldur ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Rodgers, mikilvægasti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö ár, kastaði boltanum frá sér á úrslitastund og nýliðinn Kerby Joseph varð fyrsti leikmaðurinn til að komast inn í þrjár sendingar hjá Aaron Rodgers á sama tímabilinu. The #NFLPlayoffs start with #SuperWildCard Weekend! pic.twitter.com/blHs0K3j7n— NFL (@NFL) January 9, 2023 Þetta gæti alveg eins verið síðasti leikur Aaron Rodgers á ferlinum en óvíst er hvað hann gerir á næstu leiktíð þrátt fyrir að eiga ár eftir af samningi sínum. Seattle Seahawks græddi á þessu tapi Green Bay liðsins og komst í úrslitakeppnina eftir sigur á Los Angeles Rams í framlengingu. Miami Dolphins komst líka inn í úrslitakeppni eftir 11-6 sigur í baráttuleik á móti New York Jets en leikmenn Pittsburgh Steelers sátu eftir með sárt ennið þrátt fyrir flottan sigur á Cleveland Browns. Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers máttu tapa síðasta leik sínum en þetta er fyrsta tímabilið hjá Brady þar sem lið hans tapar fleiri leikjum en það vinnur. Brady og félagar spila lokaleik næstu helgar á móti liði Dallas Cowboys sem steinlá líka um helgina en komst samt inn í úrslitakeppnina. Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles voru með bestan árangur í deildunum tveimur og sitja því hjá í fyrstu umferðinni um næstu helgi. Hér fyrir neðan má sjá hvernig þessi fyrsta umferð úrslitakeppninnar lítur út um næstu helgi. Allir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Úrslitakeppnin 2023: Fyrsta umferð Laugardagur 14. janúar San Francisco 49ers - Seattle Seahawks (Klukkan: 21:30 að ísl. tíma) Jacksonville Jaguars - Los Angeles Chargers (Klukkan: 01:15) Sunnudagur 15. janúar Buffalo Bill - Miami Dolphins ((Klukkan: 18:00) Minnesota Vikings - New York Giants (Klukkan: 21:30) Cincinnati Bengals - Baltimore Ravens (Klukkan: 01:15) Mánudagur 15. janúar Tampa Bay Buccaneers - Dallas Cowboys (Klukkan: 01:15) View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Úrslitakeppnin 2023: Fyrsta umferð Laugardagur 14. janúar San Francisco 49ers - Seattle Seahawks (Klukkan: 21:30 að ísl. tíma) Jacksonville Jaguars - Los Angeles Chargers (Klukkan: 01:15) Sunnudagur 15. janúar Buffalo Bill - Miami Dolphins ((Klukkan: 18:00) Minnesota Vikings - New York Giants (Klukkan: 21:30) Cincinnati Bengals - Baltimore Ravens (Klukkan: 01:15) Mánudagur 15. janúar Tampa Bay Buccaneers - Dallas Cowboys (Klukkan: 01:15)
NFL Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Sjá meira