Körfubolti

LeBron James snéri aftur öflugur eftir veikindi

Hjörvar Ólafsson skrifar
LeBron James sækir að De'Andre Hunter og setur niður tvö af þeim 25 stigum sem hann skoraði í leiknum. 
LeBron James sækir að De'Andre Hunter og setur niður tvö af þeim 25 stigum sem hann skoraði í leiknum.  Vísir/Getty

LeBron James reis úr rekkju eftir að hafa glímt við veikindi síðustu daga go skoraði 25 stig í sigri Los Angeles Lakers gegn Atlanta Hawks í NBA-deildinni í körfubolta karla í nótt sem leið.

Lokatölur í þeim leik urðu 130-114 Los Angeles Lakers í vil. 

Charlotte Hornets setti svo met þegar liðið Milwaukee Bucks að velli 138 -109. Leikmenn Charlotte Hornets skoruðu 51 stig í fyrsta leikhluta sem er met. Terry Rozier og LaMelo Ball röðuðu niður þriggja stiga körfum í þeim leik. 

Kevin Durant skoraði 33 og tók 10 fráköst þegar Brooklyn Nets sótti 108-102 sigur á móti New Orleans Pelicans. Þá setti Julius Randle niður 32 stig og reif niður 11 fráköst þegar New York Knicks hafði betur, 112-108, á móti Toronto Raptors.

Úrslitin í leikjum næturinnar urðu eftirfarandi:

Los Angeles Lakers - Atlanta Hawks 130-114 

Phoenix Suns - Miami Heat 96-104 

Minnesota Timberwolves - Los Angeles Clippers 128-115  

Denver Nuggets - Cleveland Cavaliers 121 - 108 

San Antonio Spurs - Detroit Pistons 121 - 109 

Milwaukee Bucks - Charlotte Hornets 109 - 138 

Oklahoma City Thunder - Washington Wizards 127 - 110 

New Orleans Pelicans - Brooklyn Nets 102 - 108 

Toronto Raptors - New York Knicks 108 - 112  

Indiana Pacers - Portland Trail Blazers 108 - 99 

Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 112 - 126 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×