Meiriháttar gagnaleki hjá Twitter gæti ógnað andófsfólki Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2023 15:46 Mikið hefur gengið á hjá Twitter að undanförnu og verulega kvarnast úr starfsliðinu. Gögnunum virðist þó hafa verið stolið í lok árs 2021, mörgum mánuðum áður en eigendaskipti urðu hjá samfélagsmiðlinum. AP/Jeff Chiu Tölvuþrjótar láku upplýsingum um 235 milljónir notenda samfélagsmiðilsins Twitter og tölvupóstföngin sem þeir notuðu til þess að stofna reikninga sína. Með gögnunum er mögulegt að rekja spor nafnlausra notenda sem gæti ógnað öryggi andófsfólks. Washington Post segir að svo virðist sem að gögnin hafi verið tekin saman síðla árs 2021 og þau birt á vinsælu markaðstorgi tölvuþrjóta. Þjófarnir hafi notfært sér galla í kerfi Twitter sem gerði óviðkomandi kleift að að finna notendur miðilsins með tölvupóstfangi eða símanúmeri þeirra. Öryggissérfræðingur sem blaðið ræðir við segir að lekinn skapi hættu á að fólk sem notar Twitter til þess að gagnrýna stjórnvöld eða valdamikla einstaklinga í skjóli nafnleysis verði afhjúpað, handtekið eða beitt ofbeldi eða fjárkúgunum. Þrír af hverjum fjórum notendum miðilsins eru utan Bandaríkjanna og Kanada. Þrjótarnir gætu enn fremur notað tölvupóstföngin til þess að skipta um lykilorð notenda og taka reikninga þeirra yfir, sérstaklega þeirra sem eru ekki með tvífasaauðkenningu. Forsvarsmenn Twitters sögðust hafa fengið vitneskju um gallann í janúar en hann hafi verið til staðar í um sjö mánuði eftir uppfærslu á hugbúnaðinum. Tölvuþrjótar hafi reynt að selja upplýsingar um 5,4 milljónir notenda í júlí. Nær öruggt er talið að þeim gögnum hafi verið stolið með sama hætti og þeim sem nú eru til sölu. Eftirlitsstofnanir beggja vegna Atlantsála fylgjast nú þegar grannt með Twitter vegna brota á persónuverndarlögum. Talið er að aukinn kraftur færist í þær rannsóknir vegna tíðindanna af meiriháttar gagnalekanum. Stjórnendur Twitter svöruðu ekki fyrirspurnum Washington Post um lekann. Twitter Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Washington Post segir að svo virðist sem að gögnin hafi verið tekin saman síðla árs 2021 og þau birt á vinsælu markaðstorgi tölvuþrjóta. Þjófarnir hafi notfært sér galla í kerfi Twitter sem gerði óviðkomandi kleift að að finna notendur miðilsins með tölvupóstfangi eða símanúmeri þeirra. Öryggissérfræðingur sem blaðið ræðir við segir að lekinn skapi hættu á að fólk sem notar Twitter til þess að gagnrýna stjórnvöld eða valdamikla einstaklinga í skjóli nafnleysis verði afhjúpað, handtekið eða beitt ofbeldi eða fjárkúgunum. Þrír af hverjum fjórum notendum miðilsins eru utan Bandaríkjanna og Kanada. Þrjótarnir gætu enn fremur notað tölvupóstföngin til þess að skipta um lykilorð notenda og taka reikninga þeirra yfir, sérstaklega þeirra sem eru ekki með tvífasaauðkenningu. Forsvarsmenn Twitters sögðust hafa fengið vitneskju um gallann í janúar en hann hafi verið til staðar í um sjö mánuði eftir uppfærslu á hugbúnaðinum. Tölvuþrjótar hafi reynt að selja upplýsingar um 5,4 milljónir notenda í júlí. Nær öruggt er talið að þeim gögnum hafi verið stolið með sama hætti og þeim sem nú eru til sölu. Eftirlitsstofnanir beggja vegna Atlantsála fylgjast nú þegar grannt með Twitter vegna brota á persónuverndarlögum. Talið er að aukinn kraftur færist í þær rannsóknir vegna tíðindanna af meiriháttar gagnalekanum. Stjórnendur Twitter svöruðu ekki fyrirspurnum Washington Post um lekann.
Twitter Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira