Forsætisráðherra hafði Arnald á lokametrunum Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2023 12:04 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir grimm til leiks ásamt Ragnari Jónassyni meðhöfundi sínum, en þau veltu Arnaldi úr sessi, af toppi metsölulistans 2022, á lokametrunum. vísir/vilhelm Vísir birtir hér lokauppgjör bóksölu nýliðins árs. Bókalistinn, sem byggir á sölutölum helstu bóksölustaða landsins, sýnir hvaða bækur það eru sem einkum höfða til bókaþjóðarinnar. „Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir áttu mest seldu bókina þegar upp var staðið og skákuðu Arnaldi á lokametrunum fyrir jól,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda sem hefur yfirumsjá með listanum. Þetta þýðir með öðrum orðum að tíð glæpasagnahöfundarins Arnalds Indriðasonar, sem hefur ríkt sem konunungur bóksölunnar undanfarna tvo áratugi, er lokið. Eða hvað? Bryndís vill ekki vera alveg svo dramatísk: „Þess má geta að Yrsa Sigurðardóttir átti söluhæstu bókina árið 2021 þegar Sigurverk Arnaldar Indriðasonar, sem það árið brá af venju sinni og skrifaði hefðbundið bókmenntaverk, lenti í öðru sæti. Árið 2020 var það Ólafur Jóhann Ólafsson sem sat á toppnum í árslok með bók sína, Snertingu og Arnaldur var þá enn og aftur í öðru sæti með Þagnarmúr. Bryndís Loftsdóttir hjá Fibut. Hún kann að lesa eitt og annað í Bóksölulistann 2022.vísir/vilhelm Árið 2019 var Tregasteinn Arnaldar hins vegar söluhæsta bók ársins og Keto – hormónalausn Gunnars Más Sigurðssonar í öðru sæti. Það má því fullyrða að efstu sætin séu ekki frátekin fyrir neinn þó vissulega sé hópur þeirra sem þar bregður fyrir ár eftir ár, ekki stór.“ Ljúfar ástarfléttur gera sig gildandi En hversu mörg eintök eru þetta sem um ræðir? Bryndís vísar spurð til hefðar þeirrar að ekki séu gefnar upp sölutölur á bakvið listann. „En ég get þó sagt að heildarsalan árið 2022 er áþekk árinu á undan. Við höfum þó séð hærri sölutölur á bakvið efstu sætin, salan virðist hafa dreifst betur á milli titla en oft áður, enda óhemju sterkt skáldverkaár.“ Sé litið á íslenska skáldverkalistann má sjá að glæpasögur halda stöðu sinni sem vinsælar jólagjafir, fimm af tíu mest seldu skáldverkunum falla í þann flokk. Þær voru reyndar sex árið á undan og fjórar árið 2020 svo þetta hlýtur að teljast í meðallagi gott glæpasagnaár. Sé litið til fagurbókmennta þá fylla framvarðasveitina þau Ólafur Jóhann, Auður Ava, Elísabet Jökulsdóttir, Sigríður Hagalín og Jón Kalman sem öll áttu bækur á topp 10 listanum. Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaðurinn knái hefur komið sem stormsveipur inn í skáldsagnageirann. Bækur hennar hafa notið mikilla vinsælda, hún er nú á heils árs listamannalaunum þannig að hún mun varla sjást mikið á skjánum á næstunni.vísir/vilhelm „Helstu tíðindi af lestrarvenjum þjóðarinnar er þó líklega að finna í listanum yfir þýdd skáldverk. Af tíu mest seldu bókunum eiga sófabækur helming listans en glæpasögur gefa heldur eftir. Með sófabókum á ég við þessar ljúfu ástarfléttur eins og Jól í Litlu bókabúðinni eftir Jenny Colgan og Veðurteppt um jólin eftir Söruh Morgan,“ segir Bryndís. Eina bókmenntaverkið þýtt sem nær inn á topp 10 listann er Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu eftir pólska Nóbelsverðlaunahafann Olgu Tokarczuk. „Mér þykir reyndar umhugsunarvert og jafnvel áhyggjuefni hversu fáar þýðingar af bókmenntalegum toga ná góðri sölu en það er svo sem ekkert nýtt.“ Birgitta er drottningin En hvaða höfundar hafa komið mest á óvart? „Ég var búin að lýsa því yfir að Katrín Jakobsdóttir væri svarti foli síðasta árs en á allra síðustu dögunum fyrir jól spratt annar óvæntur og öllu óþekktari gæðingur fram í sviðsljósið. Það er Þorkell Guðmundsson með bók sína, Pabbabrandara, sem hitti svo vel í mark að hún endaði í öðru sæti ævisagna- og fræðibókalistans þar sem Útkallsbók Óttars Sveinsson sat í fyrsta sæti líkt og árin tvö á undan. Vegna minnkandi ævisagnaútgáfu, þá felldum við ævisagnalistann inn í fræðibókalistann en þar má sjá að Bréfin hennar mömmu eftir Ólaf Ragnar Grímsson og Spítalastelpa Sigmundar Ernis Rúnarssonar ná báðar inn á topp 10 listann.“ Birgitta Haukdal er að sögn Bryndísar óskoruð drottning bóksölunnar 2022. Hún er með tvær af tíu mest seldu bókum ársins og þrjár af topp 20. Væri sala þessara þriggja bóka samanlögð, sæti hún á toppi listans, fyrir ofan Ragnar og Katrínu.vísir/vilhelm Bjarni Fritzson á söluhæstu barnabók ársins, líkt og árið 2020 en árið 2021 var Birgitta Haukdal á toppnum. „Hún er reyndar óskoruð metsölulistadrottning ársins 2022 með tvær af tíu mest seldu bókum ársins og þrjár af topp 20. Væri sala þessara þriggja bóka samanlögð, sæti hún á toppi listans, fyrir ofan Ragnar og Katrínu. Það verður svo að teljast áhyggjuefni að fyrir utan Drenginn með ljáinn eftir Ævar Þór Benediktsson nær ekki ein einasta unglingabók inn á topp 20 lista barna- og unglingabóka, hvorki þýddra né íslenskra. Það er áhyggjuefni að börn frá 12 ára aldri hafi ekki fengið nýja bók með sér í rúmið á jólanótt.“ Bóksölulistinn – mest seldu bækurnar árið 2022 1. Reykjavík glæpasaga - Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 2. Kyrrþey - Arnaldur Indriðason 3. Játning - Ólafur Jóhann Ólafsson 4. Gættu þinna handa - Yrsa Sigurðardóttir 5. Útkall 29 - SOS, erum á lífi! - Óttar Sveinsson 6. Orri óstöðvandi - Draumur Möggu Messi - Bjarni Fritzson 7. Hrekkjavaka með Láru - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 8. Alexander Daníel Hermann Dawidsson - Bannað að ljúga - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring 9. Hungur - Stefán Máni 10. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 11. Eden - Auður Ava Ólafsdóttir 12. Lára fer í útilegu - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 13. Amma glæpon enn á ferð - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 14. Salka - Tímaflakkið - Bjarni Fritzson 15. Saknaðarilmur - Elísabet Jökulsdóttir 16. Hamingja þessa heims - Riddarasaga - Sigríður Hagalín Björnsdóttir 17. Dagbók Kidda klaufa 16 - Meistarinn - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson 18. Pabbabrandarar - Þorkell Guðmundsson 19. Guðni – Flói bernsku minnar - Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson 20. Skólaslit - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Ari H.G. Yates Íslensk skáldverk 1. Reykjavík glæpasaga - Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 2. Kyrrþey - Arnaldur Indriðason 3. Játning - Ólafur Jóhann Ólafsson 4. Gættu þinna handa - Yrsa Sigurðardóttir 5. Hungur - Stefán Máni 6. Eden - Auður Ava Ólafsdóttir 7. Saknaðarilmur - Elísabet Jökulsdóttir 8. Hamingja þessa heims - Riddarasaga - Sigríður Hagalín Björnsdóttir 9. Guli kafbáturinn - Jón Kalman Stefánsson 10. Strákar sem meiða - Eva Björg Ægisdóttir 11. Tól - Kristín Eiríksdóttir 12. Útsýni - Guðrún Eva Mínervudóttir 13. Drepsvart hraun - Lilja Sigurðardóttir 14. Tugthúsið - Haukur Már Helgason 15. Opið haf - Einar Kárason 16. Gratíana - Benný Sif Ísleifsdóttir 17. Tættir þættir - Þórarinn Eldjárn 18. Varnarlaus - Jónína Leósdóttir 19. Hvað er Drottinn að drolla? - Auður Haralds 20. Stóri bróðir - Skúli Sigurðsson Þýdd skáldverk 1. Natríumklóríð - Jussi Adler-Olsen, þýð. Jón St. Kristjánsson 2. Jól í Litlu bókabúðinni - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir 3. Leyndarmálið - Kathryn Hughes, þýð. Ingunn Snædal 4. Liðin tíð - Lee Child, þýð. Bjarni Gunnarsson 5. Veðurteppt um jólin - Sarah Morgan, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir 6. Þessu lýkur hér - Colleen Hoover, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir 7. 500 mílur frá mér til þín - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir 8. Gauksunginn - Camilla Läckberg, þýð. Sigríður Eyþórsdóttir og Sigurður Þór Salvarsson 9. Sumar í strandhúsinu - Sarah Morgan, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir 10. Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu - Olga Tokarczuk, þýð. Árni Óskarsson, 11. Helkuldi - Viveca Sten, þýð. Elín Guðmundsdóttir 12. Þetta gæti breytt öllu - Jill Mansell, þýð. Snjólaug Bragadóttir 13. Engin heimilisgyðja - Sophie Kinsella, þýð. Maríanna Clara Lúthersdóttir 14. Kaldamýri - Liza Marklund, þýð. Friðrika Benónýsdóttir 15. Brotin bein - Angela Marsons, þýð. Ingunn Snædal 16. Gátan - Camilla Läckberg & Henrik Fexeus, þýð. Sigurður Þór Salvarsson 17. Bara móðir - Roy Jacobsen, þýð. Jón St. Kristjánsson 18. Lengsta nóttin - Ann Cleeves, þýð. Þórdís Bachmann 19. Undir yfirborðinu - Freida McFadden, þýð. Ingunn Snædal 20. Systirin í skugganum - Lucinda Riley, þýð. Valgerður Bjarnadóttir Ævisögur, fræði- og handbækur 1. Útkall 29 - SOS, erum á lífi! - Óttar Sveinsson 2. Pabbabrandarar - Þorkell Guðmundsson 3. Guðni – Flói bernsku minnar - Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson 4. Bréfin hennar mömmu - Ólafur Ragnar Grímsson 5. Keltar – áhrif á íslenska tungu og menningu - Þorvaldur Friðriksson 6. Tarot-bókin - Handbók og falleg tarot-spil - Claire Goodchild, þýð. Hafsteinn Thorarensen 7. Sjöl og teppi – eins báðum megin - Auður Björt Skúladóttir, myndh. Auður Björt Skúladóttir og Christine Einarsson 8. Allt í blóma : Pottablómarækt við íslenskar aðstæður - Hafsteinn Hafliðason 9. Prjónað á börnin – af enn meiri ást - Lene Holme Samsøe, myndh. Katrine Rohrberg, þýð. Ásdís Sigurgestsd. og Guðrún B. Þórsd. 10. Spítalastelpan - Hversdagshetjan Vinsý - Sigmundur Ernir Rúnarsson 11. Elspa : Saga konu - Guðrún Frímannsdóttir 12. Glaðasti hundur í heimi - Biblía hundaeigandans - Heiðrún Villa 13. Bakað meira Með Elenoru Rós - Elenora Rós Georgesdóttir 14. Krossgátur : Morgunblaðið nr. 10 - Höfundar ekki getið 15. Ameríska goðsögnin - Saga Harley-Davidson mótorhjóla á Íslandi - Njáll Gunnlaugsson 16. Uppgjör bankamanns - Lárus Welding 17. Hálendishandbókin : Ekið um óbyggðir Íslands - Páll Ásgeir Ásgeirsson 18. Húðbókin - Lára G. Sigurðardóttir og Sólveig Eiríksdóttir, myndh. Hildur Ársælsdóttir 19. Tuskuprjón - Guðrún S. Magnúsdóttir 20. Á sporbaug : Nýyrði Jónasar Hallgrímssonar - Anna Sigríður Þráinsdóttir, Myndh. Elín Elísabet Einarsdóttir Íslenskar barna- og unglingabækur 1. Orri óstöðvandi - Draumur Möggu Messi - Bjarni Fritzson 2. Hrekkjavaka með Láru - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 3. Alexander Daníel Hermann Dawidsson - Bannað að ljúga - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring 4. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 5. Lára fer í útilegu - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 6. Salka - Tímaflakkið - Bjarni Fritzson 7. Skólaslit - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Ari H.G. Yates 8. Drengurinn með ljáinn - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Sigurjón Líndal Benediktsson 9. Laddi - Snjókorn falla, skemmtilegustu jólalögin - Jón Ólafsson, myndh. Úlfur Logason 10. Lára fer á skíði - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 11. Hanni granni dansari - Gunnar Helgason 12. Fagurt galaði fuglinn sá - Helgi Jónsson, Anna M. Marinósdóttir, myndh. Jón B. Hlíðberg 13. 13 þrautir jólasveinanna - Óveður í aðsigi - Huginn Þór Grétarsson 14. Sofðu rótt, hugljúfar vögguvísur - Jón Ólafsson, myndh. Úlfur Logason 15. Þín eigin saga - Sæskrímsli - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Evana Kisa 16. Kennarinn sem fuðraði upp - Bergrún Íris Sævarsdóttir 17. Spurningabókin 2022 - Guðjón Ingi Eiríksson 18. Jón Oddur og Jón Bjarni – allar sögurnar - Guðrún Helgadóttir 19. Héragerði : Ævintýri um súkkulaði og kátínu - Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir 20. Ófreskjan í mýrinni - Sigrún Eldjárn Þýddar barna- og unglingabækur 1. Amma glæpon enn á ferð - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 2. Dagbók Kidda klaufa 16 - Meistarinn - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson 3. Jólaföndur - rauð - Höfundar og þýðanda ekki getið 4. Hva - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 5. Risaeðlugengið : Fjársjóðsleitin - Lars Mæhle, myndh. Lars Rudebjer, þýð. Æsa Guðrún Bjarnadóttir og Sverrir Jakobsson 6. Leikum með sveinka - Höfundar og þýðanda ekki getið 7. Bóbó bangsi og jólin : Jólasaga með flipum til að opna! - Hartmut Bieber, þýð. Kolbeinn Þorsteinsson 8. Litlu börnin læra orðin - Rhea Gaughan, þýð. Andri Karel Ásgeirsson 9. Spæjarastofa Lalla og Maju : Fótboltaráðgátan - Martin Widmark, myndh. Helena Willis, þýð. Æsa Guðrún Bjarnadóttir 10. Víst getur Lotta næstum allt - Astrid Lindgren, myndh. Ilon Wikland, þýð. Ásthildur Egilson 11. Gurra Grís : Gurra góða nótt - Mark Baker, þýð. Klara Helgadóttir 12. Handbók fyrir ofurhetjur, sjöundi hluti: Endurheimt - Elias Vahlund, MyndHöf. Agnes Vahlund, þýð. Ingunn Snædal 13. Bíb-bíb! Depill á ferðinni : Bók með hljóðum - Eric Hill, þýð. Jakob F. Ásgeirsson 14. Dundað um jólin - Þýð. Kolbeinn Þorsteinsson 15. Bóbó bangsi í sveitinni : Gaman hjá Bóbó bangsa í sveitinni - Þýð. Kolbeinn Þorsteinsson 16. Jólasyrpa 2022 - Walt Disney 17. Vetrarsögur : Sjö notalegar sögur - Julia Donaldson, myndh. Axel Scheffler, þýð. Þórarinn Eldjárn 18. Líf og fjör í Ólátagarði - Astrid Lindgren 19. Hundmann og Kattmann - Dav Pilkey, myndh. Jose Garibaldi 20. Leikum með risaeðlum - verkefnabók - Höfundar og þýðanda ekki getið Bókaútgáfa Bókmenntir Íslensk fræði Jól Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir áttu mest seldu bókina þegar upp var staðið og skákuðu Arnaldi á lokametrunum fyrir jól,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda sem hefur yfirumsjá með listanum. Þetta þýðir með öðrum orðum að tíð glæpasagnahöfundarins Arnalds Indriðasonar, sem hefur ríkt sem konunungur bóksölunnar undanfarna tvo áratugi, er lokið. Eða hvað? Bryndís vill ekki vera alveg svo dramatísk: „Þess má geta að Yrsa Sigurðardóttir átti söluhæstu bókina árið 2021 þegar Sigurverk Arnaldar Indriðasonar, sem það árið brá af venju sinni og skrifaði hefðbundið bókmenntaverk, lenti í öðru sæti. Árið 2020 var það Ólafur Jóhann Ólafsson sem sat á toppnum í árslok með bók sína, Snertingu og Arnaldur var þá enn og aftur í öðru sæti með Þagnarmúr. Bryndís Loftsdóttir hjá Fibut. Hún kann að lesa eitt og annað í Bóksölulistann 2022.vísir/vilhelm Árið 2019 var Tregasteinn Arnaldar hins vegar söluhæsta bók ársins og Keto – hormónalausn Gunnars Más Sigurðssonar í öðru sæti. Það má því fullyrða að efstu sætin séu ekki frátekin fyrir neinn þó vissulega sé hópur þeirra sem þar bregður fyrir ár eftir ár, ekki stór.“ Ljúfar ástarfléttur gera sig gildandi En hversu mörg eintök eru þetta sem um ræðir? Bryndís vísar spurð til hefðar þeirrar að ekki séu gefnar upp sölutölur á bakvið listann. „En ég get þó sagt að heildarsalan árið 2022 er áþekk árinu á undan. Við höfum þó séð hærri sölutölur á bakvið efstu sætin, salan virðist hafa dreifst betur á milli titla en oft áður, enda óhemju sterkt skáldverkaár.“ Sé litið á íslenska skáldverkalistann má sjá að glæpasögur halda stöðu sinni sem vinsælar jólagjafir, fimm af tíu mest seldu skáldverkunum falla í þann flokk. Þær voru reyndar sex árið á undan og fjórar árið 2020 svo þetta hlýtur að teljast í meðallagi gott glæpasagnaár. Sé litið til fagurbókmennta þá fylla framvarðasveitina þau Ólafur Jóhann, Auður Ava, Elísabet Jökulsdóttir, Sigríður Hagalín og Jón Kalman sem öll áttu bækur á topp 10 listanum. Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaðurinn knái hefur komið sem stormsveipur inn í skáldsagnageirann. Bækur hennar hafa notið mikilla vinsælda, hún er nú á heils árs listamannalaunum þannig að hún mun varla sjást mikið á skjánum á næstunni.vísir/vilhelm „Helstu tíðindi af lestrarvenjum þjóðarinnar er þó líklega að finna í listanum yfir þýdd skáldverk. Af tíu mest seldu bókunum eiga sófabækur helming listans en glæpasögur gefa heldur eftir. Með sófabókum á ég við þessar ljúfu ástarfléttur eins og Jól í Litlu bókabúðinni eftir Jenny Colgan og Veðurteppt um jólin eftir Söruh Morgan,“ segir Bryndís. Eina bókmenntaverkið þýtt sem nær inn á topp 10 listann er Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu eftir pólska Nóbelsverðlaunahafann Olgu Tokarczuk. „Mér þykir reyndar umhugsunarvert og jafnvel áhyggjuefni hversu fáar þýðingar af bókmenntalegum toga ná góðri sölu en það er svo sem ekkert nýtt.“ Birgitta er drottningin En hvaða höfundar hafa komið mest á óvart? „Ég var búin að lýsa því yfir að Katrín Jakobsdóttir væri svarti foli síðasta árs en á allra síðustu dögunum fyrir jól spratt annar óvæntur og öllu óþekktari gæðingur fram í sviðsljósið. Það er Þorkell Guðmundsson með bók sína, Pabbabrandara, sem hitti svo vel í mark að hún endaði í öðru sæti ævisagna- og fræðibókalistans þar sem Útkallsbók Óttars Sveinsson sat í fyrsta sæti líkt og árin tvö á undan. Vegna minnkandi ævisagnaútgáfu, þá felldum við ævisagnalistann inn í fræðibókalistann en þar má sjá að Bréfin hennar mömmu eftir Ólaf Ragnar Grímsson og Spítalastelpa Sigmundar Ernis Rúnarssonar ná báðar inn á topp 10 listann.“ Birgitta Haukdal er að sögn Bryndísar óskoruð drottning bóksölunnar 2022. Hún er með tvær af tíu mest seldu bókum ársins og þrjár af topp 20. Væri sala þessara þriggja bóka samanlögð, sæti hún á toppi listans, fyrir ofan Ragnar og Katrínu.vísir/vilhelm Bjarni Fritzson á söluhæstu barnabók ársins, líkt og árið 2020 en árið 2021 var Birgitta Haukdal á toppnum. „Hún er reyndar óskoruð metsölulistadrottning ársins 2022 með tvær af tíu mest seldu bókum ársins og þrjár af topp 20. Væri sala þessara þriggja bóka samanlögð, sæti hún á toppi listans, fyrir ofan Ragnar og Katrínu. Það verður svo að teljast áhyggjuefni að fyrir utan Drenginn með ljáinn eftir Ævar Þór Benediktsson nær ekki ein einasta unglingabók inn á topp 20 lista barna- og unglingabóka, hvorki þýddra né íslenskra. Það er áhyggjuefni að börn frá 12 ára aldri hafi ekki fengið nýja bók með sér í rúmið á jólanótt.“ Bóksölulistinn – mest seldu bækurnar árið 2022 1. Reykjavík glæpasaga - Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 2. Kyrrþey - Arnaldur Indriðason 3. Játning - Ólafur Jóhann Ólafsson 4. Gættu þinna handa - Yrsa Sigurðardóttir 5. Útkall 29 - SOS, erum á lífi! - Óttar Sveinsson 6. Orri óstöðvandi - Draumur Möggu Messi - Bjarni Fritzson 7. Hrekkjavaka með Láru - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 8. Alexander Daníel Hermann Dawidsson - Bannað að ljúga - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring 9. Hungur - Stefán Máni 10. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 11. Eden - Auður Ava Ólafsdóttir 12. Lára fer í útilegu - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 13. Amma glæpon enn á ferð - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 14. Salka - Tímaflakkið - Bjarni Fritzson 15. Saknaðarilmur - Elísabet Jökulsdóttir 16. Hamingja þessa heims - Riddarasaga - Sigríður Hagalín Björnsdóttir 17. Dagbók Kidda klaufa 16 - Meistarinn - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson 18. Pabbabrandarar - Þorkell Guðmundsson 19. Guðni – Flói bernsku minnar - Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson 20. Skólaslit - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Ari H.G. Yates Íslensk skáldverk 1. Reykjavík glæpasaga - Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 2. Kyrrþey - Arnaldur Indriðason 3. Játning - Ólafur Jóhann Ólafsson 4. Gættu þinna handa - Yrsa Sigurðardóttir 5. Hungur - Stefán Máni 6. Eden - Auður Ava Ólafsdóttir 7. Saknaðarilmur - Elísabet Jökulsdóttir 8. Hamingja þessa heims - Riddarasaga - Sigríður Hagalín Björnsdóttir 9. Guli kafbáturinn - Jón Kalman Stefánsson 10. Strákar sem meiða - Eva Björg Ægisdóttir 11. Tól - Kristín Eiríksdóttir 12. Útsýni - Guðrún Eva Mínervudóttir 13. Drepsvart hraun - Lilja Sigurðardóttir 14. Tugthúsið - Haukur Már Helgason 15. Opið haf - Einar Kárason 16. Gratíana - Benný Sif Ísleifsdóttir 17. Tættir þættir - Þórarinn Eldjárn 18. Varnarlaus - Jónína Leósdóttir 19. Hvað er Drottinn að drolla? - Auður Haralds 20. Stóri bróðir - Skúli Sigurðsson Þýdd skáldverk 1. Natríumklóríð - Jussi Adler-Olsen, þýð. Jón St. Kristjánsson 2. Jól í Litlu bókabúðinni - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir 3. Leyndarmálið - Kathryn Hughes, þýð. Ingunn Snædal 4. Liðin tíð - Lee Child, þýð. Bjarni Gunnarsson 5. Veðurteppt um jólin - Sarah Morgan, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir 6. Þessu lýkur hér - Colleen Hoover, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir 7. 500 mílur frá mér til þín - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir 8. Gauksunginn - Camilla Läckberg, þýð. Sigríður Eyþórsdóttir og Sigurður Þór Salvarsson 9. Sumar í strandhúsinu - Sarah Morgan, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir 10. Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu - Olga Tokarczuk, þýð. Árni Óskarsson, 11. Helkuldi - Viveca Sten, þýð. Elín Guðmundsdóttir 12. Þetta gæti breytt öllu - Jill Mansell, þýð. Snjólaug Bragadóttir 13. Engin heimilisgyðja - Sophie Kinsella, þýð. Maríanna Clara Lúthersdóttir 14. Kaldamýri - Liza Marklund, þýð. Friðrika Benónýsdóttir 15. Brotin bein - Angela Marsons, þýð. Ingunn Snædal 16. Gátan - Camilla Läckberg & Henrik Fexeus, þýð. Sigurður Þór Salvarsson 17. Bara móðir - Roy Jacobsen, þýð. Jón St. Kristjánsson 18. Lengsta nóttin - Ann Cleeves, þýð. Þórdís Bachmann 19. Undir yfirborðinu - Freida McFadden, þýð. Ingunn Snædal 20. Systirin í skugganum - Lucinda Riley, þýð. Valgerður Bjarnadóttir Ævisögur, fræði- og handbækur 1. Útkall 29 - SOS, erum á lífi! - Óttar Sveinsson 2. Pabbabrandarar - Þorkell Guðmundsson 3. Guðni – Flói bernsku minnar - Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson 4. Bréfin hennar mömmu - Ólafur Ragnar Grímsson 5. Keltar – áhrif á íslenska tungu og menningu - Þorvaldur Friðriksson 6. Tarot-bókin - Handbók og falleg tarot-spil - Claire Goodchild, þýð. Hafsteinn Thorarensen 7. Sjöl og teppi – eins báðum megin - Auður Björt Skúladóttir, myndh. Auður Björt Skúladóttir og Christine Einarsson 8. Allt í blóma : Pottablómarækt við íslenskar aðstæður - Hafsteinn Hafliðason 9. Prjónað á börnin – af enn meiri ást - Lene Holme Samsøe, myndh. Katrine Rohrberg, þýð. Ásdís Sigurgestsd. og Guðrún B. Þórsd. 10. Spítalastelpan - Hversdagshetjan Vinsý - Sigmundur Ernir Rúnarsson 11. Elspa : Saga konu - Guðrún Frímannsdóttir 12. Glaðasti hundur í heimi - Biblía hundaeigandans - Heiðrún Villa 13. Bakað meira Með Elenoru Rós - Elenora Rós Georgesdóttir 14. Krossgátur : Morgunblaðið nr. 10 - Höfundar ekki getið 15. Ameríska goðsögnin - Saga Harley-Davidson mótorhjóla á Íslandi - Njáll Gunnlaugsson 16. Uppgjör bankamanns - Lárus Welding 17. Hálendishandbókin : Ekið um óbyggðir Íslands - Páll Ásgeir Ásgeirsson 18. Húðbókin - Lára G. Sigurðardóttir og Sólveig Eiríksdóttir, myndh. Hildur Ársælsdóttir 19. Tuskuprjón - Guðrún S. Magnúsdóttir 20. Á sporbaug : Nýyrði Jónasar Hallgrímssonar - Anna Sigríður Þráinsdóttir, Myndh. Elín Elísabet Einarsdóttir Íslenskar barna- og unglingabækur 1. Orri óstöðvandi - Draumur Möggu Messi - Bjarni Fritzson 2. Hrekkjavaka með Láru - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 3. Alexander Daníel Hermann Dawidsson - Bannað að ljúga - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring 4. