Ýmsar leiðir til að takmarka tjón áður en hlýna fer um helgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. janúar 2023 20:31 Sigrún Þorsteinsdóttir er forvarnarfulltrúi VÍS. sigurjón ólason Fjölmargar tjónatilkynningar hafa borist tryggingafélaginu VÍS vegna snjóþyngsla og óttast forvarnarfulltrúi félagsins holskeflu tilkynninga þegar hlýna fer um helgina. Hún fór yfir það hvernig takmarka má tjón. Svona líta mörg húsþök út eftir síðustu daga, en tilkynningarnar sem borist hafa VÍS snúa flestar að vatnstjóni. Grýlukertin geta einnig verið hættuleg fyrir gangandi vegfarendur.vísir „Í raun og veru eru lagnir að gefa sig og allskonar lagnagrindur og fleira sem hafa verið að gefa sig og vatnstjón sums staðar mjög alvarleg komið í kjölfarið,“ sagði Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS. Um síðustu helgi fór hitastig yfir frostmark með þeim afleiðingum að snjór bráðnaði á þökum og upp við húsveggi. „Og þá fórum við að fá mikið af tilkynningum um leka frá þökum, frá gluggum og svölum. Þetta eru í flestum tilvikum tjón sem eru ekki bótaskyld.“ Tjónin er ekki bótaskyld þar sem vatnið sem flæðir inn í hús kemur að utan. „Og mjög mikilvægt að fólk geri það sem það getur til að fyrirbyggja að slíkt tjón verði og við höfum alveg áhyggjur af næstu helgi því þá fer hitastig aftur yfir núll gráðurnar.“ Gott að búa til vatnsrásir Sjálf er Sigrún búin að gera ráðstafanir en hún hefur mokað snjó frá húsveggjum. „Það þarf ekki stórt bil. Þetta er svona snjóskóflubreidd sem maður þarf og þarna gerir maður það að verkum að vatnið á greiða leið til að renna og eins líka er það að taka af niðurföllum og búa til vatnsrásir í kringum niðurföllin.“ Einnig sé mikilvægt að moka af svölum og frá gluggum. „Og eins ef það er hægt að moka frá þakrennum en auðvitað aldrei með því að setja sig í hættu.“ Hitaþræðir sniðugir fyrir næstu kuldatíð Þá hvetur hún fólk til að skoða þann möguleika að setja upp hitaþræði í þakrennur. „Og kveikja síðan á þeim á veturna það er eitthvað sem skiptir ótrúlega miklu máli því þeir gera það að verkum að vatnið á alltaf greiða leið af þakinu.“ Í sjónvarpsfréttinni má sjá snjóklumpa og grýlukerti á þaki. Á lóðinni við hliðina á er búið að hreinsa af þakrennunum og er það gert með því að berja létt á rennuna og þá ættu grýlukerti og snjóklumpar að falla. Veður Tryggingar VÍS Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Svona líta mörg húsþök út eftir síðustu daga, en tilkynningarnar sem borist hafa VÍS snúa flestar að vatnstjóni. Grýlukertin geta einnig verið hættuleg fyrir gangandi vegfarendur.vísir „Í raun og veru eru lagnir að gefa sig og allskonar lagnagrindur og fleira sem hafa verið að gefa sig og vatnstjón sums staðar mjög alvarleg komið í kjölfarið,“ sagði Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS. Um síðustu helgi fór hitastig yfir frostmark með þeim afleiðingum að snjór bráðnaði á þökum og upp við húsveggi. „Og þá fórum við að fá mikið af tilkynningum um leka frá þökum, frá gluggum og svölum. Þetta eru í flestum tilvikum tjón sem eru ekki bótaskyld.“ Tjónin er ekki bótaskyld þar sem vatnið sem flæðir inn í hús kemur að utan. „Og mjög mikilvægt að fólk geri það sem það getur til að fyrirbyggja að slíkt tjón verði og við höfum alveg áhyggjur af næstu helgi því þá fer hitastig aftur yfir núll gráðurnar.“ Gott að búa til vatnsrásir Sjálf er Sigrún búin að gera ráðstafanir en hún hefur mokað snjó frá húsveggjum. „Það þarf ekki stórt bil. Þetta er svona snjóskóflubreidd sem maður þarf og þarna gerir maður það að verkum að vatnið á greiða leið til að renna og eins líka er það að taka af niðurföllum og búa til vatnsrásir í kringum niðurföllin.“ Einnig sé mikilvægt að moka af svölum og frá gluggum. „Og eins ef það er hægt að moka frá þakrennum en auðvitað aldrei með því að setja sig í hættu.“ Hitaþræðir sniðugir fyrir næstu kuldatíð Þá hvetur hún fólk til að skoða þann möguleika að setja upp hitaþræði í þakrennur. „Og kveikja síðan á þeim á veturna það er eitthvað sem skiptir ótrúlega miklu máli því þeir gera það að verkum að vatnið á alltaf greiða leið af þakinu.“ Í sjónvarpsfréttinni má sjá snjóklumpa og grýlukerti á þaki. Á lóðinni við hliðina á er búið að hreinsa af þakrennunum og er það gert með því að berja létt á rennuna og þá ættu grýlukerti og snjóklumpar að falla.
Veður Tryggingar VÍS Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira