Körfubolti

Lét boltann liggja á gólfinu í tuttugu sekúndur og komst upp með það

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ja Morant, bakvörður Memphis Grizzlies, tekur oft upp á ýmsu í leikjum sínum í NBA-deildinni.
Ja Morant, bakvörður Memphis Grizzlies, tekur oft upp á ýmsu í leikjum sínum í NBA-deildinni. AP/Nikki Boertman

NBA-stjarnan Ja Morant bauð upp á mjög undarleg tilþrif í stórsigri Memphis Grizzlies á Charlotte Hornets í NBA deildinni í körfubolta í nótt.

Atvikið gerðist í þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum og Memphis Grizzlies liðið var komið næstum því þrjátíu stiga forskot.

Sókn Grizzlies mann hófst á því að Morant lét boltann liggja á gólfinu í tuttugu sekúndur. Charlotte hafði sett niður þrist og Memphis tekið boltann inn.

Leiklukkan gekk en skotklukkan fór ekki í gang því enginn hafði komið við boltann inn á vellinum.

Boltinn lá þarna á gólfinu fyrir framan Morant í allan þann tíma þar til að loksins kom leikmaður Charlotte Hornets og setti pressu á hann. Þá tók Morant boltann upp og hóf sóknina.

Ja Morant endaði leikinn með 23 stig og 8 stoðsendingar á 27 mínútum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×