Fótbolti

Ancelotti þarf ekki Bellingham

Atli Arason skrifar
Ancelotti segist vera með nóg af góðum miðjumönnum og þarf því ekki að bæta Bellingham við.
Ancelotti segist vera með nóg af góðum miðjumönnum og þarf því ekki að bæta Bellingham við. Getty Images

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, hefur svo gott sem útilokað að Jude Bellingham, leikmaður Dortmund, muni skipta yfir til Real Madrid á næstunni.

Bellingham hefur verið orðaður við öll stærstu félög heims að undanförnu en Real Madrid og Liverpool eru þau sem hafa hvað oftast verið nefnd.

„Bellingham sýndi það á HM að hann er frábær miðjumaður. Það voru margir ungir leikmenn sem stóðu sig vel, eins og Enzo [Fernandez] hjá Argentínu. Spánverjarnir Pedri og Gavi áttu einnig gott mót," sagði Ancelotti á fréttamannafundi sínum fyrir leik Real gegn Villareal í spænsku úrvalsdeildinni.

„Það eru margir ungir miðjumenn að brjótast fram á sjónarsviðið en ég held mér við þá sem ég hef. Tchouameni, Camavinga, Valverde. Við erum með marga góða unga miðjumenn,“ bætti Ancelotti við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×