Varaskeifan segir frá: Manndráp í Afganistan, kókaín og fjölskylduerjur Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 5. janúar 2023 23:08 Mikill spenningur hefur myndast í keingum bókaútgáfuna. Getty/Mike Kemp Eintök af nýrri sjálfsævisögu Harry Bretaprins sem nefnist „Spare“ eða „Varaskeifan“ hafa valdið miklum usla hjá þeim meðlimum bresku pressunnar sem hafa fengið að lesa bókina á undan almenningi. Í bókinni talar Harry um það þegar hann tapaði sveindómnum, notaði kókaín og drap 25 í Afganistan. Bókin verður sett í sölu þann 10. janúar næstkomandi en eintök bókarinnar fóru fyrir mistök í sölu á Spáni í dag, fimm dögum áður en sala bókarinnar á að hefjast. Sky News greinir frá þessu. Harry virðist í bókinni meðal annars fylla í eyður sem hafa verið til staðar síðan hann og kona hans Meghan Markle sögðu sig frá konunglegum skyldum og úr konungsfjölskyldunni. Einnig færir hann lesendum innsýn inn í mótunarár sín og segir frá því þegar hann svaf hjá í fyrsta skipti og þegar hann prófaði kókaín sautján ára gamall. Þá greinir prinsinn frá því að hann hafi drepið 25 einstaklinga þegar hann var staðsettur með breska hernum í Afganistan en Harry var í hernum í áratug. „Ég gat alltaf séð hversu marga óvini ég hafði drepið og það virtist nauðsynlegt fyrir mig að hræðast fjöldann ekki. Á meðal þess mikilvægasta sem ég lærði í hernum var það að bera ábyrgð á eigin gjörðum,“ skrifar Harry. Komst að andlátinu í gegnum BBC Einnig greinir hann frá því að hann og bróðir hans Vilhjálmur, hafi beðið Karl föður sinn, þá Bretaprins að giftast ekki Kamillu. Kamilla er núverandi eiginkona konungs. Bræðurnir hafi tilkynnt föður sínum að þeir myndu bjóða hana velkomna í fjölskylduna en þeim þætti ekki nauðsynlegt að hann myndi gifta sig í annað sinn. Í bókinni er Harry einnig sagður reifa slagsmál á milli sín og bróður síns vegna þess hvernig Vilhjálmur talaði um Markle. Þá kemur einnig fram að Harry hafi komist að andláti ömmu sinnar í gegnum fréttaflutning breska ríkisútvarpsins og að faðir hans hafi beðið hann um að koma ekki með Meghan til Balmoral þar sem fjölskyldan hittist við dánarbeð drottningar. Í tilkynningu frá þáttastjórnandanum Stephen Colbert kemur fram að Harry muni mæta í viðtal til hans á miðvikudagsmorgun í næstu viku, daginn eftir útgáfu bókarinnar og ræða innihald hennar. Þátturinn hefst á CBS klukkan 04:35 á íslenskum tíma. #BREAKING: Prince Harry, The Duke of Sussex, will join @StephenAtHome for an exclusive late night interview on #Colbert to discuss his new memoir, #Spare.Watch only on @CBS & @paramountplus on Tuesday, January 10th at 11:35/10:35c.https://t.co/zXXq8fwR1c pic.twitter.com/TmxJSBvkPD— The Late Show (@colbertlateshow) January 5, 2023 Bókmenntir Kóngafólk Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Hernaður Afganistan Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Bókin verður sett í sölu þann 10. janúar næstkomandi en eintök bókarinnar fóru fyrir mistök í sölu á Spáni í dag, fimm dögum áður en sala bókarinnar á að hefjast. Sky News greinir frá þessu. Harry virðist í bókinni meðal annars fylla í eyður sem hafa verið til staðar síðan hann og kona hans Meghan Markle sögðu sig frá konunglegum skyldum og úr konungsfjölskyldunni. Einnig færir hann lesendum innsýn inn í mótunarár sín og segir frá því þegar hann svaf hjá í fyrsta skipti og þegar hann prófaði kókaín sautján ára gamall. Þá greinir prinsinn frá því að hann hafi drepið 25 einstaklinga þegar hann var staðsettur með breska hernum í Afganistan en Harry var í hernum í áratug. „Ég gat alltaf séð hversu marga óvini ég hafði drepið og það virtist nauðsynlegt fyrir mig að hræðast fjöldann ekki. Á meðal þess mikilvægasta sem ég lærði í hernum var það að bera ábyrgð á eigin gjörðum,“ skrifar Harry. Komst að andlátinu í gegnum BBC Einnig greinir hann frá því að hann og bróðir hans Vilhjálmur, hafi beðið Karl föður sinn, þá Bretaprins að giftast ekki Kamillu. Kamilla er núverandi eiginkona konungs. Bræðurnir hafi tilkynnt föður sínum að þeir myndu bjóða hana velkomna í fjölskylduna en þeim þætti ekki nauðsynlegt að hann myndi gifta sig í annað sinn. Í bókinni er Harry einnig sagður reifa slagsmál á milli sín og bróður síns vegna þess hvernig Vilhjálmur talaði um Markle. Þá kemur einnig fram að Harry hafi komist að andláti ömmu sinnar í gegnum fréttaflutning breska ríkisútvarpsins og að faðir hans hafi beðið hann um að koma ekki með Meghan til Balmoral þar sem fjölskyldan hittist við dánarbeð drottningar. Í tilkynningu frá þáttastjórnandanum Stephen Colbert kemur fram að Harry muni mæta í viðtal til hans á miðvikudagsmorgun í næstu viku, daginn eftir útgáfu bókarinnar og ræða innihald hennar. Þátturinn hefst á CBS klukkan 04:35 á íslenskum tíma. #BREAKING: Prince Harry, The Duke of Sussex, will join @StephenAtHome for an exclusive late night interview on #Colbert to discuss his new memoir, #Spare.Watch only on @CBS & @paramountplus on Tuesday, January 10th at 11:35/10:35c.https://t.co/zXXq8fwR1c pic.twitter.com/TmxJSBvkPD— The Late Show (@colbertlateshow) January 5, 2023
Bókmenntir Kóngafólk Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Hernaður Afganistan Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira