Það voru þó Eistar sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Sergei Zenjov kom boltanum í netið á lokamínútu fyrri hálfleiks og staðan því 1-0, Eistum í vil, þegar gengið var til búningsherbergja.
Andri Lucas fékk svo tækifæri til að jafna metin fyrir íslenska liðið af vítapunktinum snemma í síðari hálfleik, en misnotaði spyrnuna og staðan því enn 1-0.
Hann fékk þó annað tækifæri á fyrstu mínútu uppbótartíma og í það skiptið gerði hann engin mistök og tryggði íslenska liðinu 1-1 jafntefli.