Fótbolti

Henry tilbúinn að fórna milljónum til að verða landsliðsþjálfari Belga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thierry Henry var aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins en vill nú hækka í tign.
Thierry Henry var aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins en vill nú hækka í tign. getty/Lionel Hahn

Thierry Henry vill taka við belgíska landsliðinu í fótbolta og er tilbúinn að stýra því fyrir mun lægri laun en Roberto Martínez fékk fyrir það.

Belgar eru í þjálfaraleit eftir að Martínez hætti eftir heimsmeistaramótið í Katar. Belgíska liðið olli þar miklum vonbrigðum og komst ekki upp úr sínum riðli.

Henry var aðstoðarmaður Martínez í tvígang og vill núna verða hækkaður í tign og taka við belgíska liðinu. Hann hefur þó ekki sótt formlega um starfið.

Martínez var með 2,65 milljónir punda í laun fyrir að þjálfa belgíska liðið en Henry er tilbúinn að taka við því fyrir talsvert lægri upphæð.

Tveir af reynslumestu leikmönnum Belga, þeir Tody Alderweireld og Romelu Lukaku, vilja líka að Henry fái starfið. Framundan er undankeppni EM á þessu ári og svo lokakeppnin á því næsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×