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 5. Lára fer í útilegu - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 6. Salka - Tímaflakkið - Bjarni Fritzson 7. Skólaslit - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Ari H.G. Yates 8. Drengurinn með ljáinn - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Sigurjón Líndal Benediktsson 9. Laddi - Snjókorn falla, skemmtilegustu jólalögin - Jón Ólafsson, myndh. Úlfur Logason 10. Lára fer á skíði - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 11. Hanni granni dansari - Gunnar Helgason 12. Fagurt galaði fuglinn sá - Helgi Jónsson, Anna M. Marinósdóttir, myndh. Jón B. Hlíðberg 13. 13 þrautir jólasveinanna - Óveður í aðsigi - Huginn Þór Grétarsson 14. Sofðu rótt, hugljúfar vögguvísur - Jón Ólafsson, myndh. Úlfur Logason 15. Þín eigin saga - Sæskrímsli - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Evana Kisa 16. Kennarinn sem fuðraði upp - Bergrún Íris Sævarsdóttir 17. Spurningabókin 2022 - Guðjón Ingi Eiríksson 18. Jón Oddur og Jón Bjarni – allar sögurnar - Guðrún Helgadóttir 19. Héragerði : Ævintýri um súkkulaði og kátínu - Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir 20. Ófreskjan í mýrinni - Sigrún Eldjárn Þýddar barna- og unglingabækur 1. Amma glæpon enn á ferð - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 2. Dagbók Kidda klaufa 16 - Meistarinn - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson 3. Jólaföndur - rauð - Höfundar og þýðanda ekki getið 4. Hva - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 5. Risaeðlugengið : Fjársjóðsleitin - Lars Mæhle, myndh. Lars Rudebjer, þýð. Æsa Guðrún Bjarnadóttir og Sverrir Jakobsson 6. Leikum með sveinka - Höfundar og þýðanda ekki getið 7. Bóbó bangsi og jólin : Jólasaga með flipum til að opna! - Hartmut Bieber, þýð. Kolbeinn Þorsteinsson 8. Litlu börnin læra orðin - Rhea Gaughan, þýð. Andri Karel Ásgeirsson 9. Spæjarastofa Lalla og Maju : Fótboltaráðgátan - Martin Widmark, myndh. Helena Willis, þýð. Æsa Guðrún Bjarnadóttir 10. Víst getur Lotta næstum allt - Astrid Lindgren, myndh. Ilon Wikland, þýð. Ásthildur Egilson 11. Gurra Grís : Gurra góða nótt - Mark Baker, þýð. Klara Helgadóttir 12. Handbók fyrir ofurhetjur, sjöundi hluti: Endurheimt - Elias Vahlund, MyndHöf. Agnes Vahlund, þýð. Ingunn Snædal 13. Bíb-bíb! Depill á ferðinni : Bók með hljóðum - Eric Hill, þýð. Jakob F. Ásgeirsson 14. Dundað um jólin - Þýð. Kolbeinn Þorsteinsson 15. Bóbó bangsi í sveitinni : Gaman hjá Bóbó bangsa í sveitinni - Þýð. Kolbeinn Þorsteinsson 16. Jólasyrpa 2022 - Walt Disney 17. Vetrarsögur : Sjö notalegar sögur - Julia Donaldson, myndh. Axel Scheffler, þýð. Þórarinn Eldjárn 18. Líf og fjör í Ólátagarði - Astrid Lindgren 19. Hundmann og Kattmann - Dav Pilkey, myndh. Jose Garibaldi 20. Leikum með risaeðlum - verkefnabók - Höfundar og þýðanda ekki getið
Bókaútgáfa Bókmenntir Íslensk fræði Jól Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira