Þorleifur: Mér fannst eiginlega galið hvað ég var ósáttur með mikið í hálfleik en við vorum samt að spila vel Siggeir Ævarsson skrifar 4. janúar 2023 21:36 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Grindavík vann nokkuð öruggan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld. Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik keyrðu Grindvíkingar hreinlega yfir gestina og munurinn orðinn 30 stig þegar mest var. Þessi leikur var eiginlega bara búinn í þriðja leikhluta. „Já ég er sammála því, við vorum virkilega góðar. Mér fannst eiginlega galið hvað ég var ósattur með mikið í hálfleik en við vorum samt að spila vel. Margt sem gekk betur í seinni og í þriðja var þetta flott. Verst með þessar síðustu fimm mínútur í fjórða en annars bara frábær leikur,“ sagði Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Þessar síðustu mínútur keyrðu Fjölniskonur á byrjunarliðinu sínu og settu 5 þrista í röð, á meðan reynsluminni leikmenn Grindavíkur fengu sénsinn og nokkrar mínútur í sarpinn. Það voru greinilega ólíkar áherslur hjá þjálfurunum í kvöld. „Já það er hennar ákvörðun en ég var að reyna að koma fleirum inná. Gat það þó ekki alveg þegar þær ná þessu niður í 15 stig. Tók ekki sénsinn á því og tók leikhlé og sem betur fer kláruðum við þetta flott.“ Varnarleikur Grindvíkinga var að sjá þéttur í kvöld, þær léku stíft og gerðu Fjölniskonum erfitt fyrir án þess að senda þær mikið á vítalínuna. Lalli sá þetta þó ekki með sömu augum, mistökin voru of mörg að hans mati. „Ég var hundfúll með vörnina. Eigum við ekki að segja bara frekar að Fjölnir hafi hitt illa? Sóknarlega vorum við frábærar og pikkuðum þetta upp varnarlega góðan part af leiknum og vorum alveg mættar. En það komu margir alltof slæmir kaflar varnarlega, við vorum að tala illa og illa staðsettar. Við erum að vinna mikið í því en það er svona smá ruglingur í gangi. En þetta var bara flott.“ Grindvíkingar náðu með þessum sigri að slíta sig aðeins frá neðri parti deildarinnar og eiga tvo sigra á Fjölni sem sitja í sætinu fyrir neðan. En það er brekka upp í efri part deildarinnar og sæti í úrslitakeppninni. „Já það er það, klárlega. Við verðum að fara að vinna liðin fyrir ofan okkur ef við ætlum að komast þangað. Vonandi fer það að ganga bara fljótlega.“ Subway-deild kvenna Grindavík Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fjölnir 94-79 | Þægilegur Grindavíkursigur Grindavík vann þægilegan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Heimastúlkur náðu mest þrjátíu stiga forskoti og unnu að lokum 94-79 sigur. 4. janúar 2023 19:58 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
„Já ég er sammála því, við vorum virkilega góðar. Mér fannst eiginlega galið hvað ég var ósattur með mikið í hálfleik en við vorum samt að spila vel. Margt sem gekk betur í seinni og í þriðja var þetta flott. Verst með þessar síðustu fimm mínútur í fjórða en annars bara frábær leikur,“ sagði Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Þessar síðustu mínútur keyrðu Fjölniskonur á byrjunarliðinu sínu og settu 5 þrista í röð, á meðan reynsluminni leikmenn Grindavíkur fengu sénsinn og nokkrar mínútur í sarpinn. Það voru greinilega ólíkar áherslur hjá þjálfurunum í kvöld. „Já það er hennar ákvörðun en ég var að reyna að koma fleirum inná. Gat það þó ekki alveg þegar þær ná þessu niður í 15 stig. Tók ekki sénsinn á því og tók leikhlé og sem betur fer kláruðum við þetta flott.“ Varnarleikur Grindvíkinga var að sjá þéttur í kvöld, þær léku stíft og gerðu Fjölniskonum erfitt fyrir án þess að senda þær mikið á vítalínuna. Lalli sá þetta þó ekki með sömu augum, mistökin voru of mörg að hans mati. „Ég var hundfúll með vörnina. Eigum við ekki að segja bara frekar að Fjölnir hafi hitt illa? Sóknarlega vorum við frábærar og pikkuðum þetta upp varnarlega góðan part af leiknum og vorum alveg mættar. En það komu margir alltof slæmir kaflar varnarlega, við vorum að tala illa og illa staðsettar. Við erum að vinna mikið í því en það er svona smá ruglingur í gangi. En þetta var bara flott.“ Grindvíkingar náðu með þessum sigri að slíta sig aðeins frá neðri parti deildarinnar og eiga tvo sigra á Fjölni sem sitja í sætinu fyrir neðan. En það er brekka upp í efri part deildarinnar og sæti í úrslitakeppninni. „Já það er það, klárlega. Við verðum að fara að vinna liðin fyrir ofan okkur ef við ætlum að komast þangað. Vonandi fer það að ganga bara fljótlega.“
Subway-deild kvenna Grindavík Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fjölnir 94-79 | Þægilegur Grindavíkursigur Grindavík vann þægilegan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Heimastúlkur náðu mest þrjátíu stiga forskoti og unnu að lokum 94-79 sigur. 4. janúar 2023 19:58 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fjölnir 94-79 | Þægilegur Grindavíkursigur Grindavík vann þægilegan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Heimastúlkur náðu mest þrjátíu stiga forskoti og unnu að lokum 94-79 sigur. 4. janúar 2023 19:58