Óttast holskeflu tjónatilkynninga þegar hlýna fer um helgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. janúar 2023 12:30 Sigrún A Þorsteinsdóttir forvarnarfulltrúi VÍS Töluverður fjöldi tjónatilkynninga hefur borist tryggingafélaginu VÍS síðan um jólin vegna kuldatíðar. Sérfræðingur í forvörnum óttast holskeflu tilkynninga um helgina þegar hlýna fer í veðri og hvetur fólk til að gera ráðstafanir. Síðdegis í gær kviknaði eldur í sölu- og veitingaskála á Hörgslandi í Skaftárhreppi nærri Kirkjubæjarklaustri. Ragnar Johansen eigandi staðarins sagði í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi verið að reyna að þíða lagnir eftir mikið frost þegar eldurinn kom upp. Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS segir nokkuð um að lagnir frjósi í kuldatíð eins og þeirri sem gengið hefur yfir landið. Nokkrar leiðir séu til að þíða frosnar lagnir. „Ef heita- og kaldavatnslögn liggja hjá hvor annarri þá getur dugað að láta heitavatnið renna í dágóðan tíma, þá getur klakinn í kaldavatnslögninni sjatnað. Síðan er það einnig eins og var gert þarna að hita upp svæðið sem er í kring. Sumir hafa getað gert það með því að láta heitt vatn renna ef lögnin er utandyra, sem maður gerir náttúrulega ekki auðveldlega innandyra. Sama hvaða leið maður er að fara þá þarf bara að fylgjast með því hvernig það gengur og hvort það sé í lagi með þá leið sem maður er að fara.“ Töluvert um tilkynningar Lagnir geta gefið sig ef vatn frýs í þeim með þeim afleiðingum að leka fer inn í hús. Þá segir Sigrún að undanfarið hafi töluvert borist af tjónatilkynningum til tryggingafélagsins vegna kuldans. „Í raun og veru alveg frá því um jólin, þá byrjaði að koma töluvert af alls konar lekavandamálum út frá lögnum og síðan þegar hitastigið fór aðeins yfir núll gráður þá komu inn margar tilkynningar um óbótaskyld tjón, þar sem leki kemur út frá þaki, svölum og gluggum. Því miður erum við ansi hrædd um að um helgina komi önnur svoleiðis holskefla þannig það er mikilvægt að fólk geri það sem það geti til að fyrirbyggja þessi tjón.“ Mikilvægt sé að fólk moki snjó frá húsveggjum og passi að snjór liggi ekki á svölum. Þá ráðleggur Sigrún fólki að moka frá niðurföllum og tryggja aðgengi að þeim. Tryggingar VÍS Veður Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Síðdegis í gær kviknaði eldur í sölu- og veitingaskála á Hörgslandi í Skaftárhreppi nærri Kirkjubæjarklaustri. Ragnar Johansen eigandi staðarins sagði í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi verið að reyna að þíða lagnir eftir mikið frost þegar eldurinn kom upp. Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS segir nokkuð um að lagnir frjósi í kuldatíð eins og þeirri sem gengið hefur yfir landið. Nokkrar leiðir séu til að þíða frosnar lagnir. „Ef heita- og kaldavatnslögn liggja hjá hvor annarri þá getur dugað að láta heitavatnið renna í dágóðan tíma, þá getur klakinn í kaldavatnslögninni sjatnað. Síðan er það einnig eins og var gert þarna að hita upp svæðið sem er í kring. Sumir hafa getað gert það með því að láta heitt vatn renna ef lögnin er utandyra, sem maður gerir náttúrulega ekki auðveldlega innandyra. Sama hvaða leið maður er að fara þá þarf bara að fylgjast með því hvernig það gengur og hvort það sé í lagi með þá leið sem maður er að fara.“ Töluvert um tilkynningar Lagnir geta gefið sig ef vatn frýs í þeim með þeim afleiðingum að leka fer inn í hús. Þá segir Sigrún að undanfarið hafi töluvert borist af tjónatilkynningum til tryggingafélagsins vegna kuldans. „Í raun og veru alveg frá því um jólin, þá byrjaði að koma töluvert af alls konar lekavandamálum út frá lögnum og síðan þegar hitastigið fór aðeins yfir núll gráður þá komu inn margar tilkynningar um óbótaskyld tjón, þar sem leki kemur út frá þaki, svölum og gluggum. Því miður erum við ansi hrædd um að um helgina komi önnur svoleiðis holskefla þannig það er mikilvægt að fólk geri það sem það geti til að fyrirbyggja þessi tjón.“ Mikilvægt sé að fólk moki snjó frá húsveggjum og passi að snjór liggi ekki á svölum. Þá ráðleggur Sigrún fólki að moka frá niðurföllum og tryggja aðgengi að þeim.
Tryggingar VÍS Veður Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira