„Vonandi sjáum við öll að okkur í þessu máli“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. janúar 2023 09:01 Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, körfuboltadómari, lagði flautuna á hilluna í síðasta mánuði. Ástæðan er svívirðingar, dónaskapur og persónuníð. Formaður dómaranefndar KKÍ, Jón Bender, segir starfsumhverfið óboðlegt og undanskilur ekki yngri flokka. „Það er mjög erfitt að vera dómari í dag og hefur bara jafnvel versnað eftir Covid,“ sagði Jón í samtali við Stöð 2. „Það eru ekki bara körfuboltadómarar sem finna fyrir þessu, heldur aðrir dómarar líka í öðrum íþróttum og þetta er eitthvað sem þarf að laga.“ „Fyrir framhaldið getur þetta haft þá þýðingu að það verði erfiðara að fá nýliða í dómgæslu og það viljum við ekki sjá. Það hefur verið nógu erfitt fyrir. Þannig að við þurfum að bæta umhverfið og fá alla þá aðstoð sem við getum til þess að halda áfram að fjölga og gera starfsumhverfið betra.“ Þá segir Jón að félögin beri að einhverju leyti ábyrgð á málum sem þessum. „Já, að einhverju leyti. Það er kannski ekki alfarið þeirra, en þau stýra ekki alveg hverjir koma í húsin. En vissulega þurfa þau að hjálpa okkur að hafa þetta eins og þetta á að vera. Og ekki bara félögin, heldur sérsamböndin og aðrir.“ Jón segir enn fremur að staðan hafi versnað á undanförnum árum. „Klárlega. Eins og ég segi þá held ég að þetta hafi versnað eftir Covid og í Covid. Maður sér það líka bara almennt í samfélaginu.“ Jóni þykir sérstaklega slæmt að heyra þegar fólk svívirðir dómara persónulega. „Já og persónulegum. Og það er það sem er slæmt. Það er eitt að púa á dómarann, en það er annað að nota persónulegar svívirðingar.“ Þá segist Jón sem betur fer ekki vita til þess að fleiri dómarar séu að íhuga að leggja flautuna á hilluna. „Sem betur fer veit ég ekki af því enn þá, en þetta er allt brothætt. Vonandi verður það ekki og vonandi sjáum við öll að okkur í þessu máli.“ Viðtalið við Jón í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jón Bender, formaður KKDÍ. Subway-deild karla Tengdar fréttir Flautan á hilluna vegna svívirðinga: „Meinaði fjölskyldunni að mæta á þá leiki sem ég dæmdi“ Körfuboltadómarinn Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna eftir að hafa starfað við dómgæslu undanfarin sjö ár. Hann segir ástæðuna vera svívirðingar, dónaskap og persónuníð sem hann hefur mátt þola á sínum dómaraferli. 5. janúar 2023 18:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
„Það er mjög erfitt að vera dómari í dag og hefur bara jafnvel versnað eftir Covid,“ sagði Jón í samtali við Stöð 2. „Það eru ekki bara körfuboltadómarar sem finna fyrir þessu, heldur aðrir dómarar líka í öðrum íþróttum og þetta er eitthvað sem þarf að laga.“ „Fyrir framhaldið getur þetta haft þá þýðingu að það verði erfiðara að fá nýliða í dómgæslu og það viljum við ekki sjá. Það hefur verið nógu erfitt fyrir. Þannig að við þurfum að bæta umhverfið og fá alla þá aðstoð sem við getum til þess að halda áfram að fjölga og gera starfsumhverfið betra.“ Þá segir Jón að félögin beri að einhverju leyti ábyrgð á málum sem þessum. „Já, að einhverju leyti. Það er kannski ekki alfarið þeirra, en þau stýra ekki alveg hverjir koma í húsin. En vissulega þurfa þau að hjálpa okkur að hafa þetta eins og þetta á að vera. Og ekki bara félögin, heldur sérsamböndin og aðrir.“ Jón segir enn fremur að staðan hafi versnað á undanförnum árum. „Klárlega. Eins og ég segi þá held ég að þetta hafi versnað eftir Covid og í Covid. Maður sér það líka bara almennt í samfélaginu.“ Jóni þykir sérstaklega slæmt að heyra þegar fólk svívirðir dómara persónulega. „Já og persónulegum. Og það er það sem er slæmt. Það er eitt að púa á dómarann, en það er annað að nota persónulegar svívirðingar.“ Þá segist Jón sem betur fer ekki vita til þess að fleiri dómarar séu að íhuga að leggja flautuna á hilluna. „Sem betur fer veit ég ekki af því enn þá, en þetta er allt brothætt. Vonandi verður það ekki og vonandi sjáum við öll að okkur í þessu máli.“ Viðtalið við Jón í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jón Bender, formaður KKDÍ.
Subway-deild karla Tengdar fréttir Flautan á hilluna vegna svívirðinga: „Meinaði fjölskyldunni að mæta á þá leiki sem ég dæmdi“ Körfuboltadómarinn Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna eftir að hafa starfað við dómgæslu undanfarin sjö ár. Hann segir ástæðuna vera svívirðingar, dónaskap og persónuníð sem hann hefur mátt þola á sínum dómaraferli. 5. janúar 2023 18:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Flautan á hilluna vegna svívirðinga: „Meinaði fjölskyldunni að mæta á þá leiki sem ég dæmdi“ Körfuboltadómarinn Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna eftir að hafa starfað við dómgæslu undanfarin sjö ár. Hann segir ástæðuna vera svívirðingar, dónaskap og persónuníð sem hann hefur mátt þola á sínum dómaraferli. 5. janúar 2023 18:00
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti