Messi hampaði eftirlíkingu úr plasti Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. janúar 2023 16:00 Hér má sjá Lionel Messi fagna heimsmeistaratitli Argentínu í fyrra mánuði með eftirlíkingu af verðlaunastyttunni góðu. Chris Brunskill/Getty Images Vinsælasta ljósmynd allra tíma á Instagram er mynd af Lionel Messi þar sem hann lyftir verðlaunastyttunni eftir að Argentína varð heimsmeistari í fótbolta. Nú hefur komið í ljós að Messi var að hampa eftirlíkingu sem argentísk hjón bjuggu til fyrir keppnina. Messi tók við af eggi Í heil fjögur ár var ljósmynd af eggi vinsælasta myndin á Instagram. Þetta er bara egg og eini tilgangurinn með myndinni var að fá flest læk í heimi. Það tókst. 58 milljónir læka. Það tók hins vegar ekki nema um sólarhring fyrir Lionel Messi að slá metið þegar hann, já og reyndar Argentína, varð heimsmeistari í fótbolta rétt fyrir jól. Messi póstaði mynd af sér að hampa verðlaunagripnum og búmm, á einum sólarhring lækuðu 75 milljónir manna myndina. Argentínumenn líklega í meirihluta. View this post on Instagram A post shared by Leo Messi (@leomessi) Fór sigurhringinn með eftirlíkingu úr plasti Nú hefur komið í ljós að verðlaunagripurinn sem Messi lyftir á myndinni er ómerkileg eftirlíking sem argentísk hjón létu búa til rétt fyrir keppnina og tóku með sér til Katar. Það var liðsfélagi Messi, Ángel di María, sem gerði Messi grein fyrir því að hann væri að hampa eftirlíkingu, argentískur ljósmyndari náði myndum af því þar sem þeir hlæja að mistökunum og þegar ljósmyndarinn fór að grafast fyrir um að hverju félagarnir væru að hlæja, komst hann að hinu sanna. Voru sex mánuði að búa til eftirlíkingu Hjónin sem bjuggu til eftirlíkinguna hafa greint frá því í argentískum fjölmiðlum að það hafi tekið þau sex mánuði að búa til eftirlíkinguna. Hún er jafn þung og verðlaunagripurinn sjálfur sem er rúmlega 6 kíló af 18 karata gulli, metinn á andvirði 36 milljóna íslenskra króna. Eftirlíkingin er hins vegar úr plasti og kvarsi og síðan þakin gullmálningu. Þau segjast bara hafa ætlað sér að reyna að fá alla leikmennina til að árita gripinn og svo ætlað að eiga hann til minja, fyrir mistök hafi hann ratað í hendurnar á Messi sem hélt að hann væri með hinn ekta grip og hljóp heiðurshringinn með plaststyttuna. Argentínumenn fúlir út í hjónin Margir Argentínumenn kunna hjónunum litlar þakkir fyrir uppátækið, þau hafi með þessu eyðilagt ógleymanlegt augnablik sem Argentínumenn hafi beðið eftir í 36 ár. Nú séu skjámyndir á tölvum og símum, ljósmyndir og plaköt sem þekja heimili argentísku þjóðarinnar bara ómerkilegar ljósmyndir af plaststyttu sem í raun er einskis virði. Argentína HM 2022 í Katar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Messi tók við af eggi Í heil fjögur ár var ljósmynd af eggi vinsælasta myndin á Instagram. Þetta er bara egg og eini tilgangurinn með myndinni var að fá flest læk í heimi. Það tókst. 58 milljónir læka. Það tók hins vegar ekki nema um sólarhring fyrir Lionel Messi að slá metið þegar hann, já og reyndar Argentína, varð heimsmeistari í fótbolta rétt fyrir jól. Messi póstaði mynd af sér að hampa verðlaunagripnum og búmm, á einum sólarhring lækuðu 75 milljónir manna myndina. Argentínumenn líklega í meirihluta. View this post on Instagram A post shared by Leo Messi (@leomessi) Fór sigurhringinn með eftirlíkingu úr plasti Nú hefur komið í ljós að verðlaunagripurinn sem Messi lyftir á myndinni er ómerkileg eftirlíking sem argentísk hjón létu búa til rétt fyrir keppnina og tóku með sér til Katar. Það var liðsfélagi Messi, Ángel di María, sem gerði Messi grein fyrir því að hann væri að hampa eftirlíkingu, argentískur ljósmyndari náði myndum af því þar sem þeir hlæja að mistökunum og þegar ljósmyndarinn fór að grafast fyrir um að hverju félagarnir væru að hlæja, komst hann að hinu sanna. Voru sex mánuði að búa til eftirlíkingu Hjónin sem bjuggu til eftirlíkinguna hafa greint frá því í argentískum fjölmiðlum að það hafi tekið þau sex mánuði að búa til eftirlíkinguna. Hún er jafn þung og verðlaunagripurinn sjálfur sem er rúmlega 6 kíló af 18 karata gulli, metinn á andvirði 36 milljóna íslenskra króna. Eftirlíkingin er hins vegar úr plasti og kvarsi og síðan þakin gullmálningu. Þau segjast bara hafa ætlað sér að reyna að fá alla leikmennina til að árita gripinn og svo ætlað að eiga hann til minja, fyrir mistök hafi hann ratað í hendurnar á Messi sem hélt að hann væri með hinn ekta grip og hljóp heiðurshringinn með plaststyttuna. Argentínumenn fúlir út í hjónin Margir Argentínumenn kunna hjónunum litlar þakkir fyrir uppátækið, þau hafi með þessu eyðilagt ógleymanlegt augnablik sem Argentínumenn hafi beðið eftir í 36 ár. Nú séu skjámyndir á tölvum og símum, ljósmyndir og plaköt sem þekja heimili argentísku þjóðarinnar bara ómerkilegar ljósmyndir af plaststyttu sem í raun er einskis virði.
Argentína HM 2022 í Katar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira