Fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd flytja á Laugarvatn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. janúar 2023 13:03 Húsnæðið og heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem verður notuð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Magnús Hlynur Hreiðarsson Umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem koma hingað til lands munu meðal annars fá inni á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tóm í nokkur ár. Um fimmtíu manns munu því flytja á Laugarvatn á næstunni, barnlaus pör og litlar fjölskyldur. Vinnumálastofnun hefur upplýst um að ætlunin sé að taka heimavist HÍ á Laugarvatni undir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Rekstur úrræðisins verður á vegum ríkisins, en það er Vinnumálastofnun sem sér um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar, sem fékk nýlega fréttir af þessu með Laugarvatn. „Þetta þýðir að þarna verða búsettir til skamms tíma 40 til 50 manns, sem eru þá þar með húsnæði og eru að bíða eftir að fá niðurstöðu um það hvort þau fá dvalarleyfi til að vera á Íslandi eða ekki,” segir Ásta og bæti við. „Þetta er náttúrulega húsnæði í eigu ríkisins og það hefur bara verið erfitt að finna nægilega mikið af húsnæði til að hýsa þennan hóp.” Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Aðsend Ásta segir að heimavistin hafi ekki verið í notkun upp á síðkastið en þar eru 30 tveggja manna herbergi og eldhús og matsalur. „Okkur var tilkynnt um að þetta væri í undirbúningi en það er ekki verið að gera samning við sveitarfélagið og við erum ekkert að veita neina umsögn um þetta verkefni. Við höfum afskaplega lítið um þetta að segja, ríkið er bara að koma starfsemi í húsnæði það sem það á,” segir Ásta. En hvernig líst heimamönnum á Laugarvatni að þangað séu að flytja um 50 manns? „Ég heyri nú ekki annað en að íbúar á Laugarvatni taki þessu nú bara ágætlega og þeir vilja auðvitað fylgjast með og fá upplýsingar eftir því, sem þær berast en það eru líka margir, sem eru ánægðir með það að það komi eitthvað líf í þetta hús, sem hefur staðið autt allt of lengi,” segir sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Reiknað er með að fyrstu íbúarnir á heimavistina flytji þar inn eftir tvær til þrjár vikur. Húsnæðið er komið til ára sinna og lítið, sem ekkert viðhald hefur verið á því síðustu ár samkvæmt upplýsingum frá sveitarstjóra Bláskógabyggðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Vinnumálastofnun hefur upplýst um að ætlunin sé að taka heimavist HÍ á Laugarvatni undir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Rekstur úrræðisins verður á vegum ríkisins, en það er Vinnumálastofnun sem sér um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar, sem fékk nýlega fréttir af þessu með Laugarvatn. „Þetta þýðir að þarna verða búsettir til skamms tíma 40 til 50 manns, sem eru þá þar með húsnæði og eru að bíða eftir að fá niðurstöðu um það hvort þau fá dvalarleyfi til að vera á Íslandi eða ekki,” segir Ásta og bæti við. „Þetta er náttúrulega húsnæði í eigu ríkisins og það hefur bara verið erfitt að finna nægilega mikið af húsnæði til að hýsa þennan hóp.” Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Aðsend Ásta segir að heimavistin hafi ekki verið í notkun upp á síðkastið en þar eru 30 tveggja manna herbergi og eldhús og matsalur. „Okkur var tilkynnt um að þetta væri í undirbúningi en það er ekki verið að gera samning við sveitarfélagið og við erum ekkert að veita neina umsögn um þetta verkefni. Við höfum afskaplega lítið um þetta að segja, ríkið er bara að koma starfsemi í húsnæði það sem það á,” segir Ásta. En hvernig líst heimamönnum á Laugarvatni að þangað séu að flytja um 50 manns? „Ég heyri nú ekki annað en að íbúar á Laugarvatni taki þessu nú bara ágætlega og þeir vilja auðvitað fylgjast með og fá upplýsingar eftir því, sem þær berast en það eru líka margir, sem eru ánægðir með það að það komi eitthvað líf í þetta hús, sem hefur staðið autt allt of lengi,” segir sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Reiknað er með að fyrstu íbúarnir á heimavistina flytji þar inn eftir tvær til þrjár vikur. Húsnæðið er komið til ára sinna og lítið, sem ekkert viðhald hefur verið á því síðustu ár samkvæmt upplýsingum frá sveitarstjóra Bláskógabyggðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira