Fótbolti

Margrét Árnadóttir semur við Parma

Atli Arason skrifar
Margrét Árnadóttir í treyju Parma
Margrét Árnadóttir í treyju Parma Heimasíða Þór/KA

Margrét Árnadóttir hefur yfirgefið Þór/KA og heldur út til Ítalíu þar sem hún mun leika með Parma í Serie-A.

Samningur Margrétar við Þór/KA rann út um áramótin en Parma heyrði fyrst í Margréti þann 28. desember og tveimur dögum síðar var samningur undirritaður. Margrét er samningsbundin Parma út yfirstandandi leiktíð með möguleika á framlengdum samning.

„Mig hefur lengi langað að fara út í atvinnumennsku og hefur alltaf langað að prófa að flytja á meginland Evrópu. Þannig að eftir þetta tímabil ákvað ég aðeins að fara að skoða hvaða möguleika ég ætti,“ sagði Margrét í viðtali við heimasíðu Þór/KA

Parma er sem stendur í 10. og neðsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með sex stig eftir 12 leiki. Þrátt fyrir erfiða stöðu er Margrét bjartsýn fyrir komandi átök.

„Þótt þær [Parma] séu í erfiðri stöðu akkúrat núna er þetta mjög 'professional' klúbbur og með mikla sögu. Síðan eru líka nægir leikir til að snúa stöðunni sér í hag,“ sagði Margrét Árnadóttir, leikmaður Parma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×